Förðunartískan í haust og vetur lítur svona út Guðný Hrönn skrifar 19. september 2017 09:45 Hrafnhildur spáir í förðunartísku vetursins. vísir/ernir Förðunarfræðingurinn Hrafnhildur Björk Runólfsdóttir spáir í förðunartískuna sem er fram undan. Það eru spennandi hlutir í gangi ef marka má spá Hrafnhildar, svo sem meiri litagleði í augnförðuninni. „Við sjáum allt frá náttúrulegu útliti með jarðlitum yfir í djarfari förðun eins og grafíska augnblýanta og æpandi liti,“ segir Hrafnhildur spurð út í tískustrauma vetrarins í förðunarheiminum. „Þrátt fyrir tískusveiflur sem koma og fara þá eru nokkrir hlutir sem alltaf skipta máli. Finna liti sem henta húðgerð og augnlit. Velja förðun sem viðkomandi líður vel með. Það er flottasta tískan,“ bætir Hrafnhildur við.Rauðar varir verða vinsælar í vetur að sögn Hrafnhildar.NORDICPHOTOS/GETTYSex atriði sem einkenna hausttískuna í förðun1. Augnskuggar eru bæði mattir og sanseraðir núna. Ég reikna með að við munum sjá eitthvað af djörfum förðunum með bleiku eða bláu í aðalhlutverki.2. Ég spái rauðum vörum í haust, rauður varalitur er jú alltaf klass- ískur. En núna kemur hann inn í fleiri tónum; rauðbrúnum, appelsínugulum og dökkfjólurauðum litum.3. Mött áferð á varalitum hefur verið málið undan farið. Nú virðist vera breyting á þessu, við sjáum mikið af sanseruðum varalitum. Endurkoma er á glossinum góða, meira sést af glimmeri og svokallaðri „frosty“ áferð.Bláir augnskuggar munu verða vinsælir í vetur.NORDICPHOTOS/GETTY4. Ekki kæmi á óvart ef maskarar færu að koma í alls kyns litum eins og var vinsælt á 80’s tímabilinu. Við erum að tala um sterka liti eins og rauða, bláa og bleika.5. Þykkar augabrúnir hafa verið allsráðandi í einhvern tíma og ég reikna ekki með að það breytist mikið.6. „Contour og highlight“ er orðið mýkra en áður. Á tíma voru m a r g a r konur með ýkt „contour og highlight“ en það er á leiðinni út og þess í stað er útlitið orðið náttúrulegra. Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Förðunarfræðingurinn Hrafnhildur Björk Runólfsdóttir spáir í förðunartískuna sem er fram undan. Það eru spennandi hlutir í gangi ef marka má spá Hrafnhildar, svo sem meiri litagleði í augnförðuninni. „Við sjáum allt frá náttúrulegu útliti með jarðlitum yfir í djarfari förðun eins og grafíska augnblýanta og æpandi liti,“ segir Hrafnhildur spurð út í tískustrauma vetrarins í förðunarheiminum. „Þrátt fyrir tískusveiflur sem koma og fara þá eru nokkrir hlutir sem alltaf skipta máli. Finna liti sem henta húðgerð og augnlit. Velja förðun sem viðkomandi líður vel með. Það er flottasta tískan,“ bætir Hrafnhildur við.Rauðar varir verða vinsælar í vetur að sögn Hrafnhildar.NORDICPHOTOS/GETTYSex atriði sem einkenna hausttískuna í förðun1. Augnskuggar eru bæði mattir og sanseraðir núna. Ég reikna með að við munum sjá eitthvað af djörfum förðunum með bleiku eða bláu í aðalhlutverki.2. Ég spái rauðum vörum í haust, rauður varalitur er jú alltaf klass- ískur. En núna kemur hann inn í fleiri tónum; rauðbrúnum, appelsínugulum og dökkfjólurauðum litum.3. Mött áferð á varalitum hefur verið málið undan farið. Nú virðist vera breyting á þessu, við sjáum mikið af sanseruðum varalitum. Endurkoma er á glossinum góða, meira sést af glimmeri og svokallaðri „frosty“ áferð.Bláir augnskuggar munu verða vinsælir í vetur.NORDICPHOTOS/GETTY4. Ekki kæmi á óvart ef maskarar færu að koma í alls kyns litum eins og var vinsælt á 80’s tímabilinu. Við erum að tala um sterka liti eins og rauða, bláa og bleika.5. Þykkar augabrúnir hafa verið allsráðandi í einhvern tíma og ég reikna ekki með að það breytist mikið.6. „Contour og highlight“ er orðið mýkra en áður. Á tíma voru m a r g a r konur með ýkt „contour og highlight“ en það er á leiðinni út og þess í stað er útlitið orðið náttúrulegra.
Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira