Körfubolti

Körfuboltagoðsagnir mættar til Finnlands | Myndband

Anton Ingi Leifsson skrifar
Það var mikið stuð og stemning þegar Arnar Björnsson hitti gamlar körfuboltagoðsagnir á stuðningsmannasvæði íslenska landsliðsins í körfubolta fyrir leik dagsins.

Ísland mætir Póllandi á EM í körfubolta, en liðið tapaði fyrir Grikklandi á fimmtudag. Í dag eru strákarnir staðráðnir í að gera betur.

Meðal þeirra sem Arnar Björnsson og Böddi "The-Great" hittu á förnum vegi voru Sigurður Ingimundarson og Guðjón Skúlason.

Innslagið má sjá hér að ofan.


Tengdar fréttir

Ætlum að reyna að sækja hratt á þá

Baráttuhundurinn Hlynur Bæringsson er klár í leikinn gegn Pólverjum í dag og löngu búinn að hrista af sér vonbrigðin gegn Grikkjum.

Martin: Skulda fjölskyldunni betri leik

Martin Hermannsson er í risastóru hlutverki hjá íslenska körfuboltalandsliðinu en hann er í miklu stærri rullu nú en á EM í Berlín fyrir tveimur árum.

Í beinni: Ísland - Pólland | Kemur fyrsti EM-sigur strákanna í dag?

Mjög flott byrjun og frábær stuðningur í stúkunni dugði ekki íslenska körfuboltalandsliðinu á móti Póllandi í öðrum leik sínum á EM í Helsinki. Pólverjar unnu sig inn í leikinn, spiluðu af skynsemi á móti baráttuglöðum íslensku leikmönnum og unnu að lokum 30 stiga sigur, 91-61, eftir mjög sannfærandi seinni hálfleik.

Gaman að fá smjörþefinn

Tryggvi Snær Hlinason hefur slegið í gegn í sumar og margir eru á því að forráðamenn Valencia hafi heldur betur dottið í lukkupottinn þegar þeir treystu góðum ráðum frá Jóni Arnóri Stefánssyni og sömdu við íslenska sveitastrákinn fyrir þetta sumar. Jón Arnór er efnilegur umboðsmaður að mati Tryggva.

Forsetinn hress í Fan Zone í Finnlandi

Það var mikið um dýrðir þegar stuðningsmenn Íslands komu saman í stuðningsmannasvæðinu í Helsinki fyrir Eurobasket í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×