Ljónheppinn ökumaður slapp með skrámur úr þessu Finnur Thorlacius skrifar 18. september 2017 11:03 Toyota MR2 vafinn utanum ljósastaur. Það má teljast með nokkrum ólíkindum að ökumaður þessa bíls hafi sloppið með minniháttar meiðsli eftir að hafa vafið bíl sínum svona rækilega utanum ljósastaur. Þetta gerðist á dögunum í Bretlandi og voru aðstæður víst ekki þær heppilegustu til hraðaksturs, eða mígandi rigning og þá er grip dekkjanna takmarkað. Erfitt er að bera kennsl á bílgerðina sökum þess hve bíllinn er illa farinn, en þetta er Toyota MR2, sem er smávaxinn sportbíll. Með því að umvefja bílinn svona snyrtilega um staurinn hefur bilið milli öxla hans að minnsta kosti styst um helming, en það þarf víst ekkert að hafa áhyggjur af ökuhæfni þessa bíls eftir þetta slys, hann er einfaldlega haugamatur. Ekki þarf mikið að velta fyrir sér hvernig hefði farið hefði stýrið verið vinstra megin í þessum bíl og ökumaður setið í því sæti. Það gæti því hæglega talist lífgjöf ökumannsins að stýrið er hægra megin, en líklega var þar samt lítið pláss eftir, en þó nóg til að ökumaðurinn eingöngu skrámaðist. Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent
Það má teljast með nokkrum ólíkindum að ökumaður þessa bíls hafi sloppið með minniháttar meiðsli eftir að hafa vafið bíl sínum svona rækilega utanum ljósastaur. Þetta gerðist á dögunum í Bretlandi og voru aðstæður víst ekki þær heppilegustu til hraðaksturs, eða mígandi rigning og þá er grip dekkjanna takmarkað. Erfitt er að bera kennsl á bílgerðina sökum þess hve bíllinn er illa farinn, en þetta er Toyota MR2, sem er smávaxinn sportbíll. Með því að umvefja bílinn svona snyrtilega um staurinn hefur bilið milli öxla hans að minnsta kosti styst um helming, en það þarf víst ekkert að hafa áhyggjur af ökuhæfni þessa bíls eftir þetta slys, hann er einfaldlega haugamatur. Ekki þarf mikið að velta fyrir sér hvernig hefði farið hefði stýrið verið vinstra megin í þessum bíl og ökumaður setið í því sæti. Það gæti því hæglega talist lífgjöf ökumannsins að stýrið er hægra megin, en líklega var þar samt lítið pláss eftir, en þó nóg til að ökumaðurinn eingöngu skrámaðist.
Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent