Sturluð ásókn í miða á Kósóvóleikinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. september 2017 12:43 Þeir sem skella sér í röðina eftir miðum eftir klukkan 12:01 virðast eiga litla möguleika á að fá miða á stórleikinn í Laugardalnum. Líklegt er að margur faðirinn og móðirin muni þurfa að færa börnum sínum þau leiðinlegu tíðindi í dag að þau komist ekki á landsleik Íslands gegn Kósóvó í undankeppni HM 2018. Ljóst er að mun færri komast að en vilja á þennan leik sem allt stefnir í að verði afar þýðingarmikill fyrir strákana okkar. Miðasala hófst klukkan 12 á hádegi á midi.is en óvíst er hve margir miðar eru í boði. 1500 miðar voru seldir stuðningsmönnum á alla heimaleiki Íslands auk þess sem vænn hluti miða, á annað þúsund, fer til styrktaraðila KSÍ. Ekki eru neinir miðar seldir stuðningsmönnum Kósóvó svo öll sætin eru í boði fyrir stuðningsmenn Íslands. Miðasala er enn í gangi en hver stuðningsmaður má að hámarki kaupa fjóra miða. Þegar blaðamaður fór í röðina í miðasöluna klukkan 12:30 var hann númer 5308 í röðinni. Ljóst er að margir voru tilbúnir til tölvuna á slaginu 12. Þar getur hver sekúnda skipt máli. Ísland er jafnt Króatíu í efsta sæti síns riðils í undankeppni HM 2018 og á góðan möguleika á að tryggja sér sæti í lokakeppninni í Rússlandi. Strákarnir fara þó fyrst til Tyrklands og mæta heimamönnum ytra þann 6. október. Þar má Ísland ekki við því að tapa leiknum ætli strákarnir sér til Rússlands. Ísland mætir svo Kósóvó á heimavelli þann 9. október og gæti verið úrslitaleikur fyrir okkar menn um HM-sætið. Uppfært klukkan 13:00Uppselt er á leikinn og ljóst að mun færri komust að en vildu. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Sjá meira
Líklegt er að margur faðirinn og móðirin muni þurfa að færa börnum sínum þau leiðinlegu tíðindi í dag að þau komist ekki á landsleik Íslands gegn Kósóvó í undankeppni HM 2018. Ljóst er að mun færri komast að en vilja á þennan leik sem allt stefnir í að verði afar þýðingarmikill fyrir strákana okkar. Miðasala hófst klukkan 12 á hádegi á midi.is en óvíst er hve margir miðar eru í boði. 1500 miðar voru seldir stuðningsmönnum á alla heimaleiki Íslands auk þess sem vænn hluti miða, á annað þúsund, fer til styrktaraðila KSÍ. Ekki eru neinir miðar seldir stuðningsmönnum Kósóvó svo öll sætin eru í boði fyrir stuðningsmenn Íslands. Miðasala er enn í gangi en hver stuðningsmaður má að hámarki kaupa fjóra miða. Þegar blaðamaður fór í röðina í miðasöluna klukkan 12:30 var hann númer 5308 í röðinni. Ljóst er að margir voru tilbúnir til tölvuna á slaginu 12. Þar getur hver sekúnda skipt máli. Ísland er jafnt Króatíu í efsta sæti síns riðils í undankeppni HM 2018 og á góðan möguleika á að tryggja sér sæti í lokakeppninni í Rússlandi. Strákarnir fara þó fyrst til Tyrklands og mæta heimamönnum ytra þann 6. október. Þar má Ísland ekki við því að tapa leiknum ætli strákarnir sér til Rússlands. Ísland mætir svo Kósóvó á heimavelli þann 9. október og gæti verið úrslitaleikur fyrir okkar menn um HM-sætið. Uppfært klukkan 13:00Uppselt er á leikinn og ljóst að mun færri komust að en vildu.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Sjá meira