Enski boltinn

Rooney: Ég hef gert upp hug minn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Rooney þakkar fyrir sig.
Rooney þakkar fyrir sig. vísir/getty
Wayne Rooney, fyrrum framherji enska landsliðsins og núverandi framherji Everton, segir að hann muni ekki snúa aftur í enska landsliðið í knattspyrnu.

Rooney gaf út á dögunum að hann væri hættur að spila með landsliðinu. Nokkrum dögum og vikum eftir það hafa nokkrir skorað á Rooney að skoða stöðu sína.

„Ég er búinn að gera upp hug minn. Ég hef séð það stundum þegar menn koma til baka eftir að hafa hætt og fara á stórmót. Það er ekki rétt,” sagði Rooney í samtali við TalkSport.

„Drengirnir sem eru að reyna tryggja farseðilinn til Rússlands eiga skilið að spila þar. Ég hef gert upp hug minn.”

Næst barst talið að því að hvort Rooney hefði einhvern áhuga á því einn daginn að taka við enska landsliðinu.

„Þjálfari Englands. Þú veist aldrei,” sagði Rooney og bætti svo við: „Ég myndi ekki segja nei!”

„Ég myndi elska að fara út í þjálfun. Ég er að sækja námskeið núna og ég held að það væri sóun á minni þekkingu að fara ekki út í þjálfun.”


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×