Afkoma byssuframleiðanda versnar eftir kjör Trump 13. september 2017 10:56 Samtök byssueigenda í Bandaríkjunum hafa alið á ótta fólks við að stjórnmálamenn ætli að svipta þá réttindum til að bera vopn. Það hefur verið talið kynda undir skotvopnasölu. Vísir/AFP Tekjur eins stærsta byssuframleiðanda Bandaríkjanna hafa dregist saman um tæpan helming á síðasta ársfjórðungi borið saman við sama tímabil í fyrra. Ástæðan gæti tengst kjöri Donalds Trump sem forseta. American Outdoor Brands, sem áður hét Smith og Wesson, hefur greint frá því að sala þess á skotvopnum dróst saman um tæplega hundrað milljónir dollara á síðasta ársfjórðungi borið saman við sama fjórðung í fyrra. Í umfjöllun The Guardian kemur fram að byssumarkaðurinn í Bandaríkjunum bregst gjarnan við öfugsnúnum hvötum. Þegar forseti sem vill herða vopnalöggjöfina eins og Barack Obama er við völd kemur kippur í byssusöluna, að því er virðist vegna þess að byssueigendur óttast að missa skotvopnin. Þegar forseti sem er andsnúinn hertum reglum eins og Trump er við völd er sá hvati ekki lengur til staðar. Þannig var Obama kallaður „besti byssusölumaður í heimi“ en nú er talað um „Trump-hrunið“.Keyptu yfir sig þegar Obama var forsetiFrá því að Trump tók við völdum í janúar hafa hlutabréf vopnaframleiðanda tekið dýfu og sala á skotvopnum og fylgihlutum þeirra hefur dregist saman. „Sú staðreynd að allir töldu Obama vera andsnúinn byssum og að hann vildi taka rétt þinn til byssueignar af þér fékk alla til að kaupa, kaupa, kaupa þangað til allir voru komnir með meira en nóg,“ sagði Jeremiah Blasi, markaðsstjóri Mid America Armament, lítils vopnaframleiðanda í oklahoma, í síðasta mánuði. Þrátt fyrir þessar nýjustu afkomutölur lepja vopnaframleiðendur tæplega dauðann úr skel. Þó að árið í ár komi verr út en 2016 er salan engu að síður mikil í sögulegu samhengi. Mike Bazinet, talsmaður Skotíþróttasjóðs Bandaríkjanna, segir að árið 2017 stefni í að vera annað eða þriðja söluhæsta árið frá því að bandarísk stjórnvöld byrjuðu að gera bakgrunnsathuganir á byssukaupendum. Donald Trump Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Fleiri fréttir Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Sjá meira
Tekjur eins stærsta byssuframleiðanda Bandaríkjanna hafa dregist saman um tæpan helming á síðasta ársfjórðungi borið saman við sama tímabil í fyrra. Ástæðan gæti tengst kjöri Donalds Trump sem forseta. American Outdoor Brands, sem áður hét Smith og Wesson, hefur greint frá því að sala þess á skotvopnum dróst saman um tæplega hundrað milljónir dollara á síðasta ársfjórðungi borið saman við sama fjórðung í fyrra. Í umfjöllun The Guardian kemur fram að byssumarkaðurinn í Bandaríkjunum bregst gjarnan við öfugsnúnum hvötum. Þegar forseti sem vill herða vopnalöggjöfina eins og Barack Obama er við völd kemur kippur í byssusöluna, að því er virðist vegna þess að byssueigendur óttast að missa skotvopnin. Þegar forseti sem er andsnúinn hertum reglum eins og Trump er við völd er sá hvati ekki lengur til staðar. Þannig var Obama kallaður „besti byssusölumaður í heimi“ en nú er talað um „Trump-hrunið“.Keyptu yfir sig þegar Obama var forsetiFrá því að Trump tók við völdum í janúar hafa hlutabréf vopnaframleiðanda tekið dýfu og sala á skotvopnum og fylgihlutum þeirra hefur dregist saman. „Sú staðreynd að allir töldu Obama vera andsnúinn byssum og að hann vildi taka rétt þinn til byssueignar af þér fékk alla til að kaupa, kaupa, kaupa þangað til allir voru komnir með meira en nóg,“ sagði Jeremiah Blasi, markaðsstjóri Mid America Armament, lítils vopnaframleiðanda í oklahoma, í síðasta mánuði. Þrátt fyrir þessar nýjustu afkomutölur lepja vopnaframleiðendur tæplega dauðann úr skel. Þó að árið í ár komi verr út en 2016 er salan engu að síður mikil í sögulegu samhengi. Mike Bazinet, talsmaður Skotíþróttasjóðs Bandaríkjanna, segir að árið 2017 stefni í að vera annað eða þriðja söluhæsta árið frá því að bandarísk stjórnvöld byrjuðu að gera bakgrunnsathuganir á byssukaupendum.
Donald Trump Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Fleiri fréttir Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Sjá meira