Hafnfirðingar krefjast áframhaldandi framkvæmda við Reykjanesbraut Atli Ísleifsson skrifar 14. september 2017 08:16 Í tilkynningu frá bænum segir að mikil uppsöfnuð þörf sé á verulegum úrbótum við Reykjanesbraut innan Hafnarfjarðar. Vísir/Vilhelm Bæjarstjórn Hafnarfjarðar hefur krafist þess að haldið verði áfram með framkvæmdir við Reykjanesbraut. Ályktun var samþykkt á fundi bæjarstjórnar í gærkvöldi þar sem þess var kröftuglega mótmælt að Reykjanesbrautin virðist hvergi vera að finna í nýkynntu fjárlagafrumvarpi fjármálaráðherra. Í tilkynningu frá bænum segir að mikil uppsöfnuð þörf sé á verulegum úrbótum við Reykjanesbraut innan Hafnarfjarðar. Gríðarleg aukning bílaumferðar á Reykjanesbraut valdi mikilli slysahættu og langar raðir af bílum myndist á álagstímum. „Mjög brýnt er að auka umferðaröryggi vegfarenda og finna leiðir til lausnar á þeim umferðarvanda sem er á Reykjanesbraut innan Hafnarfjarðar. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar ítrekar áskorun sína frá 21. júní sl á alþingismenn kjördæmisins að tryggja að fjármagn fáist á fjárlögum ársins 2018 og árunum þar á eftir til að ljúka framkvæmdum við Reykjanesbraut innan Hafnarfjarðar,“ segir í bókuninni sem var samþykkt einróma.Með hæstu slysatíðni Bent er á að gatnamótin og hringtorgin á kafla frá Kaplakrika að Lækjargötu séu með hæstu slysatíðni á höfuðborgarsvæðinu auk þess sem fjölmörg alvarleg slys hafi orðið á einfalda kafla Reykjanesbrautar frá kirkjugarði suður fyrir Straumsvík. „Krafa er gerð til stjórnvalda að umferðaröryggi sé tryggt á Reykjanesbraut og að íbúar komist með sæmilegu móti til og frá heimilum sínum án þess að þurfa að leggja sig daglega í stórhættu. Á fundinum var einnig samþykkt að haldinn verði íbúafundur þar sem samgöngumál með áherslu á Reykjanesbraut verði rædd. Til fundarins verði boðaðir m.a. samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, vegamálastjóri eða fulltrúar hans, þingmenn kjördæmisins og fleiri sem með málið hafa að gera. Markmið fundarins væri meðal annars að upplýsa almenning um stöðu á samgöngumálum í Hafnarfirði. Kynna tiltækar umferðarspár og skipulag Reykjanesbrautar, Kaldárselsvegar og Ofanbyggðavegar á væntanlegu aðalskipulagi Garðabæjar. Gera grein fyrir viðræðum við Vegagerðina varðandi úrbætur á Reykjanesbraut innan Hafnarfjarðar. Ræða úrbætur vegna tíðra slysa á kafla frá kirkjugarði að tvöfalda/fjórfalda kaflanum sunnan Straumsvíkur og fá áætlun stjórnvalda með áframhaldandi uppbyggingu samgöngumannvirkja í og við Hafnarfjörð,“ segir í tilkynningunni. Fjárlagafrumvarp 2018 Samgöngur Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Erlent Fleiri fréttir Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Sjá meira
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar hefur krafist þess að haldið verði áfram með framkvæmdir við Reykjanesbraut. Ályktun var samþykkt á fundi bæjarstjórnar í gærkvöldi þar sem þess var kröftuglega mótmælt að Reykjanesbrautin virðist hvergi vera að finna í nýkynntu fjárlagafrumvarpi fjármálaráðherra. Í tilkynningu frá bænum segir að mikil uppsöfnuð þörf sé á verulegum úrbótum við Reykjanesbraut innan Hafnarfjarðar. Gríðarleg aukning bílaumferðar á Reykjanesbraut valdi mikilli slysahættu og langar raðir af bílum myndist á álagstímum. „Mjög brýnt er að auka umferðaröryggi vegfarenda og finna leiðir til lausnar á þeim umferðarvanda sem er á Reykjanesbraut innan Hafnarfjarðar. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar ítrekar áskorun sína frá 21. júní sl á alþingismenn kjördæmisins að tryggja að fjármagn fáist á fjárlögum ársins 2018 og árunum þar á eftir til að ljúka framkvæmdum við Reykjanesbraut innan Hafnarfjarðar,“ segir í bókuninni sem var samþykkt einróma.Með hæstu slysatíðni Bent er á að gatnamótin og hringtorgin á kafla frá Kaplakrika að Lækjargötu séu með hæstu slysatíðni á höfuðborgarsvæðinu auk þess sem fjölmörg alvarleg slys hafi orðið á einfalda kafla Reykjanesbrautar frá kirkjugarði suður fyrir Straumsvík. „Krafa er gerð til stjórnvalda að umferðaröryggi sé tryggt á Reykjanesbraut og að íbúar komist með sæmilegu móti til og frá heimilum sínum án þess að þurfa að leggja sig daglega í stórhættu. Á fundinum var einnig samþykkt að haldinn verði íbúafundur þar sem samgöngumál með áherslu á Reykjanesbraut verði rædd. Til fundarins verði boðaðir m.a. samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, vegamálastjóri eða fulltrúar hans, þingmenn kjördæmisins og fleiri sem með málið hafa að gera. Markmið fundarins væri meðal annars að upplýsa almenning um stöðu á samgöngumálum í Hafnarfirði. Kynna tiltækar umferðarspár og skipulag Reykjanesbrautar, Kaldárselsvegar og Ofanbyggðavegar á væntanlegu aðalskipulagi Garðabæjar. Gera grein fyrir viðræðum við Vegagerðina varðandi úrbætur á Reykjanesbraut innan Hafnarfjarðar. Ræða úrbætur vegna tíðra slysa á kafla frá kirkjugarði að tvöfalda/fjórfalda kaflanum sunnan Straumsvíkur og fá áætlun stjórnvalda með áframhaldandi uppbyggingu samgöngumannvirkja í og við Hafnarfjörð,“ segir í tilkynningunni.
Fjárlagafrumvarp 2018 Samgöngur Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Erlent Fleiri fréttir Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Sjá meira