111 sm hængur úr Laxá í gær Karl Lúðvíksson skrifar 17. september 2017 09:20 Árni Pétur með 111 sm laxinn sem hann tók í gærkvöldi Mynd: Laxá Nesi FB Nessvæðið í Laxá í Aðaldal hefur gefið töluvert af 100 sm löxum í sumar og tíminn þessa dagana er einmitt talinn sá besti fyrir stóru hængana. Í gærkvöldi bar heldur betur til tíðinda en þá landaði Árni Pétur Hilmarsson 111 sm hæng sem mældist 56 sm í ummál og lax af þessari stærðargráðu er á að giska um 30-33 pund. Árni Pétur er þar með kominn í 30 punda klúbbinn á Nesi en sá er allfámennari en 20 punda klúbburinn þar á bæ. Laxinn tók á Skriðuflúð og flugan sem var undir var lítil Erling special. Þrátt fyrir að heildarveiðin í Aðaldalnum sé heilt yfir í magni ekki góð bæta svona risalaxar heldur betur geð veiðimanna og á þessum fáu augnablikum sem eftir lifa tímabilsins í ánni er alltaf von á einum slíkum enda hafa fleiri svona höfðingjar sést í Laxá í sumar og á Nessvæðinu hafa nokkrir þeirra sýnt sig reglulega á legustöðunum svo það er vel vitað hvar þeir liggja. Mest lesið Laus veiðileyfi á næstunni Veiði Blanda I að verða uppseld Veiði Jöfn veiði í Norðurá og Blöndu Veiði Slök laxveiði fyrir vestan Veiði 20-30% verðlækkun í Breiðdalsá Veiði Meira af tölfræði í Eystri Rangá 2020 Veiði Óþolandi sóðaskapur við ár og vötn Veiði Fimm stórlaxar á hitch í Víðidalsá Veiði 100 sm lax í Blöndu Veiði Mikið líf í Ölfusárósnum Veiði
Nessvæðið í Laxá í Aðaldal hefur gefið töluvert af 100 sm löxum í sumar og tíminn þessa dagana er einmitt talinn sá besti fyrir stóru hængana. Í gærkvöldi bar heldur betur til tíðinda en þá landaði Árni Pétur Hilmarsson 111 sm hæng sem mældist 56 sm í ummál og lax af þessari stærðargráðu er á að giska um 30-33 pund. Árni Pétur er þar með kominn í 30 punda klúbbinn á Nesi en sá er allfámennari en 20 punda klúbburinn þar á bæ. Laxinn tók á Skriðuflúð og flugan sem var undir var lítil Erling special. Þrátt fyrir að heildarveiðin í Aðaldalnum sé heilt yfir í magni ekki góð bæta svona risalaxar heldur betur geð veiðimanna og á þessum fáu augnablikum sem eftir lifa tímabilsins í ánni er alltaf von á einum slíkum enda hafa fleiri svona höfðingjar sést í Laxá í sumar og á Nessvæðinu hafa nokkrir þeirra sýnt sig reglulega á legustöðunum svo það er vel vitað hvar þeir liggja.
Mest lesið Laus veiðileyfi á næstunni Veiði Blanda I að verða uppseld Veiði Jöfn veiði í Norðurá og Blöndu Veiði Slök laxveiði fyrir vestan Veiði 20-30% verðlækkun í Breiðdalsá Veiði Meira af tölfræði í Eystri Rangá 2020 Veiði Óþolandi sóðaskapur við ár og vötn Veiði Fimm stórlaxar á hitch í Víðidalsá Veiði 100 sm lax í Blöndu Veiði Mikið líf í Ölfusárósnum Veiði