Markastíflan brast með látum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. september 2017 06:00 Glódís Perla og stelpurnar fagna í kvöld. vísir/eyþór Eftir að hafa aðeins skorað eitt mark í síðustu sex leikjum brast markastífla íslenska kvennalandsliðsins með látum þegar það rúllaði yfir Færeyjar, 8-0, í fyrsta leik sínum í undankeppni HM 2019 í gær. Eins og tölurnar gefa til kynna voru yfirburðir Íslands gríðarlegir. Íslenska liðið nálgaðist leikinn af fagmennsku og gaf því færeyska engin grið. Tónninn var gefinn strax á 3. mínútu þegar Elín Metta Jensen kom Íslandi yfir eftir sendingu frá Öglu Maríu Albertsdóttur sem fór oftsinnis illa með vinstri bakvörð Færeyja.Metta mögnuð Elín Metta byrjaði sem fremsti maður í gær og átti skínandi góðan leik; skoraði tvö mörk, lagði upp eitt og var síógnandi og dugleg. Hún gerir tilkall til að byrja leikina mikilvægu í undankeppninni í október. „Það var alveg möguleiki á því að skora fleiri mörk en mér finnst átta alveg ágætt. En maður vill alltaf meira og það eru alveg hlutir sem við getum lagað í leik okkar, það er alveg klárt,“ sagði Elín Metta í samtali við Fréttablaðið eftir leikinn. Leikurinn í gær var hennar þrítugasti fyrir landsliðið og mörkin eru nú orðin sjö talsins. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og Fanndís Friðriksdóttir skoruðu einnig tvö mörk hvor í leiknum í gær og þær Sara Björk Gunnarsdóttir og Berglind Björg Þorvaldsdóttir sitt markið hvor. Hallbera Guðný Gísladóttir lagði upp þrjú mörk með sínum eitraða vinstri fæti. Ísland hefði getað skorað mun fleiri mörk en boltinn fór t.a.m. þrisvar sinnum í stöng eða slá færeyska marksins.Skrítinn leikur „Þetta var eins og við vildum hafa þetta. Skrítinn leikur en við gerðum það sem við vildum gera,“ sagði Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari um leikinn. Íslenska liðið verður ekki dæmt af þessum leik enda andstæðingurinn rosalega slakur. Til marks um það áttu Færeyingar aðeins eitt skot í leiknum og það var slök aukaspyrna beint í varnarvegg Íslendinga. Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður Íslands, var best staðsetti áhorfandinn á vellinum.Beðið eftir Þýskalandi Leikurinn í gær var upphitun fyrir útileikina gegn Þýskalandi og Tékklandi seinni hlutann í október. Þar reynir á íslenska liðið sem verður að svara því hvort það hefur lært af vonbrigðunum frá því á EM í sumar. Svörin við því fengust ekki í gærkvöldi en íslenska liðið fær prik í kladdann fyrir að klára leikinn með sóma. „Við getum ekki beðið eftir því að fara til Þýskalands og Tékklands og takast á við þau verkefni. Það var gott að fá góðan leik hérna heima. Mætingin var frábær og góð stemning í Laugardalnum sem var gott að finna fyrir,“ sagði Freyr sem hefur gefið það út að Ísland stefni á 2. sætið í riðlinum og komast þannig í umspil um sæti á HM. Næstu tveir leikir ráða miklu um hvort það markmið náist. Íslenski boltinn Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Sjá meira
Eftir að hafa aðeins skorað eitt mark í síðustu sex leikjum brast markastífla íslenska kvennalandsliðsins með látum þegar það rúllaði yfir Færeyjar, 8-0, í fyrsta leik sínum í undankeppni HM 2019 í gær. Eins og tölurnar gefa til kynna voru yfirburðir Íslands gríðarlegir. Íslenska liðið nálgaðist leikinn af fagmennsku og gaf því færeyska engin grið. Tónninn var gefinn strax á 3. mínútu þegar Elín Metta Jensen kom Íslandi yfir eftir sendingu frá Öglu Maríu Albertsdóttur sem fór oftsinnis illa með vinstri bakvörð Færeyja.Metta mögnuð Elín Metta byrjaði sem fremsti maður í gær og átti skínandi góðan leik; skoraði tvö mörk, lagði upp eitt og var síógnandi og dugleg. Hún gerir tilkall til að byrja leikina mikilvægu í undankeppninni í október. „Það var alveg möguleiki á því að skora fleiri mörk en mér finnst átta alveg ágætt. En maður vill alltaf meira og það eru alveg hlutir sem við getum lagað í leik okkar, það er alveg klárt,“ sagði Elín Metta í samtali við Fréttablaðið eftir leikinn. Leikurinn í gær var hennar þrítugasti fyrir landsliðið og mörkin eru nú orðin sjö talsins. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og Fanndís Friðriksdóttir skoruðu einnig tvö mörk hvor í leiknum í gær og þær Sara Björk Gunnarsdóttir og Berglind Björg Þorvaldsdóttir sitt markið hvor. Hallbera Guðný Gísladóttir lagði upp þrjú mörk með sínum eitraða vinstri fæti. Ísland hefði getað skorað mun fleiri mörk en boltinn fór t.a.m. þrisvar sinnum í stöng eða slá færeyska marksins.Skrítinn leikur „Þetta var eins og við vildum hafa þetta. Skrítinn leikur en við gerðum það sem við vildum gera,“ sagði Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari um leikinn. Íslenska liðið verður ekki dæmt af þessum leik enda andstæðingurinn rosalega slakur. Til marks um það áttu Færeyingar aðeins eitt skot í leiknum og það var slök aukaspyrna beint í varnarvegg Íslendinga. Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður Íslands, var best staðsetti áhorfandinn á vellinum.Beðið eftir Þýskalandi Leikurinn í gær var upphitun fyrir útileikina gegn Þýskalandi og Tékklandi seinni hlutann í október. Þar reynir á íslenska liðið sem verður að svara því hvort það hefur lært af vonbrigðunum frá því á EM í sumar. Svörin við því fengust ekki í gærkvöldi en íslenska liðið fær prik í kladdann fyrir að klára leikinn með sóma. „Við getum ekki beðið eftir því að fara til Þýskalands og Tékklands og takast á við þau verkefni. Það var gott að fá góðan leik hérna heima. Mætingin var frábær og góð stemning í Laugardalnum sem var gott að finna fyrir,“ sagði Freyr sem hefur gefið það út að Ísland stefni á 2. sætið í riðlinum og komast þannig í umspil um sæti á HM. Næstu tveir leikir ráða miklu um hvort það markmið náist.
Íslenski boltinn Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Sjá meira