Formaður Samfylkingarinnar segir ómannúðlegt að taka ekki við ungum flóttastúlkum Kjartan Kjartansson skrifar 4. september 2017 20:08 Mary frá Nígeríu (t.v.) og Haniye sem er af afgönskum ættum (t.h.). Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir yfirvofandi brottvísun tveggja ungra flóttastúlkna, þar á meðal ríkisfangslausu stúlkunnar Haniye Malekym. Segir hann ómannúðlegt að taka ekki við stúlkunum. Vísir sagði frá því í dag að allt stefni í að feðginunum Haniye og Abrahim Malekym verði vísað úr landi á næstu dögum. Kærunefnd útlendingamála hefur staðfest ákvörðun Útlendingastofnunar um að snúa þeim til Þýskalands á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Þúsundir Íslendinga hafa skrifað undir áskorun til stjórnvalda um að veita stúlkunni hæli. Fjöldi fólks fagnaði jafnframt afmæli Haniye á Klambratúni í síðasta mánuði.Krafa um að siðmenntuð lönd horfi sérstaklega til barnaLogi gerir mál Haniye og annarrar ungrar nígerískrar stúlku, Mary að umtalsefni í færslu á Facebook-síðu sinni. Samtökin No Borders greindu frá því í síðustu viku að fjölskylda Mary hefði búið hér í tvö ár en nú stæði til að vísa þeim úr landi aftur til Nígeríu. Segir Logi að stúlkurnar tvær hafi verið á flótta allt sitt líf. Þær komi frá svæðum sem ólíklegt sé að veiti þeim öryggi og gott líf. „Það verður að gera kröfu um það í siðmenntuðu landi að sérstaklega skuli horft til barna sem hingað koma á flótta. Það er ómannúðlegt að taka ekki þessum litlu stelpum opnum örmum, veita þeim öryggi, gera þeim kleift að blómstra og auðga samfélagið okkar,“ skrifar Logi. Flóttamenn Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Innlent Fleiri fréttir Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Sjá meira
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir yfirvofandi brottvísun tveggja ungra flóttastúlkna, þar á meðal ríkisfangslausu stúlkunnar Haniye Malekym. Segir hann ómannúðlegt að taka ekki við stúlkunum. Vísir sagði frá því í dag að allt stefni í að feðginunum Haniye og Abrahim Malekym verði vísað úr landi á næstu dögum. Kærunefnd útlendingamála hefur staðfest ákvörðun Útlendingastofnunar um að snúa þeim til Þýskalands á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Þúsundir Íslendinga hafa skrifað undir áskorun til stjórnvalda um að veita stúlkunni hæli. Fjöldi fólks fagnaði jafnframt afmæli Haniye á Klambratúni í síðasta mánuði.Krafa um að siðmenntuð lönd horfi sérstaklega til barnaLogi gerir mál Haniye og annarrar ungrar nígerískrar stúlku, Mary að umtalsefni í færslu á Facebook-síðu sinni. Samtökin No Borders greindu frá því í síðustu viku að fjölskylda Mary hefði búið hér í tvö ár en nú stæði til að vísa þeim úr landi aftur til Nígeríu. Segir Logi að stúlkurnar tvær hafi verið á flótta allt sitt líf. Þær komi frá svæðum sem ólíklegt sé að veiti þeim öryggi og gott líf. „Það verður að gera kröfu um það í siðmenntuðu landi að sérstaklega skuli horft til barna sem hingað koma á flótta. Það er ómannúðlegt að taka ekki þessum litlu stelpum opnum örmum, veita þeim öryggi, gera þeim kleift að blómstra og auðga samfélagið okkar,“ skrifar Logi.
Flóttamenn Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Innlent Fleiri fréttir Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Sjá meira