Jón Daði: Allt eða ekkert Anton Ingi Leifsson skrifar 1. september 2017 11:00 Jón Daði í leik með íslenska landsliðinu. vísir/getty Jón Daði Böðvarsson, framherji íslenska landsliðsins í knattspyrnu, byrjar vel hjá félagi sínu Reading í ensku B-deildinni. Jón Daði skoraði í sínum fyrsta leik fyrir félagið á dögunum. Nú er Selfyssingurinn mættur með landsliðinu til Finnlands þar sem liðið mætir heimamönnum í mikilvægum leik í Tampere á laugardag. „Það var æðislegt að byrja svona vel. Það er það sem þú vilt; að byrja vel hjá klúbbnum sem þú ert kominn í og að spila nánast í 90 mínútur eftir að hafa verið frá vegna meiðsla," sagði Jón Daði í samtali við Óskar Ófeig Jónsson, blaðamann Vísis og Fréttablaðsins, á æfingu landsliðsins í Helsinki í gær. Jón Daði hefur oftar en ekki verið gagnrýndur fyrir hversu lítið hann skorað, en aftur á móti fengið mikið lof fyrir vinnusemi sína og baráttu. Hann tekur þeim gagnrýnisröddum sem segja að hann skori ekki mikið. „Það er gagnrýni sem þú tekur og reynir að svara því eftir bestu getu. Auðvitað er aðalatriðið framherja í leik að skora mörk, en það er spurning um að láta það ekki fara í hausinn á sér. Það eru fleiri hlutir í leik framherjans sem maður þarf að standa sig í." Framherjinn segir að íslensku leikmennirnir séu byrjaðir að þekkja svona leiki sem liðið á að vinna, innan gæsalappa. „Við höfum fengið marga svona leiki áður og ég held að strákarnir séu orðnir það reynslumiklir að það er ekkert hægt að vanmeta einn né neinn." „Hugarfar okkar er á okkur sjálfa og aðalmálið er að við viljum sjálfir vinna þennan leik," en hvert stig sem tapast núna verður afskaplega dýrt. „Þegar fjórir leikir eru eftir þá er bara allt eða ekkert. Stíll landsliðsins breytist ekkert og það er bara að halda í sömu gildi - eftir því sem árin líða þá bætast vonandi fleiri hlutir í leik okkar." „Það væri ekki leiðinlegt, en maður einblínir fyrst og fremst á að spila vel fyrir liðið og ná þremur stigum," sagði Jón Daði að lokum þegar hann var spurður út í það hversu sætt væri að skora í tveimur leikjum í röð. Arnar Björnsson ræddi einnig við Jón Daða, en viðtal Arnars má sjá hér að neðan. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Var hátt uppi eftir EM Ragnar Sigurðsson var hetja íslenska karlalandsliðsins í fótbolta í dramtískum sigri á Finnum fyrir tæpu ári. Nú er Ragnar farinn frá Englandi og kominn aftur í rússnesku deildina. Hann leitar hins vegar ekki að blóraböggli út af því hvernig þetta endaði hjá Fulham. 1. september 2017 07:00 Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Pólland - Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Í beinni: Svíþjóð - Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira
Jón Daði Böðvarsson, framherji íslenska landsliðsins í knattspyrnu, byrjar vel hjá félagi sínu Reading í ensku B-deildinni. Jón Daði skoraði í sínum fyrsta leik fyrir félagið á dögunum. Nú er Selfyssingurinn mættur með landsliðinu til Finnlands þar sem liðið mætir heimamönnum í mikilvægum leik í Tampere á laugardag. „Það var æðislegt að byrja svona vel. Það er það sem þú vilt; að byrja vel hjá klúbbnum sem þú ert kominn í og að spila nánast í 90 mínútur eftir að hafa verið frá vegna meiðsla," sagði Jón Daði í samtali við Óskar Ófeig Jónsson, blaðamann Vísis og Fréttablaðsins, á æfingu landsliðsins í Helsinki í gær. Jón Daði hefur oftar en ekki verið gagnrýndur fyrir hversu lítið hann skorað, en aftur á móti fengið mikið lof fyrir vinnusemi sína og baráttu. Hann tekur þeim gagnrýnisröddum sem segja að hann skori ekki mikið. „Það er gagnrýni sem þú tekur og reynir að svara því eftir bestu getu. Auðvitað er aðalatriðið framherja í leik að skora mörk, en það er spurning um að láta það ekki fara í hausinn á sér. Það eru fleiri hlutir í leik framherjans sem maður þarf að standa sig í." Framherjinn segir að íslensku leikmennirnir séu byrjaðir að þekkja svona leiki sem liðið á að vinna, innan gæsalappa. „Við höfum fengið marga svona leiki áður og ég held að strákarnir séu orðnir það reynslumiklir að það er ekkert hægt að vanmeta einn né neinn." „Hugarfar okkar er á okkur sjálfa og aðalmálið er að við viljum sjálfir vinna þennan leik," en hvert stig sem tapast núna verður afskaplega dýrt. „Þegar fjórir leikir eru eftir þá er bara allt eða ekkert. Stíll landsliðsins breytist ekkert og það er bara að halda í sömu gildi - eftir því sem árin líða þá bætast vonandi fleiri hlutir í leik okkar." „Það væri ekki leiðinlegt, en maður einblínir fyrst og fremst á að spila vel fyrir liðið og ná þremur stigum," sagði Jón Daði að lokum þegar hann var spurður út í það hversu sætt væri að skora í tveimur leikjum í röð. Arnar Björnsson ræddi einnig við Jón Daða, en viðtal Arnars má sjá hér að neðan.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Var hátt uppi eftir EM Ragnar Sigurðsson var hetja íslenska karlalandsliðsins í fótbolta í dramtískum sigri á Finnum fyrir tæpu ári. Nú er Ragnar farinn frá Englandi og kominn aftur í rússnesku deildina. Hann leitar hins vegar ekki að blóraböggli út af því hvernig þetta endaði hjá Fulham. 1. september 2017 07:00 Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Pólland - Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Í beinni: Svíþjóð - Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira
Var hátt uppi eftir EM Ragnar Sigurðsson var hetja íslenska karlalandsliðsins í fótbolta í dramtískum sigri á Finnum fyrir tæpu ári. Nú er Ragnar farinn frá Englandi og kominn aftur í rússnesku deildina. Hann leitar hins vegar ekki að blóraböggli út af því hvernig þetta endaði hjá Fulham. 1. september 2017 07:00