Með örlögin í okkar höndum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. september 2017 06:00 Viðar Örn Kjartansson er kominn aftur í landsliðið. vísir/eyþór „Við tölum ekki um tap,“ sagði Heimir Hallgrímsson í stuttu svari sínu á blaðamannafundi landsliðsins á Laugardalsvelli í gær, spurður um hvort möguleikar Íslands um sæti á HM í Rússlandi séu úr sögunni ef Ísland lýtur í gras fyrir Úkraínu í kvöld. Staðan í riðlinum er engu að síður sú að með tapi eru möguleikar Íslands á að komast til Rússlands litlir. Heimir orðaði það þannig sjálfur í samtali við Fréttablaðið að leikurinn snerist um að hafa örlögin enn í hendi sinni. „Við leggjum leikinn upp þannig. Við viljum stjórna okkar eigin örlögum. Með sigri verðum við í mjög fínni stöðu. Ef sú staða býður okkur upp á þann möguleika að berjast áfram um fyrsta sætið í riðlinum væri það frábært,“ sagði Heimir. Tap Íslands á laugardag þýðir að strákarnir okkar eru nú í þriðja sæti riðilsins í undankeppninni, þremur stigum á eftir Króatíu og einu á eftir Úkraínu. Sigurvegari riðilsins tryggir sér farseðilinn til Rússlands en annað sætið tryggir líklega sæti í umspilinu í nóvember. Heimir hefur ekki áhyggjur af því að leikmenn liðsins hafi dvalið lengi við tapið fyrir Finnlandi. „Þessir strákar eru vanir því að spila fótbolta og maður vinnur víst ekki alla leiki. Það eru ekki bara sigrar í lífinu. Karakterinn kemur yfirleitt í ljós í mótlætinu og nú er það okkar að sýna hvað í okkur býr. Við þurfum að snúa bökum saman og vinna þetta úkraínska lið.“Aron Einar á æfingu landsliðsins í gær.vísir/eyþórHálfu skrefi á eftir Heimir segir að leikmenn hafi ætlað sér um of í leiknum á laugardag - þeir hafi einfaldlega verið of metnaðarfullir. „Við vorum hálfu skrefi á eftir í flestum þáttum. Það var of mikill æsingur í mönnum en á morgun [í dag] þurfum við að vera þolinmóðir og talsvert grimmari. Við munum fá tækifærin, eins og þá, en þurfum að nýta þau,“ segir Heimir. Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði liðsins, tók í svipaðan streng spurður um leikinn í Tampere. „Það var erfitt að taka þessu tapi. Við byrjuðum ekki nógu vel en samt er það svo að maður upplifði það ekki inni á vellinum að við værum að spila illa. Við vissum að Finnarnir myndu mæta grimmir til leiks og við hefðum sjálfir þurft að byrja betur,“ segir fyrirliðinn.Andriy Yarmolenko í baráttu við Ara Frey Skúlason í leik Úkraínu og Íslands í fyrra.vísir/gettyStjörnur á köntunum Tveir bestu leikmenn úkraínska liðsins eru kantmennirnir Andriy Yarmolenko og Yevhen Konoplyanka. Sá síðarnefndi er nýkominn til Schalke í Þýskalandi frá Sevilla á Spáni en Yarmolenko hafði leikið allan sinn feril í Dynamo Kiev þar til hann var keyptur á dögunum til þýska stórliðsins Dortmund til að fylla í skarðið sem Ousmane Dembele skildi eftir sig er hann var seldur til Barcelona. Úkraína vann á laugardag góðan 2-0 sigur á Tyrklandi sem kom liðinu í lykilstöðu. Yarmolenko skoraði bæði mörk Úkraínu. „Það var aðdáunarvert að sjá hvernig þeir spiluðu í þeim leik. Báðir vængmennirnir þeirra voru á flugi enda með mikið sjálfstraust þessa dagana. Þeir eru afar öflugir í návígjum en við höfum áður lent á svona mönnum, sem geta gert mikið upp á eigin spýtur,“ útskýrir þjálfarinn. „Úkraína er með frábært skyndisóknarlið og það er ljóst að við þurfum toppleik til að leggja þá að velli.“Heimir og lærisveinar hans þurfa að ná í þrjú stig í kvöld.vísir/eyþórTreystir Viðari Erni Heimir segist óhræddur við að breyta til í íslenska liðinu ef hann telur þörf á því. Viðar Örn Kjartansson var kallaður í hópinn í stað Rúriks Gíslasonar sem verður í leikbanni í dag. Hann segist óhræddur við að taka áhættu og treystir Viðari Erni jafn mikið og öðrum leikmönnum í hópnum. „Við værum ekki að kalla hann inn nema af því að við teljum að við þurfum á honum að halda, sama hversu mikið og í hvaða hlutverki,“ segir Heimir. Aron Einar segir að það sé hugur í leikmönnum og að þeir séu ólmir í að bæta fyrir ófarirnar í Finnlandi. „Þegar kemur bakslag þá sér maður hvernig hóp við erum með og hvað í honum býr. Ég sé að menn eru ákveðnir í að bæta upp fyrir tapið. Þetta eru strákar sem vilja axla ábyrgð og menn eru klárir í þennan slag. Svo einfalt er það.“ HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundur Heimis og Arons Einars Vísir var með beina útsendingu og textalýsingu frá blaðamannafundi íslenska landsliðsins í knattspyrnu. 4. september 2017 10:30 Heimir: Þurfum jafnvel að taka áhættur gegn Úkraínu Heimir Hallgrímsson segir að leikurinn gegn Úkraínu á morgun verði úrslitaleikur fyrir íslenska liðið. 4. september 2017 11:36 Of varfærin uppstilling Ísland þurfti að sætta sig við 1-0 tap fyrir Finnlandi í Tampere í undankeppni HM á laugardaginn. Íslenska liðið datt fyrir vikið niður í 3. sæti I-riðils og þarf því nauðsynlega að vinna Úkraínu þegar liðin mætast á morgun. Reynir Leósson var ekki sáttur með byrjunarliðið gegn Finnum. 4. september 2017 07:00 Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Neymar á heimleið? Fótbolti Kominn úr banni en gleðin enn týnd Körfubolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Körfubolti „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Fótbolti Fleiri fréttir Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Sjá meira
„Við tölum ekki um tap,“ sagði Heimir Hallgrímsson í stuttu svari sínu á blaðamannafundi landsliðsins á Laugardalsvelli í gær, spurður um hvort möguleikar Íslands um sæti á HM í Rússlandi séu úr sögunni ef Ísland lýtur í gras fyrir Úkraínu í kvöld. Staðan í riðlinum er engu að síður sú að með tapi eru möguleikar Íslands á að komast til Rússlands litlir. Heimir orðaði það þannig sjálfur í samtali við Fréttablaðið að leikurinn snerist um að hafa örlögin enn í hendi sinni. „Við leggjum leikinn upp þannig. Við viljum stjórna okkar eigin örlögum. Með sigri verðum við í mjög fínni stöðu. Ef sú staða býður okkur upp á þann möguleika að berjast áfram um fyrsta sætið í riðlinum væri það frábært,“ sagði Heimir. Tap Íslands á laugardag þýðir að strákarnir okkar eru nú í þriðja sæti riðilsins í undankeppninni, þremur stigum á eftir Króatíu og einu á eftir Úkraínu. Sigurvegari riðilsins tryggir sér farseðilinn til Rússlands en annað sætið tryggir líklega sæti í umspilinu í nóvember. Heimir hefur ekki áhyggjur af því að leikmenn liðsins hafi dvalið lengi við tapið fyrir Finnlandi. „Þessir strákar eru vanir því að spila fótbolta og maður vinnur víst ekki alla leiki. Það eru ekki bara sigrar í lífinu. Karakterinn kemur yfirleitt í ljós í mótlætinu og nú er það okkar að sýna hvað í okkur býr. Við þurfum að snúa bökum saman og vinna þetta úkraínska lið.“Aron Einar á æfingu landsliðsins í gær.vísir/eyþórHálfu skrefi á eftir Heimir segir að leikmenn hafi ætlað sér um of í leiknum á laugardag - þeir hafi einfaldlega verið of metnaðarfullir. „Við vorum hálfu skrefi á eftir í flestum þáttum. Það var of mikill æsingur í mönnum en á morgun [í dag] þurfum við að vera þolinmóðir og talsvert grimmari. Við munum fá tækifærin, eins og þá, en þurfum að nýta þau,“ segir Heimir. Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði liðsins, tók í svipaðan streng spurður um leikinn í Tampere. „Það var erfitt að taka þessu tapi. Við byrjuðum ekki nógu vel en samt er það svo að maður upplifði það ekki inni á vellinum að við værum að spila illa. Við vissum að Finnarnir myndu mæta grimmir til leiks og við hefðum sjálfir þurft að byrja betur,“ segir fyrirliðinn.Andriy Yarmolenko í baráttu við Ara Frey Skúlason í leik Úkraínu og Íslands í fyrra.vísir/gettyStjörnur á köntunum Tveir bestu leikmenn úkraínska liðsins eru kantmennirnir Andriy Yarmolenko og Yevhen Konoplyanka. Sá síðarnefndi er nýkominn til Schalke í Þýskalandi frá Sevilla á Spáni en Yarmolenko hafði leikið allan sinn feril í Dynamo Kiev þar til hann var keyptur á dögunum til þýska stórliðsins Dortmund til að fylla í skarðið sem Ousmane Dembele skildi eftir sig er hann var seldur til Barcelona. Úkraína vann á laugardag góðan 2-0 sigur á Tyrklandi sem kom liðinu í lykilstöðu. Yarmolenko skoraði bæði mörk Úkraínu. „Það var aðdáunarvert að sjá hvernig þeir spiluðu í þeim leik. Báðir vængmennirnir þeirra voru á flugi enda með mikið sjálfstraust þessa dagana. Þeir eru afar öflugir í návígjum en við höfum áður lent á svona mönnum, sem geta gert mikið upp á eigin spýtur,“ útskýrir þjálfarinn. „Úkraína er með frábært skyndisóknarlið og það er ljóst að við þurfum toppleik til að leggja þá að velli.“Heimir og lærisveinar hans þurfa að ná í þrjú stig í kvöld.vísir/eyþórTreystir Viðari Erni Heimir segist óhræddur við að breyta til í íslenska liðinu ef hann telur þörf á því. Viðar Örn Kjartansson var kallaður í hópinn í stað Rúriks Gíslasonar sem verður í leikbanni í dag. Hann segist óhræddur við að taka áhættu og treystir Viðari Erni jafn mikið og öðrum leikmönnum í hópnum. „Við værum ekki að kalla hann inn nema af því að við teljum að við þurfum á honum að halda, sama hversu mikið og í hvaða hlutverki,“ segir Heimir. Aron Einar segir að það sé hugur í leikmönnum og að þeir séu ólmir í að bæta fyrir ófarirnar í Finnlandi. „Þegar kemur bakslag þá sér maður hvernig hóp við erum með og hvað í honum býr. Ég sé að menn eru ákveðnir í að bæta upp fyrir tapið. Þetta eru strákar sem vilja axla ábyrgð og menn eru klárir í þennan slag. Svo einfalt er það.“
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundur Heimis og Arons Einars Vísir var með beina útsendingu og textalýsingu frá blaðamannafundi íslenska landsliðsins í knattspyrnu. 4. september 2017 10:30 Heimir: Þurfum jafnvel að taka áhættur gegn Úkraínu Heimir Hallgrímsson segir að leikurinn gegn Úkraínu á morgun verði úrslitaleikur fyrir íslenska liðið. 4. september 2017 11:36 Of varfærin uppstilling Ísland þurfti að sætta sig við 1-0 tap fyrir Finnlandi í Tampere í undankeppni HM á laugardaginn. Íslenska liðið datt fyrir vikið niður í 3. sæti I-riðils og þarf því nauðsynlega að vinna Úkraínu þegar liðin mætast á morgun. Reynir Leósson var ekki sáttur með byrjunarliðið gegn Finnum. 4. september 2017 07:00 Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Neymar á heimleið? Fótbolti Kominn úr banni en gleðin enn týnd Körfubolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Körfubolti „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Fótbolti Fleiri fréttir Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Sjá meira
Svona var blaðamannafundur Heimis og Arons Einars Vísir var með beina útsendingu og textalýsingu frá blaðamannafundi íslenska landsliðsins í knattspyrnu. 4. september 2017 10:30
Heimir: Þurfum jafnvel að taka áhættur gegn Úkraínu Heimir Hallgrímsson segir að leikurinn gegn Úkraínu á morgun verði úrslitaleikur fyrir íslenska liðið. 4. september 2017 11:36
Of varfærin uppstilling Ísland þurfti að sætta sig við 1-0 tap fyrir Finnlandi í Tampere í undankeppni HM á laugardaginn. Íslenska liðið datt fyrir vikið niður í 3. sæti I-riðils og þarf því nauðsynlega að vinna Úkraínu þegar liðin mætast á morgun. Reynir Leósson var ekki sáttur með byrjunarliðið gegn Finnum. 4. september 2017 07:00