Nýir leikendur á fjármálamarkaði Friðrik Þór Snorrason skrifar 13. september 2017 07:00 Á næsta ári taka gildi innan ESB ný lög um greiðsluþjónustu (e. PSD2) sem eru nokkuð byltingarkennd. Með tilkomu PSD2 er verið að greina á milli framleiðslu og dreifingar fjármálaþjónustu. Í raun er verið að opna markaðinn með svipuðu móti og gert var með fjarskiptamarkaðinn á tíunda áratug síðustu aldar. Opnun fjarskiptamarkaðarins hafði gríðarleg áhrif á vöruframboð og verð fjarskiptaþjónustu innan Evrópu. Þannig minnkaði markaðshlutdeild gömlu ríkisreknu símafyrirtækjanna víðast hvar um helming eða meira og einingarverð að meðaltali um meira en 60%. Það væri hins vegar óráðlegt að heimfæra þróunina af fjarskiptamarkaði 100% yfir á fjármálamarkaðinn þar sem mun meiri samkeppni hefur ríkt á fjármálamarkaði en var við opnun fjarskiptamarkaðarins og sölu ríkissímafyrirtækja til einkaaðila. Sérfræðingar spá því þó að breytingin verði mikil. Þannig eigi leikendum í greiðslumiðlun eftir að fjölga og þeir muni byggja viðskiptamódel sín á allt öðrum tekjugrunni en bankar og kortafyrirtæki gera í dag. Í stað þess að treysta á tekjur af færslugjöldum, árgjöldum, kortalánum og yfirdráttarvöxtum munu hinir nýju leikendur líklega byggja viðskiptamódel sín á vinnslu og notkun gagna (t.d. auglýsingar sem birtast með reikningsyfirlitum). Því má búast við að færslu- og þóknunargjöld banka verði undir þrýstingi á komandi árum og hafa sérfræðingar spáð því að þau gætu lækkað frá 40% upp í 80%, en þessar tekjur eru um 20-25% af tekjum viðskiptabanka innan Evrópu.Fjórar sviðsmyndir Ef við spyrjum okkur hverjir nýju leikendurnir á fjármálamarkaðnum gætu orðið, þá er gott við skoða það út frá tveimur víddum. Í fyrsta lagi, hvort leikendur á markaðnum verði fyrst og fremst innlendir aðilar eða hvort markaðurinn einkennist í auknum mæli af því að til sé að verða einn sameiginlegur markaður fyrir greiðsluþjónustu innan EES. Í öðru lagi hvort leikendur á markaði verði áfram fyrst og fremst hefðbundin fjármálafyrirtæki eða hvort nýir leikendur byrji að skapa sér stöðu á greiðslumarkaðnum eftir að PSD2 tekur gildi. Út frá þessum tveimur víddum má sjá fyrir sér fjórar sviðsmyndir: Óbreyttur markaður þar sem núverandi leikendur, bankar og færsluhirðar, verða áfram allsráðandi í veitingu greiðsluþjónustu. Opinn innlendur markaður þar sem nýir innlendir leikendur, sprotafyrirtæki, fjarskiptafyrirtæki eða jafnvel verslunarkeðjur byrja að marka sér stöðu á markaðnum. Opinn alþjóðlegur markaður þar sem erlend fjártæknifyrirtæki, tæknifyrirtæki og netverslanir byrja að bjóða greiðsluþjónustu hér á landi. Stórir alþjóðlegir bankar verða allsráðandi á markaði hér á landi sem erlendis.Með tilkomu PSD2 er líklegt að nýir leikendur á íslenska greiðslumarkaðnum verði til að byrja með fyrst og fremst innlendir. Íslensk sprotafyrirtæki, fjarskiptafyrirtæki og verslunarkeðjur munu eflaust prófa sig áfram með nýstárlegar PSD2 tengdar þjónustur. Mjög fljótlega er hins vegar líklegt að erlend stórfyrirtæki byrji einnig að bjóða þjónustu sína á Íslandi. Til langtíma stendur íslenskum fjármálafyrirtækjum mun meiri ógn af erlendum stórfyrirtækjum á borð við Amazon Pay, PayPal, AliPay eða Apple Pay en nýjum innlendum samkeppnisaðilum. Tæknirisarnir eru sérfræðingar í að nýta gögn og ljóst að þau munu nýta fjárhagsgögn sem PSD2 veitir aðgengi að til að samtvinna við gnótt annarra gagna sem þau búa yfir til að selja aðra þjónustu til neytenda og fyrirtækja. Færa má þó rök fyrir því að PSD2 og ný reglugerð um persónuvernd jafni í raun samkeppnisstöðu fjármálafyrirtækja gagnvart netrisunum, enda munu þessi fyrirtæki einnig þurfa að opna sýnar gagnalindir fyrir fjármálafyrirtækjunum hafi þau aflað samþykkis viðkomandi viðskiptavinar. Í næsta pistli verður einmitt fjallað um PSD2, nýja reglugerð um persónuvernd og aðgengi þriðja aðila að fjárhagsgögnum. Lengri útgáfu af greininni er að finna á rb.is.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Markaðir Skoðun Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Á næsta ári taka gildi innan ESB ný lög um greiðsluþjónustu (e. PSD2) sem eru nokkuð byltingarkennd. Með tilkomu PSD2 er verið að greina á milli framleiðslu og dreifingar fjármálaþjónustu. Í raun er verið að opna markaðinn með svipuðu móti og gert var með fjarskiptamarkaðinn á tíunda áratug síðustu aldar. Opnun fjarskiptamarkaðarins hafði gríðarleg áhrif á vöruframboð og verð fjarskiptaþjónustu innan Evrópu. Þannig minnkaði markaðshlutdeild gömlu ríkisreknu símafyrirtækjanna víðast hvar um helming eða meira og einingarverð að meðaltali um meira en 60%. Það væri hins vegar óráðlegt að heimfæra þróunina af fjarskiptamarkaði 100% yfir á fjármálamarkaðinn þar sem mun meiri samkeppni hefur ríkt á fjármálamarkaði en var við opnun fjarskiptamarkaðarins og sölu ríkissímafyrirtækja til einkaaðila. Sérfræðingar spá því þó að breytingin verði mikil. Þannig eigi leikendum í greiðslumiðlun eftir að fjölga og þeir muni byggja viðskiptamódel sín á allt öðrum tekjugrunni en bankar og kortafyrirtæki gera í dag. Í stað þess að treysta á tekjur af færslugjöldum, árgjöldum, kortalánum og yfirdráttarvöxtum munu hinir nýju leikendur líklega byggja viðskiptamódel sín á vinnslu og notkun gagna (t.d. auglýsingar sem birtast með reikningsyfirlitum). Því má búast við að færslu- og þóknunargjöld banka verði undir þrýstingi á komandi árum og hafa sérfræðingar spáð því að þau gætu lækkað frá 40% upp í 80%, en þessar tekjur eru um 20-25% af tekjum viðskiptabanka innan Evrópu.Fjórar sviðsmyndir Ef við spyrjum okkur hverjir nýju leikendurnir á fjármálamarkaðnum gætu orðið, þá er gott við skoða það út frá tveimur víddum. Í fyrsta lagi, hvort leikendur á markaðnum verði fyrst og fremst innlendir aðilar eða hvort markaðurinn einkennist í auknum mæli af því að til sé að verða einn sameiginlegur markaður fyrir greiðsluþjónustu innan EES. Í öðru lagi hvort leikendur á markaði verði áfram fyrst og fremst hefðbundin fjármálafyrirtæki eða hvort nýir leikendur byrji að skapa sér stöðu á greiðslumarkaðnum eftir að PSD2 tekur gildi. Út frá þessum tveimur víddum má sjá fyrir sér fjórar sviðsmyndir: Óbreyttur markaður þar sem núverandi leikendur, bankar og færsluhirðar, verða áfram allsráðandi í veitingu greiðsluþjónustu. Opinn innlendur markaður þar sem nýir innlendir leikendur, sprotafyrirtæki, fjarskiptafyrirtæki eða jafnvel verslunarkeðjur byrja að marka sér stöðu á markaðnum. Opinn alþjóðlegur markaður þar sem erlend fjártæknifyrirtæki, tæknifyrirtæki og netverslanir byrja að bjóða greiðsluþjónustu hér á landi. Stórir alþjóðlegir bankar verða allsráðandi á markaði hér á landi sem erlendis.Með tilkomu PSD2 er líklegt að nýir leikendur á íslenska greiðslumarkaðnum verði til að byrja með fyrst og fremst innlendir. Íslensk sprotafyrirtæki, fjarskiptafyrirtæki og verslunarkeðjur munu eflaust prófa sig áfram með nýstárlegar PSD2 tengdar þjónustur. Mjög fljótlega er hins vegar líklegt að erlend stórfyrirtæki byrji einnig að bjóða þjónustu sína á Íslandi. Til langtíma stendur íslenskum fjármálafyrirtækjum mun meiri ógn af erlendum stórfyrirtækjum á borð við Amazon Pay, PayPal, AliPay eða Apple Pay en nýjum innlendum samkeppnisaðilum. Tæknirisarnir eru sérfræðingar í að nýta gögn og ljóst að þau munu nýta fjárhagsgögn sem PSD2 veitir aðgengi að til að samtvinna við gnótt annarra gagna sem þau búa yfir til að selja aðra þjónustu til neytenda og fyrirtækja. Færa má þó rök fyrir því að PSD2 og ný reglugerð um persónuvernd jafni í raun samkeppnisstöðu fjármálafyrirtækja gagnvart netrisunum, enda munu þessi fyrirtæki einnig þurfa að opna sýnar gagnalindir fyrir fjármálafyrirtækjunum hafi þau aflað samþykkis viðkomandi viðskiptavinar. Í næsta pistli verður einmitt fjallað um PSD2, nýja reglugerð um persónuvernd og aðgengi þriðja aðila að fjárhagsgögnum. Lengri útgáfu af greininni er að finna á rb.is.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun