Vilja fækka fé um tuttugu prósent Samúel Karl Ólason skrifar 4. september 2017 13:17 Tillögurnar snúa að aðgerðum í þremur liðum. Að draga úr framleiðslu kindakjöts. Að draga úr kjaraskerðingu bænda og aðrar aðgerðir eins og aftenging framleiðsluhvata og hagræðing í slátrun. Vísir/Stefán Stjórnvöld Íslands hafa birt tillögur að mögulegum aðgerðum vegna vanda sauðfjárbænda hér á landi. Tillögurnar snúa að aðgerðum í þremur liðum. Að draga úr framleiðslu kindakjöts. Að draga úr kjaraskerðingu bænda og aðrar aðgerðir eins og aftenging framleiðsluhvata og hagræðing í slátrun. Lagt er til að fé verði fækkað um 20 prósent. Það sé hægt að gera með því að gefa bændum kost á því að hætta sauðfjárframleiðslu en halda stærstum hluta greiðslna samkvæmt sauðfjársamningi í fimm ár. Þá er einnig lagt til að bændur eigi kost á greiðslum sem miðist við fjölda kinda á vetrarfóðrum samkvæmt skráningum Matvælastofnunar. Það verði hugsað sem stuðningur við bændur sem vilja halda ræktun áfram og verði 250 milljónir króna lagðar í verkefnið.Kanna fjármögnun Einnig er lagt til að Byggðastofnun kanni þörf á endurfjármögnun eða lengingu lána og þá sérstaklega hjá ungum og skuldsettum sauðfjárbændum. Afurðastöðvakerfið verði kannað með breytingar til hagsbóta í huga. Á vef Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins segir að bændur hafi fyrst leitað til Þorgerðar Katrínar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, í mars til að ræða mögulegar lausnir á vanda greinarinnar. Þeir hafi óskað eftir 200 milljóna króna viðbótarframlagi til markaðsmála og útflutningsskyldu yrði komið á aftur. Hún var felld niður árið 2009 gegn 300 milljón króna framlagi frá ríkinu.Ekki tilbúin til að heimila inngripÞá segir í tilkynningu ráðuneytisins að ýmsar tillögur hafi litið dagsins ljós en ráðherra hafi ekki verið tilbúinn til að heimila inngrip á markaði með hagsmuni neytenda í huga. Því hafi ekki verið gripið aftur til útflutningsskyldu og ríkið hefur ekki keypt umframbirgðir af lambakjöti, eins og bændur lögðu til. „Að þessum þáttum undanskildum hafa viðræðurnar gengið vel enda stjórnvöld og bændur sammála um að að við þeirri erfiðu stöðu sem nú er uppi þurfi að bregðast við með langtímalausnum enda er sauðfjárrækt ein af grunnatvinnugreinum þjóðarinnar sem nauðsynlegt er að styðja við,“ segir í tilkynningunni.Sjá má tillögurnar hér á vef Stjórnarráðsins. Landbúnaður Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundin lífstíl Erlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Hlýnar í veðri og gæti orðið flughált Veður Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Fleiri fréttir Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Sjá meira
Stjórnvöld Íslands hafa birt tillögur að mögulegum aðgerðum vegna vanda sauðfjárbænda hér á landi. Tillögurnar snúa að aðgerðum í þremur liðum. Að draga úr framleiðslu kindakjöts. Að draga úr kjaraskerðingu bænda og aðrar aðgerðir eins og aftenging framleiðsluhvata og hagræðing í slátrun. Lagt er til að fé verði fækkað um 20 prósent. Það sé hægt að gera með því að gefa bændum kost á því að hætta sauðfjárframleiðslu en halda stærstum hluta greiðslna samkvæmt sauðfjársamningi í fimm ár. Þá er einnig lagt til að bændur eigi kost á greiðslum sem miðist við fjölda kinda á vetrarfóðrum samkvæmt skráningum Matvælastofnunar. Það verði hugsað sem stuðningur við bændur sem vilja halda ræktun áfram og verði 250 milljónir króna lagðar í verkefnið.Kanna fjármögnun Einnig er lagt til að Byggðastofnun kanni þörf á endurfjármögnun eða lengingu lána og þá sérstaklega hjá ungum og skuldsettum sauðfjárbændum. Afurðastöðvakerfið verði kannað með breytingar til hagsbóta í huga. Á vef Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins segir að bændur hafi fyrst leitað til Þorgerðar Katrínar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, í mars til að ræða mögulegar lausnir á vanda greinarinnar. Þeir hafi óskað eftir 200 milljóna króna viðbótarframlagi til markaðsmála og útflutningsskyldu yrði komið á aftur. Hún var felld niður árið 2009 gegn 300 milljón króna framlagi frá ríkinu.Ekki tilbúin til að heimila inngripÞá segir í tilkynningu ráðuneytisins að ýmsar tillögur hafi litið dagsins ljós en ráðherra hafi ekki verið tilbúinn til að heimila inngrip á markaði með hagsmuni neytenda í huga. Því hafi ekki verið gripið aftur til útflutningsskyldu og ríkið hefur ekki keypt umframbirgðir af lambakjöti, eins og bændur lögðu til. „Að þessum þáttum undanskildum hafa viðræðurnar gengið vel enda stjórnvöld og bændur sammála um að að við þeirri erfiðu stöðu sem nú er uppi þurfi að bregðast við með langtímalausnum enda er sauðfjárrækt ein af grunnatvinnugreinum þjóðarinnar sem nauðsynlegt er að styðja við,“ segir í tilkynningunni.Sjá má tillögurnar hér á vef Stjórnarráðsins.
Landbúnaður Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundin lífstíl Erlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Hlýnar í veðri og gæti orðið flughált Veður Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Fleiri fréttir Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Sjá meira