111 sm hængur úr Laxá í gær Karl Lúðvíksson skrifar 17. september 2017 09:20 Árni Pétur með 111 sm laxinn sem hann tók í gærkvöldi Mynd: Laxá Nesi FB Nessvæðið í Laxá í Aðaldal hefur gefið töluvert af 100 sm löxum í sumar og tíminn þessa dagana er einmitt talinn sá besti fyrir stóru hængana. Í gærkvöldi bar heldur betur til tíðinda en þá landaði Árni Pétur Hilmarsson 111 sm hæng sem mældist 56 sm í ummál og lax af þessari stærðargráðu er á að giska um 30-33 pund. Árni Pétur er þar með kominn í 30 punda klúbbinn á Nesi en sá er allfámennari en 20 punda klúbburinn þar á bæ. Laxinn tók á Skriðuflúð og flugan sem var undir var lítil Erling special. Þrátt fyrir að heildarveiðin í Aðaldalnum sé heilt yfir í magni ekki góð bæta svona risalaxar heldur betur geð veiðimanna og á þessum fáu augnablikum sem eftir lifa tímabilsins í ánni er alltaf von á einum slíkum enda hafa fleiri svona höfðingjar sést í Laxá í sumar og á Nessvæðinu hafa nokkrir þeirra sýnt sig reglulega á legustöðunum svo það er vel vitað hvar þeir liggja. Mest lesið Ein best gleymda áin við bæjarmörkin Veiði Grein um Stóru Laxá í Þýsku blaði Veiði Lifnar yfir bleikjuveiði í Vífilstaðavatni Veiði Hraunsfjörður að vakna til lífsins Veiði 107 sm hrygna sú stærsta í sumar í Laxá Veiði Gott stórfiskaskot í Kleifarvatni Veiði 20 punda lax úr Norðurá Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Andakílsá Veiði Leita leiða til að aflétta banni Veiði "Tók 50 mínútur að ná þessum risafisk inn" Veiði
Nessvæðið í Laxá í Aðaldal hefur gefið töluvert af 100 sm löxum í sumar og tíminn þessa dagana er einmitt talinn sá besti fyrir stóru hængana. Í gærkvöldi bar heldur betur til tíðinda en þá landaði Árni Pétur Hilmarsson 111 sm hæng sem mældist 56 sm í ummál og lax af þessari stærðargráðu er á að giska um 30-33 pund. Árni Pétur er þar með kominn í 30 punda klúbbinn á Nesi en sá er allfámennari en 20 punda klúbburinn þar á bæ. Laxinn tók á Skriðuflúð og flugan sem var undir var lítil Erling special. Þrátt fyrir að heildarveiðin í Aðaldalnum sé heilt yfir í magni ekki góð bæta svona risalaxar heldur betur geð veiðimanna og á þessum fáu augnablikum sem eftir lifa tímabilsins í ánni er alltaf von á einum slíkum enda hafa fleiri svona höfðingjar sést í Laxá í sumar og á Nessvæðinu hafa nokkrir þeirra sýnt sig reglulega á legustöðunum svo það er vel vitað hvar þeir liggja.
Mest lesið Ein best gleymda áin við bæjarmörkin Veiði Grein um Stóru Laxá í Þýsku blaði Veiði Lifnar yfir bleikjuveiði í Vífilstaðavatni Veiði Hraunsfjörður að vakna til lífsins Veiði 107 sm hrygna sú stærsta í sumar í Laxá Veiði Gott stórfiskaskot í Kleifarvatni Veiði 20 punda lax úr Norðurá Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Andakílsá Veiði Leita leiða til að aflétta banni Veiði "Tók 50 mínútur að ná þessum risafisk inn" Veiði