Króatar og Rússar áfram með fullt hús stiga Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. september 2017 16:47 Bojan Bogdanovic hefur skorað yfir 20 stig í öllum þremur leikjum Króata á EM. vísir/epa Fjórum leikjum er lokið á Evrópumótinu í körfubolta í dag. Bojan Bogdanovic, leikmaður Indiana Pacers, leiddi Króata til sigurs á Svartfellingum, 72-76, í C-riðli. Króatar eru með sex stig á toppi riðilsins en þeir hafa unnið alla þrjá leiki sína. Bogdanovic skoraði 23 stig og tók sex fráköst. Hann er meðal stigahæstu manna mótsins með 22,3 stig að meðaltali í leik. Dario Saric, leikmaður Philadelphia 76ers, skoraði 14 stig fyrir Króatíu sem leiddi allan leikinn og komst m.a. í 0-10 í upphafi leiks. Tyrese Rice var stigahæstur hjá Svartfjallalandi með 22 stig. Liðið er með fjögur stig í 3. sæti C-riðils. Adam Hanga átti stórleik þegar Ungverjar báru sigurorð af Tékkum, 85-73, í C-riðli. Þetta var fyrsti sigur Ungverjalands á EM. Hanga skoraði 31 stig, tók átta fráköst og gaf átta stoðsendingar í ungverska liðinu. Hann hitti úr 10 af 16 skotum sínum. Tomas Satoransky og Lukas Palyza skoruðu 18 stig hvor fyrir Tékkland sem er með fjögur stig í 5. sæti C-riðils.Aleksei Shved var öflugur í sigri Rússa á Belgum.vísir/epaRússar eru áfram með fullt hús stiga í D-riðli eftir 67-76 sigur á Belgum í dag. Aleksei Shved fór fyrir Rússum með 20 stigum, sex fráköstum og sex stoðsendingum. Timofey Mozgov skoraði 12 stig. Rússland er með sex stig á toppi riðilsins eftir þrjá sigra í jafn mörgum leikjum. Maxime De Zeeuw skoraði 15 stig fyrir Belga sem eru í 3. sæti riðilsins með fjögur stig eftir einn sigur og tvö töp. Kristpas Porzingis, leikmaður New York Knicks, sýndi hvers hann er megnugur þegar Lettland vann fimm stiga sigur á Bretlandi, 97-92, í D-riðli. Porzingis skoraði 28 stig og tók átta fráköst fyrir Letta sem eru í 2. sæti riðilsins með fimm stig. Porzingis hitti úr 11 af 17 skotum sínum í leiknum. Gabe Olaseni skoraði 23 stig og tók 10 fráköst fyrir breska liðið sem er enn án stiga í D-riðli. Í kvöld mætast svo Spánverjar og Rúmenar í C-riðli og Serbar og Tyrkir í D-riðli. EM 2017 í Finnlandi Mest lesið „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Íslenski boltinn Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Enski boltinn Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Íslenski boltinn Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti Fleiri fréttir „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Sjá meira
Fjórum leikjum er lokið á Evrópumótinu í körfubolta í dag. Bojan Bogdanovic, leikmaður Indiana Pacers, leiddi Króata til sigurs á Svartfellingum, 72-76, í C-riðli. Króatar eru með sex stig á toppi riðilsins en þeir hafa unnið alla þrjá leiki sína. Bogdanovic skoraði 23 stig og tók sex fráköst. Hann er meðal stigahæstu manna mótsins með 22,3 stig að meðaltali í leik. Dario Saric, leikmaður Philadelphia 76ers, skoraði 14 stig fyrir Króatíu sem leiddi allan leikinn og komst m.a. í 0-10 í upphafi leiks. Tyrese Rice var stigahæstur hjá Svartfjallalandi með 22 stig. Liðið er með fjögur stig í 3. sæti C-riðils. Adam Hanga átti stórleik þegar Ungverjar báru sigurorð af Tékkum, 85-73, í C-riðli. Þetta var fyrsti sigur Ungverjalands á EM. Hanga skoraði 31 stig, tók átta fráköst og gaf átta stoðsendingar í ungverska liðinu. Hann hitti úr 10 af 16 skotum sínum. Tomas Satoransky og Lukas Palyza skoruðu 18 stig hvor fyrir Tékkland sem er með fjögur stig í 5. sæti C-riðils.Aleksei Shved var öflugur í sigri Rússa á Belgum.vísir/epaRússar eru áfram með fullt hús stiga í D-riðli eftir 67-76 sigur á Belgum í dag. Aleksei Shved fór fyrir Rússum með 20 stigum, sex fráköstum og sex stoðsendingum. Timofey Mozgov skoraði 12 stig. Rússland er með sex stig á toppi riðilsins eftir þrjá sigra í jafn mörgum leikjum. Maxime De Zeeuw skoraði 15 stig fyrir Belga sem eru í 3. sæti riðilsins með fjögur stig eftir einn sigur og tvö töp. Kristpas Porzingis, leikmaður New York Knicks, sýndi hvers hann er megnugur þegar Lettland vann fimm stiga sigur á Bretlandi, 97-92, í D-riðli. Porzingis skoraði 28 stig og tók átta fráköst fyrir Letta sem eru í 2. sæti riðilsins með fimm stig. Porzingis hitti úr 11 af 17 skotum sínum í leiknum. Gabe Olaseni skoraði 23 stig og tók 10 fráköst fyrir breska liðið sem er enn án stiga í D-riðli. Í kvöld mætast svo Spánverjar og Rúmenar í C-riðli og Serbar og Tyrkir í D-riðli.
EM 2017 í Finnlandi Mest lesið „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Íslenski boltinn Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Enski boltinn Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Íslenski boltinn Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti Fleiri fréttir „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum