Vantaði að við settum tóninn til að fá áhorfendurna betur með okkur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. september 2017 12:00 Jón Arnór Stefánsson í leiknum í gær. Vísir/Ernir Jón Arnór Stefánsson og félagar í íslenska körfuboltalandsliðinu urðu að sætta sig við 29 stiga tap á móti Grikkjum í fyrsta leik sínum á Eurobasket 2017. Íslenska liðið lenti 19 stigum undir í byrjun annars leikhluta og þrátt fyrir að koma muninum niður í tvö stig með frábærum kafal í öðrum leikhluta þá misstu strákarnir leikinn aftur frá sér í seinni hálfleik. „„Þetta var alltof mikill munur en við misstum tök á leiknum í seinni hálfleiknum. Auðvitað er sárt að horfa töfluna þegar það er svona mikill munur en það skiptir ekki öllu máli. Það er ekki annað hægt en að taka það með okkur út úr þessum leik sem við gerðum vel í dag og halda áfram,“ sagði Jón Arnór Stefánsson eftir leikinn. Íslenska liðið á eftir að spila fjóra leiki í riðlinum í Helsinki og það þýðir ekkert að hengja haus núna. „Við erum bara brattir. Þetta er bara fyrsti leikur og áfram gakk,“ sagði Jón Arnór. Annar leikhlutinn sýndi hvað liðið getur gert flotta hluti þegar þeir ná sínum takti. „Það kom þetta sjálfstraust og þetta grúv sem við þekkjum ágætlega. Það vantaði í hina leikhlutana og menn voru ekki að setja þessi skot niður sem gefa mönnum kraft. Þá fylgir allt með, áhorfendur, stemmningin og allt þetta sem skiptir máli,“ sagði Jón Arnór. „Það er erfitt þegar þú ert að klikka á öllum skotum og tapar boltanum auðveldlega. Að sjálfsögðu er ekki skemmtilegt að horfa á það upp í stúku. Það vantaði að við settum tóninn til að fá áhorfendurna betur með okkur," sagði Jón Arnór en liðið fær annað möguleika til þess í öðrum leik sínum á móti Póllandi á morgun. „Það sást hvað skapaðist góð stemmning í öðrum leikhluta og það væri gaman að setja saman heilan leik af því," sagði Jón Arnór að lokum. EM 2017 í Finnlandi Tengdar fréttir Þarf að vera klókari Grikkir smjöttuðu á mistökum körfuboltastrákanna okkar í 29 stiga sigri í Helsinki í gær. Frábær annar leikhluti kveikti vel í fjölda Íslendinga sem voru mættir í höllina en hinir þrír leikhlutarnir töpuðust samtals 38-79. Einn af þeim sem geta gert miklu betur er Martin Hermannsson sem dró ekki dul á eigin ábyrgð eftir leik. 1. september 2017 06:00 Hlynur brosti bara eftir móttökurnar frá Thanasis sem enduðu meðal bestu tilþrifa dagsins FIBA er búið að velja fimm flottustu tilþrifin frá fyrsta deginum á Eurobasket í ár en keppni hófst í riðlinum í Helsinki í Finnlandi og Tel Aviv í Ísrael í gær. 1. september 2017 08:30 Martin ætlar að sofa með boltann í nótt | Óánægja innan hópsins með boltann Íslenska liðið tapaði alls 22 boltum í leiknum á móti Grikkjum og oft var eins og boltinn væri sápa í höndunum á þeim. 31. ágúst 2017 16:35 Jón Arnór: Ekki nóg að taka bara tvær æfingar fyrir stórmót Jón Arnór Stefánsson spilaði mun meira en hann reiknaði með í leiknum gegn Grikkklandi í dag. 31. ágúst 2017 16:14 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Sjá meira
Jón Arnór Stefánsson og félagar í íslenska körfuboltalandsliðinu urðu að sætta sig við 29 stiga tap á móti Grikkjum í fyrsta leik sínum á Eurobasket 2017. Íslenska liðið lenti 19 stigum undir í byrjun annars leikhluta og þrátt fyrir að koma muninum niður í tvö stig með frábærum kafal í öðrum leikhluta þá misstu strákarnir leikinn aftur frá sér í seinni hálfleik. „„Þetta var alltof mikill munur en við misstum tök á leiknum í seinni hálfleiknum. Auðvitað er sárt að horfa töfluna þegar það er svona mikill munur en það skiptir ekki öllu máli. Það er ekki annað hægt en að taka það með okkur út úr þessum leik sem við gerðum vel í dag og halda áfram,“ sagði Jón Arnór Stefánsson eftir leikinn. Íslenska liðið á eftir að spila fjóra leiki í riðlinum í Helsinki og það þýðir ekkert að hengja haus núna. „Við erum bara brattir. Þetta er bara fyrsti leikur og áfram gakk,“ sagði Jón Arnór. Annar leikhlutinn sýndi hvað liðið getur gert flotta hluti þegar þeir ná sínum takti. „Það kom þetta sjálfstraust og þetta grúv sem við þekkjum ágætlega. Það vantaði í hina leikhlutana og menn voru ekki að setja þessi skot niður sem gefa mönnum kraft. Þá fylgir allt með, áhorfendur, stemmningin og allt þetta sem skiptir máli,“ sagði Jón Arnór. „Það er erfitt þegar þú ert að klikka á öllum skotum og tapar boltanum auðveldlega. Að sjálfsögðu er ekki skemmtilegt að horfa á það upp í stúku. Það vantaði að við settum tóninn til að fá áhorfendurna betur með okkur," sagði Jón Arnór en liðið fær annað möguleika til þess í öðrum leik sínum á móti Póllandi á morgun. „Það sást hvað skapaðist góð stemmning í öðrum leikhluta og það væri gaman að setja saman heilan leik af því," sagði Jón Arnór að lokum.
EM 2017 í Finnlandi Tengdar fréttir Þarf að vera klókari Grikkir smjöttuðu á mistökum körfuboltastrákanna okkar í 29 stiga sigri í Helsinki í gær. Frábær annar leikhluti kveikti vel í fjölda Íslendinga sem voru mættir í höllina en hinir þrír leikhlutarnir töpuðust samtals 38-79. Einn af þeim sem geta gert miklu betur er Martin Hermannsson sem dró ekki dul á eigin ábyrgð eftir leik. 1. september 2017 06:00 Hlynur brosti bara eftir móttökurnar frá Thanasis sem enduðu meðal bestu tilþrifa dagsins FIBA er búið að velja fimm flottustu tilþrifin frá fyrsta deginum á Eurobasket í ár en keppni hófst í riðlinum í Helsinki í Finnlandi og Tel Aviv í Ísrael í gær. 1. september 2017 08:30 Martin ætlar að sofa með boltann í nótt | Óánægja innan hópsins með boltann Íslenska liðið tapaði alls 22 boltum í leiknum á móti Grikkjum og oft var eins og boltinn væri sápa í höndunum á þeim. 31. ágúst 2017 16:35 Jón Arnór: Ekki nóg að taka bara tvær æfingar fyrir stórmót Jón Arnór Stefánsson spilaði mun meira en hann reiknaði með í leiknum gegn Grikkklandi í dag. 31. ágúst 2017 16:14 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Sjá meira
Þarf að vera klókari Grikkir smjöttuðu á mistökum körfuboltastrákanna okkar í 29 stiga sigri í Helsinki í gær. Frábær annar leikhluti kveikti vel í fjölda Íslendinga sem voru mættir í höllina en hinir þrír leikhlutarnir töpuðust samtals 38-79. Einn af þeim sem geta gert miklu betur er Martin Hermannsson sem dró ekki dul á eigin ábyrgð eftir leik. 1. september 2017 06:00
Hlynur brosti bara eftir móttökurnar frá Thanasis sem enduðu meðal bestu tilþrifa dagsins FIBA er búið að velja fimm flottustu tilþrifin frá fyrsta deginum á Eurobasket í ár en keppni hófst í riðlinum í Helsinki í Finnlandi og Tel Aviv í Ísrael í gær. 1. september 2017 08:30
Martin ætlar að sofa með boltann í nótt | Óánægja innan hópsins með boltann Íslenska liðið tapaði alls 22 boltum í leiknum á móti Grikkjum og oft var eins og boltinn væri sápa í höndunum á þeim. 31. ágúst 2017 16:35
Jón Arnór: Ekki nóg að taka bara tvær æfingar fyrir stórmót Jón Arnór Stefánsson spilaði mun meira en hann reiknaði með í leiknum gegn Grikkklandi í dag. 31. ágúst 2017 16:14