Borgward sýnir sportbíl í Frankfürt Finnur Thorlacius skrifar 5. september 2017 16:30 Borgward hefur sent frá sér þessa stríðnimynd af nýja sportbíl sínum. Þýsk-kínverski bílaframleiðandinn Borgward mun kynna nýjan sportbíl á bílasýningunni í Frankfürt í þessum mánuði. Borgward, sem er rótgróið þýskt bílamerki hætti bílaframleiðslu árið 1962 en framleiðsla var svo hafin aftur eftir innkomu kínverska bílaframleiðandans Foton árið 2015. Borgward kynnti einmitt jeppann BX7 í Frankfürt fyrir örfáum árum og hefur selt 44.000 eintök af bílnum nú þegar. Hefur hann verið framleiddur í verksmiðjum Foton í Kína. Borgward hefur ekki mikið látið uppi um nýjan sportbíl sinn sem stendur til að sýna í Frankfürt, en hefur þó sent frá sér stríðnimyndir af hluta bílsins. Ef mark má taka af þessum myndum verður þessi bíll harla óvenjulegur útlits og gæti þarna verið kominn nútímalegur arftaki vinsælustu bílgerðar Borgward frá upphafi, Isabella bílsins sem seldist í meira en 200.000 eintökum á árunum 1954 og 1962. Borgward BX7 í myndatökum á Íslandi í fyrra. Mest lesið Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent
Þýsk-kínverski bílaframleiðandinn Borgward mun kynna nýjan sportbíl á bílasýningunni í Frankfürt í þessum mánuði. Borgward, sem er rótgróið þýskt bílamerki hætti bílaframleiðslu árið 1962 en framleiðsla var svo hafin aftur eftir innkomu kínverska bílaframleiðandans Foton árið 2015. Borgward kynnti einmitt jeppann BX7 í Frankfürt fyrir örfáum árum og hefur selt 44.000 eintök af bílnum nú þegar. Hefur hann verið framleiddur í verksmiðjum Foton í Kína. Borgward hefur ekki mikið látið uppi um nýjan sportbíl sinn sem stendur til að sýna í Frankfürt, en hefur þó sent frá sér stríðnimyndir af hluta bílsins. Ef mark má taka af þessum myndum verður þessi bíll harla óvenjulegur útlits og gæti þarna verið kominn nútímalegur arftaki vinsælustu bílgerðar Borgward frá upphafi, Isabella bílsins sem seldist í meira en 200.000 eintökum á árunum 1954 og 1962. Borgward BX7 í myndatökum á Íslandi í fyrra.
Mest lesið Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent