Lambakjöt í nýjum búningi Icelandic Lamb kynnir 13. september 2017 09:45 ,,Með þessari vörulínu viljum við stuðla að því að lamb verði oftar á borðum hversdags og einnig hvetja til aukinnar vöruþróunar í framsetningu lambakjöts,“ segir Hafliði Halldórsson, verkefnastjóri hjá Icelandic Lamb. MYND/STEFÁN Í kjölfar mikillar fjölgunar erlendra ferðamanna á Íslandi hefur þörfin fyrir aðgengilegar umbúðir með alþjóðlegu yfirbragði fyrir íslenskt lambakjöt í verslunum hérlendis orðið aðkallandi. Icelandic Lamb hefur nú í samvinnu við Krónuna, Kjarval og Norðlenska brugðist við og sett á markað nýja vörulínu með umbúðum á ensku. Þetta er í fyrsta sinn sem íslenskt lambakjöt er markaðssett til erlendra ferðamanna með þessum hætti hérlendis. Á umbúðum vörulínunnar má finna uppskriftir að einföldum og fljótlegum réttum og miðast hráefnaúrvalið við algengt úrval í matvöruverslunum hér á landi segir Hafliði Halldórsson, verkefnastjóri hjá Icelandic Lamb. „Að mínu viti er lamb oftast hversdagsmatur og við viljum ekki flækja hlutina um of hér. Með þessari vörulínu viljum við stuðla að því að lamb verði oftar á borðum hversdags og einnig hvetja til aukinnar vöruþróunar í framsetningu lambakjöts.“ Nýja vörulínan kemur í fallegum umbúðum. Fimm vörur Í fyrstu er boðið upp á fimm vörur sem allar eru unnar úr stórum lærum segir Hafliði. „Fyrst má nefna heilan innralærisvöðva sem er u.þ.b. 400 grömm. Vöðvinn er ætlaður til heilsteikingar í ofni eða á grilli og tekur allt að 30 mínútum í eldun. Þessi vara passar fyrir tvo fullorðna einstaklinga og hentar vel þegar fólk hefur rýmri tíma til undirbúnings. Hinar vörurnar eru allar u.þ.b. 200 g í pakka og þurfa eingöngu 5 mínútur eða skemmri eldunartíma: Lambasteikur, sem eru þunnar sneiðar sem henta t.d. í snöggsteikingu með steikarmeðlæti og sósum, mjaðmasteikur sem henta vel á grillið og í pönnusteikingu, lambamedalíur sem passa sem minni steikur og loks strimlar eða „stir fry“ sem eru sérlega góðir í alla fljóteldaða pönnurétti, til dæmis austurlenska wok-rétti sem taka 2-3 mínútur í eldun.“ Líka fyrir heimamenn Þótt vörurnar séu tilkomnar vegna fjölgunar ferðamanna eru þær ekki síður stílaðar inn á Íslendinga, segir Hafliði. „Við stílum vörulínuna inn á báða hópana og vonum að Íslendingar taki líka vel í hana. Hún er hins vegar merkt á ensku í takt við eftirspurn eftir vel merktum matvörum á ensku í verslunum og algjörlega í samræmi við markmið verkefnisins sem er að auka sölu á lambakjöti til erlendra ferðamanna.“ Hann bendir á að Vesturlandabúar, þ.m.t. Íslendingar, versli inn nánast daglega og í körfuna rati í vaxandi mæli vörur sem eru ófrosnar, fljóteldaðar og einfaldar í notkun með leiðbeiningum eða uppskriftum. „Þá er fjöldi heimila með einum eða tveimur einstaklingum sívaxandi og þessi hópur vill geta keypt smærri einingar og í leiðinni forðast matarsóun með kaupum á óþarflega stórum einingum.“ ,,Okkar niðurstaða er sú að lambakjöt eigi mikið inni í vöruþróun, hafi setið eftir gagnvart öðrum kjöttegundum undanfarin ár," segir Hafliði.MYND/STEFÁN Við þróun vörulínunnar voru markaðsaðstæður kannaðar og þróun í neysluhegðun skoðuð segir Hafliði. „Við settum einnig saman hóp sérfræðinga um kjötskurð, matreiðslu og sölu til ráðgjafar um hvert skyldi stefnt. Okkar niðurstaða er sú að lambakjöt eigi mikið inni í vöruþróun, hafi setið eftir gagnvart öðrum kjöttegundum undanfarin ár og þetta verkefni var í kjölfarið þróað af okkur hjá Icelandic Lamb. Vöruþróunin hefur ef til vill ekki síst setið eftir varðandi hvernig fólk kaupir inn og hvernig fjölskyldur hafa minnkað. Nýja vörulínan er partur af endurkortlagningu dilksins til að auka vöruúrval og verðmæti íslensks lambakjöts.“ Verðlaunað markaðsefni Ef þetta verkefni Icelandic Lamb lukkast vel gæti næsta skref verið að setja fullunna vöru sem þessa í útflutning. „Hins vegar er útflutningur á frosnu lambakjöti þegar í gangi á ákveðna markaði á vegum sláturleyfishafa. Okkar áherslur snúa að því að hlúa sérstaklega að þeim mörkuðum sem eru vel borgandi en við erum til ráðgjafar við seljendur og kaupendur í því ferli og gefum leyfi til notkunar á vörumerki okkar og markaðsefni á ákveðnum mörkuðum að uppfylltum skilyrðum.Markaðsefni okkar hefur fengið verðlaun Félags íslenskra auglýsingateiknara 2016, tilnefningu til verðlauna „Arts Directors Club of Europe“ 2016 og tilnefningu til norrænna Emblu-matarverðlauna 2017.“ Lamb „stir fry“ með spínati, kirsuberjatómötum og mango chutney Uppskriftin er fyrir 1 og eldunartími er einungis 3 mínútur.1 pakki Lamb Stir-Fry¼ rauðlaukur, sneiddur5 kirsuberjatómatar, skornir í tvennt2 msk. ólífuolía1 msk. mango chutneySpínat Steikið kjötið á háum hita í 2 mín. Bætið mango chutney í og hrærið saman, bætið rauðlauk og tómötunum við og eldið í 1 mín. til viðbótar. Kryddið til og berið fram með góðu spínati. Lambakjöt Uppskriftir Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Hvernig verður steypa græn? Land Cruiser 250: Frumsýning á laugardag Jólagjöf sem hefur slegið í gegn - Dineout gjafabréf Krafturinn keyrir alla skynsemi á kaf - Polestar 4 reynsluakstur Á Hrafnistu vinna öll að sama markmiði Slepptu biðröðinni og bókaðu dekkjaskiptin á nesdekk.is Hvað gefa vinnustaðir í jólagjöf? Fyrirtækjagjafir á Vísi Met mæting í Klinkuboð Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Októberfest í Bílheimum á laugardaginn Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Sjá meira
Í kjölfar mikillar fjölgunar erlendra ferðamanna á Íslandi hefur þörfin fyrir aðgengilegar umbúðir með alþjóðlegu yfirbragði fyrir íslenskt lambakjöt í verslunum hérlendis orðið aðkallandi. Icelandic Lamb hefur nú í samvinnu við Krónuna, Kjarval og Norðlenska brugðist við og sett á markað nýja vörulínu með umbúðum á ensku. Þetta er í fyrsta sinn sem íslenskt lambakjöt er markaðssett til erlendra ferðamanna með þessum hætti hérlendis. Á umbúðum vörulínunnar má finna uppskriftir að einföldum og fljótlegum réttum og miðast hráefnaúrvalið við algengt úrval í matvöruverslunum hér á landi segir Hafliði Halldórsson, verkefnastjóri hjá Icelandic Lamb. „Að mínu viti er lamb oftast hversdagsmatur og við viljum ekki flækja hlutina um of hér. Með þessari vörulínu viljum við stuðla að því að lamb verði oftar á borðum hversdags og einnig hvetja til aukinnar vöruþróunar í framsetningu lambakjöts.“ Nýja vörulínan kemur í fallegum umbúðum. Fimm vörur Í fyrstu er boðið upp á fimm vörur sem allar eru unnar úr stórum lærum segir Hafliði. „Fyrst má nefna heilan innralærisvöðva sem er u.þ.b. 400 grömm. Vöðvinn er ætlaður til heilsteikingar í ofni eða á grilli og tekur allt að 30 mínútum í eldun. Þessi vara passar fyrir tvo fullorðna einstaklinga og hentar vel þegar fólk hefur rýmri tíma til undirbúnings. Hinar vörurnar eru allar u.þ.b. 200 g í pakka og þurfa eingöngu 5 mínútur eða skemmri eldunartíma: Lambasteikur, sem eru þunnar sneiðar sem henta t.d. í snöggsteikingu með steikarmeðlæti og sósum, mjaðmasteikur sem henta vel á grillið og í pönnusteikingu, lambamedalíur sem passa sem minni steikur og loks strimlar eða „stir fry“ sem eru sérlega góðir í alla fljóteldaða pönnurétti, til dæmis austurlenska wok-rétti sem taka 2-3 mínútur í eldun.“ Líka fyrir heimamenn Þótt vörurnar séu tilkomnar vegna fjölgunar ferðamanna eru þær ekki síður stílaðar inn á Íslendinga, segir Hafliði. „Við stílum vörulínuna inn á báða hópana og vonum að Íslendingar taki líka vel í hana. Hún er hins vegar merkt á ensku í takt við eftirspurn eftir vel merktum matvörum á ensku í verslunum og algjörlega í samræmi við markmið verkefnisins sem er að auka sölu á lambakjöti til erlendra ferðamanna.“ Hann bendir á að Vesturlandabúar, þ.m.t. Íslendingar, versli inn nánast daglega og í körfuna rati í vaxandi mæli vörur sem eru ófrosnar, fljóteldaðar og einfaldar í notkun með leiðbeiningum eða uppskriftum. „Þá er fjöldi heimila með einum eða tveimur einstaklingum sívaxandi og þessi hópur vill geta keypt smærri einingar og í leiðinni forðast matarsóun með kaupum á óþarflega stórum einingum.“ ,,Okkar niðurstaða er sú að lambakjöt eigi mikið inni í vöruþróun, hafi setið eftir gagnvart öðrum kjöttegundum undanfarin ár," segir Hafliði.MYND/STEFÁN Við þróun vörulínunnar voru markaðsaðstæður kannaðar og þróun í neysluhegðun skoðuð segir Hafliði. „Við settum einnig saman hóp sérfræðinga um kjötskurð, matreiðslu og sölu til ráðgjafar um hvert skyldi stefnt. Okkar niðurstaða er sú að lambakjöt eigi mikið inni í vöruþróun, hafi setið eftir gagnvart öðrum kjöttegundum undanfarin ár og þetta verkefni var í kjölfarið þróað af okkur hjá Icelandic Lamb. Vöruþróunin hefur ef til vill ekki síst setið eftir varðandi hvernig fólk kaupir inn og hvernig fjölskyldur hafa minnkað. Nýja vörulínan er partur af endurkortlagningu dilksins til að auka vöruúrval og verðmæti íslensks lambakjöts.“ Verðlaunað markaðsefni Ef þetta verkefni Icelandic Lamb lukkast vel gæti næsta skref verið að setja fullunna vöru sem þessa í útflutning. „Hins vegar er útflutningur á frosnu lambakjöti þegar í gangi á ákveðna markaði á vegum sláturleyfishafa. Okkar áherslur snúa að því að hlúa sérstaklega að þeim mörkuðum sem eru vel borgandi en við erum til ráðgjafar við seljendur og kaupendur í því ferli og gefum leyfi til notkunar á vörumerki okkar og markaðsefni á ákveðnum mörkuðum að uppfylltum skilyrðum.Markaðsefni okkar hefur fengið verðlaun Félags íslenskra auglýsingateiknara 2016, tilnefningu til verðlauna „Arts Directors Club of Europe“ 2016 og tilnefningu til norrænna Emblu-matarverðlauna 2017.“ Lamb „stir fry“ með spínati, kirsuberjatómötum og mango chutney Uppskriftin er fyrir 1 og eldunartími er einungis 3 mínútur.1 pakki Lamb Stir-Fry¼ rauðlaukur, sneiddur5 kirsuberjatómatar, skornir í tvennt2 msk. ólífuolía1 msk. mango chutneySpínat Steikið kjötið á háum hita í 2 mín. Bætið mango chutney í og hrærið saman, bætið rauðlauk og tómötunum við og eldið í 1 mín. til viðbótar. Kryddið til og berið fram með góðu spínati.
Lambakjöt Uppskriftir Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Hvernig verður steypa græn? Land Cruiser 250: Frumsýning á laugardag Jólagjöf sem hefur slegið í gegn - Dineout gjafabréf Krafturinn keyrir alla skynsemi á kaf - Polestar 4 reynsluakstur Á Hrafnistu vinna öll að sama markmiði Slepptu biðröðinni og bókaðu dekkjaskiptin á nesdekk.is Hvað gefa vinnustaðir í jólagjöf? Fyrirtækjagjafir á Vísi Met mæting í Klinkuboð Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Októberfest í Bílheimum á laugardaginn Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Sjá meira