Stóraukið upplýsingaöryggi í nýjum iPhone Hersir Aron Ólafsson skrifar 13. september 2017 20:00 Upplýsingaöryggi mun stóraukast með andlitsskönnum sem nú hafa verið innleiddir í farsíma. Tæknina verður að finna í nýjustu kynslóð iPhone sem hugbúnaðarrisinn Apple kynnti í gær. Forsvarsmenn fyrirtækisins kynntu nokkrar nýjungar á vörukynningu í San Fransisco en langstærsta númer kvöldsins var þó vafalaust farsíminn iPhone X, sérstök viðhafnarútgáfa í tilefni 10 ára afmælis iPhone. Í tækinu má finna ýmsar hefðbundnar uppfærslur á borð við öflugri myndavél og stærri skjá. Stærsta breytingin að mati sérfræðinga er þó andlitsskanninn, sem gerir notendum kleift að komast inn í símann með því einu að horfa á hann. Farsímasérfræðingur Guðmundur Jóhann Arngrímsson segir að tæknin muni gjörbreyta upplýsingaöryggi farsímanotenda. Þannig hefur hún verið þróuð í samvinnu við ýmsa sérfræðinga með það að markmiði að enginn annar en raunverulegur eigandi komist inn. Þá gerir hugbúnaðurinn greinarmun á því hvort um andlit eða grímu sé að ræða. Enn fremur er unnt að nota tæknina þó breytingar verði á útliti notandans, á borð við nýja hárgreiðslu eða skeggvöxt, enda reiknar andlitslesarinn heildarandlitsdrætti út frá 30 þúsund punktum á andlitinu. Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Upplýsingaöryggi mun stóraukast með andlitsskönnum sem nú hafa verið innleiddir í farsíma. Tæknina verður að finna í nýjustu kynslóð iPhone sem hugbúnaðarrisinn Apple kynnti í gær. Forsvarsmenn fyrirtækisins kynntu nokkrar nýjungar á vörukynningu í San Fransisco en langstærsta númer kvöldsins var þó vafalaust farsíminn iPhone X, sérstök viðhafnarútgáfa í tilefni 10 ára afmælis iPhone. Í tækinu má finna ýmsar hefðbundnar uppfærslur á borð við öflugri myndavél og stærri skjá. Stærsta breytingin að mati sérfræðinga er þó andlitsskanninn, sem gerir notendum kleift að komast inn í símann með því einu að horfa á hann. Farsímasérfræðingur Guðmundur Jóhann Arngrímsson segir að tæknin muni gjörbreyta upplýsingaöryggi farsímanotenda. Þannig hefur hún verið þróuð í samvinnu við ýmsa sérfræðinga með það að markmiði að enginn annar en raunverulegur eigandi komist inn. Þá gerir hugbúnaðurinn greinarmun á því hvort um andlit eða grímu sé að ræða. Enn fremur er unnt að nota tæknina þó breytingar verði á útliti notandans, á borð við nýja hárgreiðslu eða skeggvöxt, enda reiknar andlitslesarinn heildarandlitsdrætti út frá 30 þúsund punktum á andlitinu.
Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira