Körfubolti

Brynjar: Þurfum besta landsleikinn í sögu KKÍ

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Brynjar Þór Björnsson fylgist með fyrir aftan Craig Pedersen þjálfara á bekknum.
Brynjar Þór Björnsson fylgist með fyrir aftan Craig Pedersen þjálfara á bekknum. Mynd/FIBA
Íslenska körfuboltalandsliðið mætir því franska í dag í þriðja leik sínum á Evrópumótinu í Helsinki. Liðið hefur mátt þola tvö stór töp í fyrstu tveimur leikjunum sínum.

Fyrst tapaði liðið með 29 stigum á móti Grikkjum á fimmtudaginn og svo með 30 stigum á móti Pólverjum í gær. Þetta er því ekki kannski besti tíminn til að mæta sterku liði Frakka.

„Við þurfum að spila okkar allra besta leik á síðustu 60 árum eða síðan að KKÍ var stofnað ef við eigum möguleika á því að vinna þennan leik. Þá þýðir ekkert að mæta með hálfum haus,“ sagði Brynjar Þór Björnsson sem setti niður tvær þriggja stiga körfur í leiknum í gær.

Verkefni dagsins er gríðarlega stórt enda Frakkarnir með eitt besta lið Evrópu. Tap í framlengingu á móti Finnum í fyrsta leik sýndi að þeir eru ekki ósigrandi en gerir þá jafnframt meðvitaða um að fleiri slíkir leikir eru ekki í boði.

„Við þurfum að vera á fullu allan tímann og meira en það. Það þarf allt að ganga upp,“ sagði Brynjar.


Tengdar fréttir

Jón Arnór: Kannski barnalegt að hugsa þannig

Jón Arnór Stefánsson missti af nær öllum undirbúningi íslenska landsliðsins fyrir Evrópumótið í Helsinki og það er augljóst á frammistöðu hans í fyrstu tveimur leikjunum að þar fer ekki leikmaður í leikæfingu.

Haukur Helgi: Þurfum að kýla þá fyrst

Haukur Helgi Pálsson, leikmaður íslenska landsliðsins í körfubolta, segir að í sannleika sagt sé íslenska liðið ekkert verra en Pólland. Ísland tapaði þó leik liðanna í dag með 30 stiga mun, 91-16.

Brynjar: Var látinn æfa sig í því að sitja á bekknum

Brynjar Þór Björnsson minnti á sig í lok leiksins á móti Póllandi þegar hann kom inn og setti niður tveir glæsilegar þriggja stiga körfur. Því miður komu þær alltof seint fyrir íslenska liðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×