Jón Daði: Allt eða ekkert Anton Ingi Leifsson skrifar 1. september 2017 11:00 Jón Daði í leik með íslenska landsliðinu. vísir/getty Jón Daði Böðvarsson, framherji íslenska landsliðsins í knattspyrnu, byrjar vel hjá félagi sínu Reading í ensku B-deildinni. Jón Daði skoraði í sínum fyrsta leik fyrir félagið á dögunum. Nú er Selfyssingurinn mættur með landsliðinu til Finnlands þar sem liðið mætir heimamönnum í mikilvægum leik í Tampere á laugardag. „Það var æðislegt að byrja svona vel. Það er það sem þú vilt; að byrja vel hjá klúbbnum sem þú ert kominn í og að spila nánast í 90 mínútur eftir að hafa verið frá vegna meiðsla," sagði Jón Daði í samtali við Óskar Ófeig Jónsson, blaðamann Vísis og Fréttablaðsins, á æfingu landsliðsins í Helsinki í gær. Jón Daði hefur oftar en ekki verið gagnrýndur fyrir hversu lítið hann skorað, en aftur á móti fengið mikið lof fyrir vinnusemi sína og baráttu. Hann tekur þeim gagnrýnisröddum sem segja að hann skori ekki mikið. „Það er gagnrýni sem þú tekur og reynir að svara því eftir bestu getu. Auðvitað er aðalatriðið framherja í leik að skora mörk, en það er spurning um að láta það ekki fara í hausinn á sér. Það eru fleiri hlutir í leik framherjans sem maður þarf að standa sig í." Framherjinn segir að íslensku leikmennirnir séu byrjaðir að þekkja svona leiki sem liðið á að vinna, innan gæsalappa. „Við höfum fengið marga svona leiki áður og ég held að strákarnir séu orðnir það reynslumiklir að það er ekkert hægt að vanmeta einn né neinn." „Hugarfar okkar er á okkur sjálfa og aðalmálið er að við viljum sjálfir vinna þennan leik," en hvert stig sem tapast núna verður afskaplega dýrt. „Þegar fjórir leikir eru eftir þá er bara allt eða ekkert. Stíll landsliðsins breytist ekkert og það er bara að halda í sömu gildi - eftir því sem árin líða þá bætast vonandi fleiri hlutir í leik okkar." „Það væri ekki leiðinlegt, en maður einblínir fyrst og fremst á að spila vel fyrir liðið og ná þremur stigum," sagði Jón Daði að lokum þegar hann var spurður út í það hversu sætt væri að skora í tveimur leikjum í röð. Arnar Björnsson ræddi einnig við Jón Daða, en viðtal Arnars má sjá hér að neðan. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Var hátt uppi eftir EM Ragnar Sigurðsson var hetja íslenska karlalandsliðsins í fótbolta í dramtískum sigri á Finnum fyrir tæpu ári. Nú er Ragnar farinn frá Englandi og kominn aftur í rússnesku deildina. Hann leitar hins vegar ekki að blóraböggli út af því hvernig þetta endaði hjá Fulham. 1. september 2017 07:00 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Sjá meira
Jón Daði Böðvarsson, framherji íslenska landsliðsins í knattspyrnu, byrjar vel hjá félagi sínu Reading í ensku B-deildinni. Jón Daði skoraði í sínum fyrsta leik fyrir félagið á dögunum. Nú er Selfyssingurinn mættur með landsliðinu til Finnlands þar sem liðið mætir heimamönnum í mikilvægum leik í Tampere á laugardag. „Það var æðislegt að byrja svona vel. Það er það sem þú vilt; að byrja vel hjá klúbbnum sem þú ert kominn í og að spila nánast í 90 mínútur eftir að hafa verið frá vegna meiðsla," sagði Jón Daði í samtali við Óskar Ófeig Jónsson, blaðamann Vísis og Fréttablaðsins, á æfingu landsliðsins í Helsinki í gær. Jón Daði hefur oftar en ekki verið gagnrýndur fyrir hversu lítið hann skorað, en aftur á móti fengið mikið lof fyrir vinnusemi sína og baráttu. Hann tekur þeim gagnrýnisröddum sem segja að hann skori ekki mikið. „Það er gagnrýni sem þú tekur og reynir að svara því eftir bestu getu. Auðvitað er aðalatriðið framherja í leik að skora mörk, en það er spurning um að láta það ekki fara í hausinn á sér. Það eru fleiri hlutir í leik framherjans sem maður þarf að standa sig í." Framherjinn segir að íslensku leikmennirnir séu byrjaðir að þekkja svona leiki sem liðið á að vinna, innan gæsalappa. „Við höfum fengið marga svona leiki áður og ég held að strákarnir séu orðnir það reynslumiklir að það er ekkert hægt að vanmeta einn né neinn." „Hugarfar okkar er á okkur sjálfa og aðalmálið er að við viljum sjálfir vinna þennan leik," en hvert stig sem tapast núna verður afskaplega dýrt. „Þegar fjórir leikir eru eftir þá er bara allt eða ekkert. Stíll landsliðsins breytist ekkert og það er bara að halda í sömu gildi - eftir því sem árin líða þá bætast vonandi fleiri hlutir í leik okkar." „Það væri ekki leiðinlegt, en maður einblínir fyrst og fremst á að spila vel fyrir liðið og ná þremur stigum," sagði Jón Daði að lokum þegar hann var spurður út í það hversu sætt væri að skora í tveimur leikjum í röð. Arnar Björnsson ræddi einnig við Jón Daða, en viðtal Arnars má sjá hér að neðan.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Var hátt uppi eftir EM Ragnar Sigurðsson var hetja íslenska karlalandsliðsins í fótbolta í dramtískum sigri á Finnum fyrir tæpu ári. Nú er Ragnar farinn frá Englandi og kominn aftur í rússnesku deildina. Hann leitar hins vegar ekki að blóraböggli út af því hvernig þetta endaði hjá Fulham. 1. september 2017 07:00 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Sjá meira
Var hátt uppi eftir EM Ragnar Sigurðsson var hetja íslenska karlalandsliðsins í fótbolta í dramtískum sigri á Finnum fyrir tæpu ári. Nú er Ragnar farinn frá Englandi og kominn aftur í rússnesku deildina. Hann leitar hins vegar ekki að blóraböggli út af því hvernig þetta endaði hjá Fulham. 1. september 2017 07:00