Körfubolti

Guðni forseti kíkti á körfuboltastrákana í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Herra Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands með landsliðsstrákunum í kvöld.
Herra Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands með landsliðsstrákunum í kvöld. Mynd/KKÍ
Herra Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er kominn út til Finnlands og hann kíkti áðan á körfuboltastrákana á hóteli liðsins í miðbæ Helsinki.

Guðni ætlar að verða á leikjunum á laugardag og sunnudag en íslenska körfboltalandsliðið mætir Póllandi á morgun og Frakklandi á sunnudaginn.

Guðni er mikill íþróttaáhugamaður og hefur verið duglegur að mæta á mót hjá landsliðunum okkar.

Hann var til dæmis á EM í fótbolta í Frakklandi í fyrrasumar, HM í handbolta í Frakklandi í byrjun ársins og EM kvenna í fótbolta í Hollandi í sumar.

Forseti Íslands þarf eiginlega að vera mikill íþróttaáhugamaður því íslensku landsliðin eru svo öflug að tryggja sinn á stórmót þessi misserin.

Það er magnað afrek fyrir litla þjóð að EM í körfubolta í Helsinki sé þriðja stórmót íslensk landsliðs á þessu ári.

Körfuboltasambandið sagði frá komu Guðna á hótelið í kvöld á fésbókarsíðu sinni og birti þessar myndir af heimsókninni hér fyrir neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×