Starbury vill enda ferillinn í NBA 40 ára gamall Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. september 2017 23:00 Stephon Marbury. Vísir/Getty Bandaríski körfuboltamaðurinn Stephon Marbury hrökklaðist úr NBA-deildinni fyrir átta árum síðan en hefur síðan slegið gegn í Kína. Marbury lék í NBA-deildinni í þrettán ár en hefur ekki spilað þar síðan tímabilið 2008-09. Nú vill hann hinsvegar fá annað tækifæri og það þrátt fyrir að vera orðinn fertugur. Stephon Marbury hóf herferð sína fyrir endurkomu í NBA á samfélagsmiðlinum Instagram og þar var ekki að heyra annað en hann væri fullviss um það að eitthvert NBA-liðanna myndi gefa honum tækifæri. Stephon Marbury er í miðju tímabili með Beijing Fly Dragons í Kína en því líkur ekki fyrr en í lok febrúar eða í mars. Marbury hefur óskað eftir að fá að spila þá síðustu mánuðina á NBA-tímabilinu. Hann ætlar síðan að leggja skóna upp á hillu í sumar. „Ég hef talað við lið. Þetta er allt á frumstigi en ég er opinn fyrir því að koma aftur og taka að mér leiðtogahlutverk,“ sagði Stephon Marbury í viðtali við Associated Press. New York Post segir frá. Stephon Marbury lék í NBA frá 1996 til 2009 og var með 19,3 stig og 7,6 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hann lék með Timberwolves, Nets, Suns, Knicks og Celtics. Undanfarin níu ár hefur hann spilað í Kína og hefur þrisvar sinnum orðið kínverskur meistari með Beijing Ducks. Stephon Marbury var kannski þekktastur fyrir stjörnustæla sína og margir hafa viljað kallað hann „Starbury“. Hann hefur staðið undir því nafni inn á vellinum í Kína. Hvort að hann geti snúið til baka fertugur og spilað við bestu körfuboltamenn heims í NBA er hinsvegar önnur saga. Marbury hefur í það minnsta vakið mikla athygli á sér í bandarísku pressunni. NBA Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Handbolti Fleiri fréttir „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Sjá meira
Bandaríski körfuboltamaðurinn Stephon Marbury hrökklaðist úr NBA-deildinni fyrir átta árum síðan en hefur síðan slegið gegn í Kína. Marbury lék í NBA-deildinni í þrettán ár en hefur ekki spilað þar síðan tímabilið 2008-09. Nú vill hann hinsvegar fá annað tækifæri og það þrátt fyrir að vera orðinn fertugur. Stephon Marbury hóf herferð sína fyrir endurkomu í NBA á samfélagsmiðlinum Instagram og þar var ekki að heyra annað en hann væri fullviss um það að eitthvert NBA-liðanna myndi gefa honum tækifæri. Stephon Marbury er í miðju tímabili með Beijing Fly Dragons í Kína en því líkur ekki fyrr en í lok febrúar eða í mars. Marbury hefur óskað eftir að fá að spila þá síðustu mánuðina á NBA-tímabilinu. Hann ætlar síðan að leggja skóna upp á hillu í sumar. „Ég hef talað við lið. Þetta er allt á frumstigi en ég er opinn fyrir því að koma aftur og taka að mér leiðtogahlutverk,“ sagði Stephon Marbury í viðtali við Associated Press. New York Post segir frá. Stephon Marbury lék í NBA frá 1996 til 2009 og var með 19,3 stig og 7,6 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hann lék með Timberwolves, Nets, Suns, Knicks og Celtics. Undanfarin níu ár hefur hann spilað í Kína og hefur þrisvar sinnum orðið kínverskur meistari með Beijing Ducks. Stephon Marbury var kannski þekktastur fyrir stjörnustæla sína og margir hafa viljað kallað hann „Starbury“. Hann hefur staðið undir því nafni inn á vellinum í Kína. Hvort að hann geti snúið til baka fertugur og spilað við bestu körfuboltamenn heims í NBA er hinsvegar önnur saga. Marbury hefur í það minnsta vakið mikla athygli á sér í bandarísku pressunni.
NBA Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Handbolti Fleiri fréttir „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti