Körfubolti

FIBA: Íslenska stuðningsfólkið stelur senunni í Helsinki | Sýna sanna ást á liðinu sínu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Íslenska stuðningsfólkið í Helsinki.
Íslenska stuðningsfólkið í Helsinki. Mynd/FIBA
FIBA birtir í dag grein um stuðningsmenn íslenska körfuboltalandsliðsins á heimasíðu sinni og þar er farið fögrum orðum um Íslendingana í stúkunni á EM í Helsinki.

Íslenska stuðningsfólkið hefur málað stúkuna bláa og blaðamaður heimasíðu FIBA hrósar okkar fólki fyrir áhuga og hvatningu á pöllunum þótt að það hafi ekkk gengið nóg vel hjá liðinu inn á vellinum.

Íslensku áhorfendurnir hafa haldið áfram að hvetja strákana til enda leikjanna og það þótt að munurinn sé oft orðinn mikill. Blái sjórin í stúkunni hættir aldrei og hentir síðan í víkingaklappið við og við.



Blaðmaður talar um sanna ást íslensku stuðningmannanna á pöllunum sem sé skemmtilegt tilbreyting frá því sem oft gengur og gerist á áhorfendapöllunum í dag.

Það má lesa alla þessa grein hér.

Mynd/FIBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×