Körfubolti

Logi: Það síðasta sem einhver getur sagt um okkur er að baráttuna vanti

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Logi Gunnarsson og félagar hans í landsliðinu þakka fyrir frábæran stuðning eftir leikinn.
Logi Gunnarsson og félagar hans í landsliðinu þakka fyrir frábæran stuðning eftir leikinn. Vísir/Ernir
Logi Gunnarsson sendi alla umræðu um andleysi eða baráttuleysi með íslenska körfuboltalandsliðsins til föðurhúsanna í viðtali eftir 36 stiga tap á móti Frökkum á EM í Helsinki í dag. Þetta var þriðja stóra tap íslenska liðsins í röð á Eurobasket 2017.

„Munurinn á liðinum í dag er 30 plús stig en við vorum að mæta einu besta liði í heimi. Við gefumst aldrei upp og erum að reyna eins og við getum. Þótt að við séum 30 eða 34 stigum undir þá erum við á fleygiferð út um allan völl í enda leikjanna,“ sagði Logi Gunnarsson eftir leikinn.

„Það er okkar kennileiti og ég er ósammála því sem sumir hafa sagt að við höfum ekki sýnt vilja og baráttu. Við erum búnir að gera það allan tímann. Munurinn er stundum meiri en maður vill. Við erum hinsvegar á fleygiferð allan tímann sama hver kemur inná,“ sagði Logi.

„Það síðasta sem einhver getur sagt um okkur er að baráttuna vanti,“ sagði Logi.

„Þeir sem koma inná eru alltaf á fleygiferð og gefa sig alla í verkefnið sama hvort það sé lítið eftir eða að leikurinn sé hálfnaður. Það er okkar kennileiti að vera á fleygiferð og á fullu allan tímann. Þó að töpin hafi verið stór þá er þetta það sem við leggjum upp með sem er að gefast aldrei upp,“ sagði Logi.

„Mér finnst við ekki hafa gefist upp þótt sigrarnir hafa verið stórir hjá hinum liðunum,“ sagði Logi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×