Vígahnöttur vakti athygli: Bjartari en Venus Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 12. september 2017 23:53 Eins og sjá má á þessum skjáskotum var vígahnötturinn bjartur og áberandi. Margir urðu vitni að vígahnetti á himninum á ellefta tímanum í kvöld án þess þó að vita að um vígahnött væri að ræða. Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins, birti aðsent myndband af þessu á Facebook á tólfta tímanum í kvöld. „Af myndböndunum að dæma hefur þetta verið vígahnöttur,“ segir Sævar Helgi í samtali við Vísi. „Vígahnettir eru loftsteinahröp sem geta orðið mjög björt og áberandi,“ útskýrir Sævar en hann varð sjálfur ekki vitni að þessu þar sem hann var sofnaður. Hann var vakinn eftir að fólk byrjaði að spyrjast fyrir um vígahnöttinn.Var sjálfur sofandi „Ég var nú farinn að sofa en maður fer ekki að sofa alveg strax á meðan eitthvað er að berast. Það er algjört klúður að hafa ekki verið úti sjálfur og vita allt um þetta.“ Við myndbandið skrifaði Sævar Helgi að steinninn hafi verið skærari en Venus og hafi svo sundrast áður en hann hvarf. Hann hafi því sennilega brunnið upp. „Stjarnan á myndinni er líklegast Kapella og hún sýnir að steinninn sást á norðausturhimni.” Sævar Helgi biður alla sem náðu myndum eða myndböndum af vígahnettinum að senda það á Facebook-síðu Stjörnufræðivefsins eða á netfangið stjornufraedi@stjornufraedi.is.Óskar eftir myndum og myndböndum „Við myndum gjarnan vilja sjá þetta til þess að geta fundið sem mest út um steininn, bæði stefnu og hraða og jafnvel þá stærð líka eða hvar hann hefur fallið.“ Sævar Helgi biður fólk jafnframt að senda upplýsingar um staðsetningu sína þegar það tók myndina eða myndbandið. Leifur Fannar Snorrason tók myndbandið sem sjá má hér fyrir neðan en hann sendi Sævari Helga það og spurðist fyrir um þennan stein. Vísindi Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Fleiri fréttir Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Sjá meira
Margir urðu vitni að vígahnetti á himninum á ellefta tímanum í kvöld án þess þó að vita að um vígahnött væri að ræða. Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins, birti aðsent myndband af þessu á Facebook á tólfta tímanum í kvöld. „Af myndböndunum að dæma hefur þetta verið vígahnöttur,“ segir Sævar Helgi í samtali við Vísi. „Vígahnettir eru loftsteinahröp sem geta orðið mjög björt og áberandi,“ útskýrir Sævar en hann varð sjálfur ekki vitni að þessu þar sem hann var sofnaður. Hann var vakinn eftir að fólk byrjaði að spyrjast fyrir um vígahnöttinn.Var sjálfur sofandi „Ég var nú farinn að sofa en maður fer ekki að sofa alveg strax á meðan eitthvað er að berast. Það er algjört klúður að hafa ekki verið úti sjálfur og vita allt um þetta.“ Við myndbandið skrifaði Sævar Helgi að steinninn hafi verið skærari en Venus og hafi svo sundrast áður en hann hvarf. Hann hafi því sennilega brunnið upp. „Stjarnan á myndinni er líklegast Kapella og hún sýnir að steinninn sást á norðausturhimni.” Sævar Helgi biður alla sem náðu myndum eða myndböndum af vígahnettinum að senda það á Facebook-síðu Stjörnufræðivefsins eða á netfangið stjornufraedi@stjornufraedi.is.Óskar eftir myndum og myndböndum „Við myndum gjarnan vilja sjá þetta til þess að geta fundið sem mest út um steininn, bæði stefnu og hraða og jafnvel þá stærð líka eða hvar hann hefur fallið.“ Sævar Helgi biður fólk jafnframt að senda upplýsingar um staðsetningu sína þegar það tók myndina eða myndbandið. Leifur Fannar Snorrason tók myndbandið sem sjá má hér fyrir neðan en hann sendi Sævari Helga það og spurðist fyrir um þennan stein.
Vísindi Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Fleiri fréttir Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Sjá meira