Syndir feðranna Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 12. september 2017 06:00 Enn er of snemmt að segja hvort mannanna verk hafi átt sinn þátt í hamförunum vestanhafs á undanförnum vikum. Ógnarkraftur fellibyljanna Harveys og Irmu var slíkur að annað eins hefur ekki sést öldum saman. Loftslagsvísindin eru þess eðlis að það mun taka langan tíma að skera úr um hvort losun gróðurhúsalofttegunda og tilheyrandi breytingar á veðrakerfum hafi magnað styrk fellibyljanna. Þó bendir margt til að svo sé. Samkvæmt skýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar er líklegt að hlýnun af manna völdum leiði til öflugri fellibylja víða um heim. Áætlað er að styrkur þeirra aukist um 2 til 11 prósent á næstu áratugum og að úrkomumagn þeirra aukist um 10 til 15 prósent. Þrátt fyrir hinar miklu hörmungar í Houston, Flórída og ekki síst Karíbahafi, þar sem heilu byggðirnar þurrkuðust út, þá tókst að bjarga þúsundum mannslífa með samstilltu átaki opinberra stofnana, hjálparstofnana og bandarískra yfirvalda. Bandaríkin eru hins vegar ekki í framvarðarlínu þeirra sem koma til með að mæta áhrifum loftslagsbreytinga af manna völdum. Þróunarríkin – einmitt þau ríki sem minnst hafa losað af gróðurhúsalofttegundum – eru þau ríki sem eru viðkvæmust fyrir breytingum á veðrakerfum plánetunnar. Sem fyrr fellur það þeim í skaut sem minna mega sín að axla byrðarnar. Fátækt fólk mun bera hitann og þungann af loftslagsbreytingum, einfaldlega vegna þess að það býr frekar á suðræðum breiddargráðum en efnaðir einstaklingar. Það eru þessi suðrænu svæði sem munu ganga í gegnum lengri og verri þurrka, hitabylgjur, skógarelda, fellibylji og flóð. Systkinin Harvey og Irma ættu að vera áminning til okkar um þær áskoranir sem blasa við okkur og komandi kynslóðum. Þróunarríkin ættu ekki að þurfa að axla byrði loftslagsbreytinga einsömul. Í raun er það siðferðileg skylda vestrænna ríkja að aðstoða þau í yfirvofandi breytingum, um leið og þjóðir heims freista þess að stemma stigu við losun gróðurhúsalofttegunda. Mildun loftslagsbreytinga ætti að vera jafn mikilvægt markmið og að aðlagast þeim. Það sem liggur til grundvallar er nefnilega ekki sú hugmynd að orkuskipti og umhverfisvænni lifnaðarhættir geri samfélag okkar betra. Frekar ætti leiðarljós okkar að vera það viðhorf að óbreytt ástand kemur verst niður á þeim sem minna mega sín, náttúrunni og auðvitað kynslóðum framtíðarinnar. Það er sjaldan hægur leikur að fyrirgefa syndir feðranna, en við getum í það minnsta lært af þeim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Enn er of snemmt að segja hvort mannanna verk hafi átt sinn þátt í hamförunum vestanhafs á undanförnum vikum. Ógnarkraftur fellibyljanna Harveys og Irmu var slíkur að annað eins hefur ekki sést öldum saman. Loftslagsvísindin eru þess eðlis að það mun taka langan tíma að skera úr um hvort losun gróðurhúsalofttegunda og tilheyrandi breytingar á veðrakerfum hafi magnað styrk fellibyljanna. Þó bendir margt til að svo sé. Samkvæmt skýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar er líklegt að hlýnun af manna völdum leiði til öflugri fellibylja víða um heim. Áætlað er að styrkur þeirra aukist um 2 til 11 prósent á næstu áratugum og að úrkomumagn þeirra aukist um 10 til 15 prósent. Þrátt fyrir hinar miklu hörmungar í Houston, Flórída og ekki síst Karíbahafi, þar sem heilu byggðirnar þurrkuðust út, þá tókst að bjarga þúsundum mannslífa með samstilltu átaki opinberra stofnana, hjálparstofnana og bandarískra yfirvalda. Bandaríkin eru hins vegar ekki í framvarðarlínu þeirra sem koma til með að mæta áhrifum loftslagsbreytinga af manna völdum. Þróunarríkin – einmitt þau ríki sem minnst hafa losað af gróðurhúsalofttegundum – eru þau ríki sem eru viðkvæmust fyrir breytingum á veðrakerfum plánetunnar. Sem fyrr fellur það þeim í skaut sem minna mega sín að axla byrðarnar. Fátækt fólk mun bera hitann og þungann af loftslagsbreytingum, einfaldlega vegna þess að það býr frekar á suðræðum breiddargráðum en efnaðir einstaklingar. Það eru þessi suðrænu svæði sem munu ganga í gegnum lengri og verri þurrka, hitabylgjur, skógarelda, fellibylji og flóð. Systkinin Harvey og Irma ættu að vera áminning til okkar um þær áskoranir sem blasa við okkur og komandi kynslóðum. Þróunarríkin ættu ekki að þurfa að axla byrði loftslagsbreytinga einsömul. Í raun er það siðferðileg skylda vestrænna ríkja að aðstoða þau í yfirvofandi breytingum, um leið og þjóðir heims freista þess að stemma stigu við losun gróðurhúsalofttegunda. Mildun loftslagsbreytinga ætti að vera jafn mikilvægt markmið og að aðlagast þeim. Það sem liggur til grundvallar er nefnilega ekki sú hugmynd að orkuskipti og umhverfisvænni lifnaðarhættir geri samfélag okkar betra. Frekar ætti leiðarljós okkar að vera það viðhorf að óbreytt ástand kemur verst niður á þeim sem minna mega sín, náttúrunni og auðvitað kynslóðum framtíðarinnar. Það er sjaldan hægur leikur að fyrirgefa syndir feðranna, en við getum í það minnsta lært af þeim.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun