Slóvenar burstuðu Spánverja og eru komnir í úrslitaleikinn í fyrsta sinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. september 2017 20:16 Goran Dragić og Luka Doncic fagna í kvöld. Vísir/EPA Óvænt úrslit urðu í Evrópukeppni karla í körfubolta í kvöld þegar spútniklið Slóvena hélt áfram sigurgöngu sinni og kom í veg fyrir að Evrópumeistarar Spánverja spili til úrslita í ár. Slóvenarnir unnu ekki aðeins ríkjandi meistara heldur burstuðu þá. Slóvenar tryggðu sér sæti í úrslitaleiknum með tuttugu stiga stórsigri á Spáni, 92-72, en bæði liðin voru búin að vinna fyrstu sjö leiki sína á mótinu. Þetta er í fyrsta sinn sem Slóvenía kemst í úrslitaleik Evrópukeppninnar en liðið hafði einu sinni áður komist í undanúrslit og endaði þá í fjórða sæti (2009). Spánverjar eru hinsvegar ríkjandi Evrópumeistarar og höfðu unnið Evrópumeistaratitilinn þrisvar sinnum í síðustu fjórum mótum. Það bjuggust flestir við að þær færu alla leið í ár en þeir komust ekki framhjá hinu frábæra liði Slóvena. NBA-leikmaðurinn Goran Dragić skoraði 15 stig, tók 6 fráköst og gaf 5 stoðsendingar fyrir Slóveníu í kvöld en hann fékk líka mikla hjálp frá liðsfélögum sínum. Anthony Randolph var með 15 stig og hinn átján ára gamli Luka Doncic skoraði 11 stig, tók 12 fráköst og gaf 8 stoðsendingar í kvöld. Þá skoraði Klemen Prepelic 13 stig og Gasper Vidmar var með 12 stig. NBA-leikmennirnir hjá spænska landsliðinu, Pau Gasol (16 stig), Marc Gasol (12 stig) og Ricky Rubio (13 stig) voru atkvæðamestir Slóvenar mæta annaðhvort Rússlandi eða Serbíu í úrslitaleiknum á sunnudaginn en seinni undanúrslitaleikurinn fer fram annað kvöld. Slóvenar voru komnir sex stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann, 25-19, og voru síðan fjórum stigum yfir í hálfleik, 49-45. Frábær þriðji leikhluti, sem slóvenska liðið vann 24-12, kom liðinu í sextán stiga forystu fyrri lokaleikhlutann, 73-57. Slóvenar komust nítján stigum yfir, 76-57, í upphafi fjórða leikhlutans og voru síðan 21 stigi yfir, 83-62, þegar sex mínútur voru eftir. Spánverjar náðu aðeins að laga stöðuna en það stóð ekki lengi yfir því Slóvenarnir gáfu aftur í og kláruðu leikinn sannfærandi. EM 2017 í Finnlandi Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Antony á leið til Betis Enski boltinn HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Fleiri fréttir Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Sjá meira
Óvænt úrslit urðu í Evrópukeppni karla í körfubolta í kvöld þegar spútniklið Slóvena hélt áfram sigurgöngu sinni og kom í veg fyrir að Evrópumeistarar Spánverja spili til úrslita í ár. Slóvenarnir unnu ekki aðeins ríkjandi meistara heldur burstuðu þá. Slóvenar tryggðu sér sæti í úrslitaleiknum með tuttugu stiga stórsigri á Spáni, 92-72, en bæði liðin voru búin að vinna fyrstu sjö leiki sína á mótinu. Þetta er í fyrsta sinn sem Slóvenía kemst í úrslitaleik Evrópukeppninnar en liðið hafði einu sinni áður komist í undanúrslit og endaði þá í fjórða sæti (2009). Spánverjar eru hinsvegar ríkjandi Evrópumeistarar og höfðu unnið Evrópumeistaratitilinn þrisvar sinnum í síðustu fjórum mótum. Það bjuggust flestir við að þær færu alla leið í ár en þeir komust ekki framhjá hinu frábæra liði Slóvena. NBA-leikmaðurinn Goran Dragić skoraði 15 stig, tók 6 fráköst og gaf 5 stoðsendingar fyrir Slóveníu í kvöld en hann fékk líka mikla hjálp frá liðsfélögum sínum. Anthony Randolph var með 15 stig og hinn átján ára gamli Luka Doncic skoraði 11 stig, tók 12 fráköst og gaf 8 stoðsendingar í kvöld. Þá skoraði Klemen Prepelic 13 stig og Gasper Vidmar var með 12 stig. NBA-leikmennirnir hjá spænska landsliðinu, Pau Gasol (16 stig), Marc Gasol (12 stig) og Ricky Rubio (13 stig) voru atkvæðamestir Slóvenar mæta annaðhvort Rússlandi eða Serbíu í úrslitaleiknum á sunnudaginn en seinni undanúrslitaleikurinn fer fram annað kvöld. Slóvenar voru komnir sex stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann, 25-19, og voru síðan fjórum stigum yfir í hálfleik, 49-45. Frábær þriðji leikhluti, sem slóvenska liðið vann 24-12, kom liðinu í sextán stiga forystu fyrri lokaleikhlutann, 73-57. Slóvenar komust nítján stigum yfir, 76-57, í upphafi fjórða leikhlutans og voru síðan 21 stigi yfir, 83-62, þegar sex mínútur voru eftir. Spánverjar náðu aðeins að laga stöðuna en það stóð ekki lengi yfir því Slóvenarnir gáfu aftur í og kláruðu leikinn sannfærandi.
EM 2017 í Finnlandi Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Antony á leið til Betis Enski boltinn HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Fleiri fréttir Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Sjá meira