Körfubolti

Tryggvi: Eins og venjulega taka lið fram úr okkur í 3. leikhluta

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Tryggvi stóð í ströngu undir körfunni.
Tryggvi stóð í ströngu undir körfunni. vísir/ernir
Tryggvi Snær Hlinason spilaði 15 mínútur í tapinu fyrir Frökkum á EM í körfubolta í dag. Bárðdælingurinn skoraði fimm stig og tók fjögur fráköst í leiknum.

„Við mættum vel stemmdir en Frakkarnir eru bara þetta mikið betri en við,“ sagði Tryggvi eftir leikinn í dag.

Ísland var sjö stigum undir, 42-47, eftir fyrri hálfleikinn sem var sá besti hjá liðinu á mótinu.

„Við byrjuðum ógeðslega vel og héldum í við þá. En eins og venjulega taka lið fram úr okkur í 3. leikhluta,“ sagði Tryggvi sem fékk að glíma við stóra og sterka leikmenn Frakka.

„Það er gaman og erfitt. Maður reynir sitt besta,“ sagði miðherjinn öflugi.

Ísland á tvo leiki eftir á EM; gegn Slóveníu og Finnlandi.

„Við eigum tvo leiki eftir og ætlum að klára þá með stæl. Við erum hérna og ætlum að njóta þess,“ sagði Tryggvi að lokum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×