Ferdinand greindi frá þessu á Twitter í dag. Veðmálafyrirtækið Betfair viðraði þessa hugmynd við Ferdinand og ætlar að hjálpa honum að fá keppnisleyfi í boxi.
It's happening... Can't wait to get started with the team @betfair have put together, @richiewoodhall and @meldeane#DefenderToContender pic.twitter.com/s6AmLRo7DN
— Rio Ferdinand (@rioferdy5) September 19, 2017
„Ég er að gera þetta því þetta er áskorun. Ég hef unnið titla og stefni núna að því að vinna belti,“ sagði Ferdinand sem mun æfa undir handleiðslu Richie Woodhall, fyrrverandi meistari í ofurmillivigt.
„Hann er mjög hrár en hann hefur alla náttúrulegu eiginleikana og forskot á boxara í sínum þyngdarflokki hvað varðar hæð og faðm. Hann hefur hæfileika til að vinna titil í framtíðinni,“ sagði Woodhall um lærisvein sinn.