Kristófer: Reyni að koma með orku og sprengja þetta aðeins upp Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. september 2017 08:00 Kristófer Acox. Vísir/Ernir Kristófer Acox sýndi á sér tvær hliðar í síðasta leik á móti Frökkum. Hann var magnaður í fyrri hálfleiknum en tókst ekki alveg að fylgja því eftir í þeim síðari. Framundan er leikur við Slóvena í dag. Kristófer fékk að byrja seinni hálfleikinn á móti Frökkum eftir að hafa verið með 10 stig og 7 fráköst inn af bekknum í þeim fyrri. „Það var mjög gaman. Ég náði ekki alveg að halda dampinu frá því í fyrri hálfleik og það situr mest í mér að hafa ekki hjálpað liðinu með því að koma áfram með sömu orku. Við hefðum þá getað byrjað þennan þriðja leikhluta öðruvísi en við höfum verið að gera. Þetta var bara saman sagan því miður,“ segir Kristófer. „Það var mjög gaman að byrja seinni hálfleikinn á gólfinu en það fór ekki eins og við ætluðum okkur þannig að það skiptir kannski ekki öllu máli,“ segir Kristófer. Íslenska liðið spilaði vel í fyrri hálfleiknum við Frakka og er að reyna að lengja góðu kaflana sína. „Við náðum nú allavega heilum hálfleik þar sem við erum að spila vel en ekki bara einum leikhluta. Eins og er búið að segja aftur og aftur þá eru þetta 40 mínútur og við þurfum að reyna að vera inn í leiknum þegar við förum inn í fjórða leikhluta,“ segir Kristófer. „Við þurfum kannski ekki að vera yfir en ekki vera undir með 15 eða 20 stigum fyrir fjórða leikhlutann. Það er svo erfitt því þá er svo langt í land. Við verðum að reyna að rífa okkur í gang í byrjun þriðja leikhluta. Við þurfum að byrja sterkt og ná að vera í þessum leikjum þangað til í lokin. Þá eigum við alveg að gera stolið einum sigri,“ segir Kristófer. Gerir hann sér vonir um að koma inn í byrjunarliðið fyrir lokaleikina á Eurobasket. „Ég held að það sé ekkert að fara að breytast. Ég er alveg sáttur með mitt hlutverk sem er að koma inn af bekknum, koma með þessa orku og reyna að sprengja þetta aðeins upp. Ég er búinn að stilla hugann fyrir það. Ég er því ekki að óska eftir neinum breytingum,“ segir Kristófer. „Ég á nóg eftir og byrjunarliðssætið er ekkert eitthvað sem ég er að stressa mig yfir,“ segir Kristófer að lokum. EM 2017 í Finnlandi Tengdar fréttir Körfuboltaprinsar Íslands, Slóveníu og Finnlands Ísland á eftir tvo leiki á EM í Helsinki og í þeim leikjum fá Íslendingar að kynnast líklegum framtíðarstjörnum í NBA-deildinni. Fréttablaðið fékk Finn Frey Stefánsson til að segja frá þeim og bera saman við Tryggva Snæ Hlinason. 5. september 2017 07:00 Logi heldur upp á afmælið sitt á Eurobasket í annað skipti Logi Gunnarsson heldur upp á 36 ára afmælið sitt í dag þegar Íslendingar mæta Slóveniu í fjórða leik sínum á EM í Helsinki. Logi spilaði einnig á afmælisdaginn sinn á EM í Berlín fyrir tveimur árum. 5. september 2017 08:30 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Körfubolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn Fleiri fréttir Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ Sjá meira
Kristófer Acox sýndi á sér tvær hliðar í síðasta leik á móti Frökkum. Hann var magnaður í fyrri hálfleiknum en tókst ekki alveg að fylgja því eftir í þeim síðari. Framundan er leikur við Slóvena í dag. Kristófer fékk að byrja seinni hálfleikinn á móti Frökkum eftir að hafa verið með 10 stig og 7 fráköst inn af bekknum í þeim fyrri. „Það var mjög gaman. Ég náði ekki alveg að halda dampinu frá því í fyrri hálfleik og það situr mest í mér að hafa ekki hjálpað liðinu með því að koma áfram með sömu orku. Við hefðum þá getað byrjað þennan þriðja leikhluta öðruvísi en við höfum verið að gera. Þetta var bara saman sagan því miður,“ segir Kristófer. „Það var mjög gaman að byrja seinni hálfleikinn á gólfinu en það fór ekki eins og við ætluðum okkur þannig að það skiptir kannski ekki öllu máli,“ segir Kristófer. Íslenska liðið spilaði vel í fyrri hálfleiknum við Frakka og er að reyna að lengja góðu kaflana sína. „Við náðum nú allavega heilum hálfleik þar sem við erum að spila vel en ekki bara einum leikhluta. Eins og er búið að segja aftur og aftur þá eru þetta 40 mínútur og við þurfum að reyna að vera inn í leiknum þegar við förum inn í fjórða leikhluta,“ segir Kristófer. „Við þurfum kannski ekki að vera yfir en ekki vera undir með 15 eða 20 stigum fyrir fjórða leikhlutann. Það er svo erfitt því þá er svo langt í land. Við verðum að reyna að rífa okkur í gang í byrjun þriðja leikhluta. Við þurfum að byrja sterkt og ná að vera í þessum leikjum þangað til í lokin. Þá eigum við alveg að gera stolið einum sigri,“ segir Kristófer. Gerir hann sér vonir um að koma inn í byrjunarliðið fyrir lokaleikina á Eurobasket. „Ég held að það sé ekkert að fara að breytast. Ég er alveg sáttur með mitt hlutverk sem er að koma inn af bekknum, koma með þessa orku og reyna að sprengja þetta aðeins upp. Ég er búinn að stilla hugann fyrir það. Ég er því ekki að óska eftir neinum breytingum,“ segir Kristófer. „Ég á nóg eftir og byrjunarliðssætið er ekkert eitthvað sem ég er að stressa mig yfir,“ segir Kristófer að lokum.
EM 2017 í Finnlandi Tengdar fréttir Körfuboltaprinsar Íslands, Slóveníu og Finnlands Ísland á eftir tvo leiki á EM í Helsinki og í þeim leikjum fá Íslendingar að kynnast líklegum framtíðarstjörnum í NBA-deildinni. Fréttablaðið fékk Finn Frey Stefánsson til að segja frá þeim og bera saman við Tryggva Snæ Hlinason. 5. september 2017 07:00 Logi heldur upp á afmælið sitt á Eurobasket í annað skipti Logi Gunnarsson heldur upp á 36 ára afmælið sitt í dag þegar Íslendingar mæta Slóveniu í fjórða leik sínum á EM í Helsinki. Logi spilaði einnig á afmælisdaginn sinn á EM í Berlín fyrir tveimur árum. 5. september 2017 08:30 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Körfubolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn Fleiri fréttir Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ Sjá meira
Körfuboltaprinsar Íslands, Slóveníu og Finnlands Ísland á eftir tvo leiki á EM í Helsinki og í þeim leikjum fá Íslendingar að kynnast líklegum framtíðarstjörnum í NBA-deildinni. Fréttablaðið fékk Finn Frey Stefánsson til að segja frá þeim og bera saman við Tryggva Snæ Hlinason. 5. september 2017 07:00
Logi heldur upp á afmælið sitt á Eurobasket í annað skipti Logi Gunnarsson heldur upp á 36 ára afmælið sitt í dag þegar Íslendingar mæta Slóveniu í fjórða leik sínum á EM í Helsinki. Logi spilaði einnig á afmælisdaginn sinn á EM í Berlín fyrir tveimur árum. 5. september 2017 08:30