Hop jöklanna gæti haft áhrif á lífríki við strendur Íslands Kjartan Kjartansson skrifar 6. september 2017 15:00 Rennsli jökuláa breytist verulega þegar jöklar hopa og hverfa með tilheyrandi áhrifum á lífríki og samfélög manna. Vísir/Anton Breytingar á rennsli jökuláa vegna hops jökla ógna drykkjar- og áveituvatni milljóna manna á jörðinni. Á Íslandi gæti hnignun ánna haft veruleg áhrif á raforkuframleiðslu og jafnvel fiskistofna, að sögn íslensks vísindamanns sem tók þátt í alþjóðlegri rannsókn. Jöklar um allan heim hafa skroppið saman undanfarna áratugi vegna hnattrænnar hlýnunar af völdum manna. Þeir þekja nú um 10% yfirborðs jarðar en líkön benda til þess að mesta bráðnunin verði í jöklum í Alaskaflóa, á heimskautasvæðum Kanada, Grænlandi, Íslandi og Suðurheimskautslandinu. Margvísleg áhrif hops jöklanna á lífríki og samfélag manna er viðfangsefni nýrrar rannsóknar sem birtist vísindaritinu Proceedings of the National Academy of Sciences. Þeim er lýst sem djúpstæðum. Gísli Már Gíslason, prófessor í vatnalíffræði við Háskóla Íslands, átti þátt í rannsókninni ásamt Jóni S. Ólafssyni, vatnalíffræðingi hjá Hafrannsóknarstofnun.Rennslið breytist þegar jöklarnir hörfa Í samtali við Vísi segir Gísli Már að áhrif hopsins komi aðallega fram í breytingum á rennsli jökuláa. Rennslið aukist fyrst þegar bráðnun fer af stað en síðan minnki það eftir því sem jöklarnir hverfa. Að lokum verði árnar aðeins regnvatn og snjór sem bráðnar. „Þannig að þetta mun hafa áhrif á vatnsbúskap fyrir virkjanir, drykkjarvatn og áveitu. Ætli það sé ekki fimmtungur eða fjórðungur mannkyns sem fær vatn úr jökulám á Himalajasvæðinu. Stór hluti af Suður-Ameríku fær vatn úr jökulám úr Andesfjöllunum. Alparnir hafa lengi vel verið háðir jökulvatni,“ nefnir hann sem dæmi um áhrifin.Mýrdalsjökull hefur hopað mikið eins og aðrir íslenskir jöklar. Því er spáð að þeir verði að mestu hofnir innan tvö hundruð ára.NASAÞá eru ótalin áhrifin á líffræðilegan fjölbreytileika í ánum sjálfum þegar þær breytast úr jökulám í bergvatnsár þegar fram í sækir. Gísli Már segir að lífríkið í jökulám sé afar sérhæft. Þannig nær ljós aðeins niður á botn í stuttan tíma í senn á vorin þegar sól er komin nægilega hátt á loft og áður en set byrjar að berast þegar jökulbráðnunin hefst. Þetta sérstaka lífríki sem þrífst við þessar erfiðu aðstæður mun raskast þegar rennsli jökulánna raskast á svo afdrifaríkan hátt. Hopinu getur einnig fylgt vaxandi mengun. Jöklar um allan heim hafa tekið á sig og safnað eiturefnum úr iðnaðarmengun sem menn hafa blásið út í andrúmsloftið. Frá verksmiðjum berst mengun eins og sót og kvikasilfur með loftstraumum og fellur á jöklana. Gísli Már segir að með bráðnun jöklanna losni um þessi efni og þau renni niður árnar í mun meira mæli en áðurBera fram áburð fyrir lífríkið í sjónum Jökulárnar hafa einnig mikil áhrif á grunnsævi þar sem þær flytja mikið magn sets og áburðarefna til sjávar. Þannig gæti hop íslenskra jökla haft áhrif á lífsskilyrði fiskistofna við strendur landsins. Í bergi er töluvert af fosfór sem berst með seti jökuláa og leysist upp í sjónum. Þar virkar það sem áburður fyrir þörunga og aðrar lífverur í hafinu. Árnar stuðla einnig að vexti þörungagróðurs þegar ferskvatnið sem þær bera fram leggst ofan á saltan sjóinn. Sólin nær að hita þetta yfirborðslag meira og það eykur framleiðni þörunganna í efsta laginu, að sögn Gísla Más. „Ég held að það sé engin tilviljun að eitt mesta hrygningarsvæði þorsks sé á Selvogsbanka þegar þú hugsar til allra jökulánna sem koma út í sjó á Suðurlandi,“ segir Gísli Már en stórar jökulár eins og Þjórsá og Ölfusá renna út í sjó þar.Gísli Már bendir á að hop jökla geti haft djúpstæð áhrif á lífríki jökuláa og grunnsævis.Kristinn IngvarssonJöklaferðaþjónusta dregist saman í Ölpunum Í rannsókninni er jafnframt rakið hvernig hvarf jökla getur haft bein áhrif á samfélög og atvinnustarfsemi. Þannig bendir Gísli Már á að ferðaþjónusta hafi dregist mikið saman í Ölpunum vegna hops jöklanna. Þar hefur flatarmál jökla minnkað um helming frá 1880 og spár gera ráð fyrir að aðeins 4-13% af núverandi stærð þeirra verði eftir við aldamótin. Vísindamenn gera ráð fyrir því að íslenskir jöklar verði nær algerlega hofnir innan tvö hundruð ára. Þannig gæti sama þróun átt sér stað í jöklaferðamennsku á Íslandi.Uppgangur en síðan niðursveifla í vatnsafliVarðandi áhrifin á raforkuframleiðslu segir í rannsókninni að tekjur vatnsaflsvirkjana geti aukist fyrst um sinn þegar bráðunin stuðlar að auknu flæði í jökulánum sem knýja þær. Nefnd eru dæmi frá svissnesku Ölpunum þar sem því er spáð að þegar streymið minnkar á næstu áratugum muni hægja á framleiðslunni og þar með tekjum af virkjunum. Í Ölpunum sé heldur ekki víst að aukið rennsli ánna skili sér í stóraukinni raforkuframleiðslu þar sem uppistöðulón geti ekki tekið við meira vatni á meðan sumarbráðnunin á sér stað. Þvert á móti geti hætta skapast þegar flæði úr lónunum. Á móti kemur að til skemmri tíma litið gæti hop jöklanna skapað aðstæður til að byggja nýjar stíflur og lón. Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Vísindi Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Sjá meira
Breytingar á rennsli jökuláa vegna hops jökla ógna drykkjar- og áveituvatni milljóna manna á jörðinni. Á Íslandi gæti hnignun ánna haft veruleg áhrif á raforkuframleiðslu og jafnvel fiskistofna, að sögn íslensks vísindamanns sem tók þátt í alþjóðlegri rannsókn. Jöklar um allan heim hafa skroppið saman undanfarna áratugi vegna hnattrænnar hlýnunar af völdum manna. Þeir þekja nú um 10% yfirborðs jarðar en líkön benda til þess að mesta bráðnunin verði í jöklum í Alaskaflóa, á heimskautasvæðum Kanada, Grænlandi, Íslandi og Suðurheimskautslandinu. Margvísleg áhrif hops jöklanna á lífríki og samfélag manna er viðfangsefni nýrrar rannsóknar sem birtist vísindaritinu Proceedings of the National Academy of Sciences. Þeim er lýst sem djúpstæðum. Gísli Már Gíslason, prófessor í vatnalíffræði við Háskóla Íslands, átti þátt í rannsókninni ásamt Jóni S. Ólafssyni, vatnalíffræðingi hjá Hafrannsóknarstofnun.Rennslið breytist þegar jöklarnir hörfa Í samtali við Vísi segir Gísli Már að áhrif hopsins komi aðallega fram í breytingum á rennsli jökuláa. Rennslið aukist fyrst þegar bráðnun fer af stað en síðan minnki það eftir því sem jöklarnir hverfa. Að lokum verði árnar aðeins regnvatn og snjór sem bráðnar. „Þannig að þetta mun hafa áhrif á vatnsbúskap fyrir virkjanir, drykkjarvatn og áveitu. Ætli það sé ekki fimmtungur eða fjórðungur mannkyns sem fær vatn úr jökulám á Himalajasvæðinu. Stór hluti af Suður-Ameríku fær vatn úr jökulám úr Andesfjöllunum. Alparnir hafa lengi vel verið háðir jökulvatni,“ nefnir hann sem dæmi um áhrifin.Mýrdalsjökull hefur hopað mikið eins og aðrir íslenskir jöklar. Því er spáð að þeir verði að mestu hofnir innan tvö hundruð ára.NASAÞá eru ótalin áhrifin á líffræðilegan fjölbreytileika í ánum sjálfum þegar þær breytast úr jökulám í bergvatnsár þegar fram í sækir. Gísli Már segir að lífríkið í jökulám sé afar sérhæft. Þannig nær ljós aðeins niður á botn í stuttan tíma í senn á vorin þegar sól er komin nægilega hátt á loft og áður en set byrjar að berast þegar jökulbráðnunin hefst. Þetta sérstaka lífríki sem þrífst við þessar erfiðu aðstæður mun raskast þegar rennsli jökulánna raskast á svo afdrifaríkan hátt. Hopinu getur einnig fylgt vaxandi mengun. Jöklar um allan heim hafa tekið á sig og safnað eiturefnum úr iðnaðarmengun sem menn hafa blásið út í andrúmsloftið. Frá verksmiðjum berst mengun eins og sót og kvikasilfur með loftstraumum og fellur á jöklana. Gísli Már segir að með bráðnun jöklanna losni um þessi efni og þau renni niður árnar í mun meira mæli en áðurBera fram áburð fyrir lífríkið í sjónum Jökulárnar hafa einnig mikil áhrif á grunnsævi þar sem þær flytja mikið magn sets og áburðarefna til sjávar. Þannig gæti hop íslenskra jökla haft áhrif á lífsskilyrði fiskistofna við strendur landsins. Í bergi er töluvert af fosfór sem berst með seti jökuláa og leysist upp í sjónum. Þar virkar það sem áburður fyrir þörunga og aðrar lífverur í hafinu. Árnar stuðla einnig að vexti þörungagróðurs þegar ferskvatnið sem þær bera fram leggst ofan á saltan sjóinn. Sólin nær að hita þetta yfirborðslag meira og það eykur framleiðni þörunganna í efsta laginu, að sögn Gísla Más. „Ég held að það sé engin tilviljun að eitt mesta hrygningarsvæði þorsks sé á Selvogsbanka þegar þú hugsar til allra jökulánna sem koma út í sjó á Suðurlandi,“ segir Gísli Már en stórar jökulár eins og Þjórsá og Ölfusá renna út í sjó þar.Gísli Már bendir á að hop jökla geti haft djúpstæð áhrif á lífríki jökuláa og grunnsævis.Kristinn IngvarssonJöklaferðaþjónusta dregist saman í Ölpunum Í rannsókninni er jafnframt rakið hvernig hvarf jökla getur haft bein áhrif á samfélög og atvinnustarfsemi. Þannig bendir Gísli Már á að ferðaþjónusta hafi dregist mikið saman í Ölpunum vegna hops jöklanna. Þar hefur flatarmál jökla minnkað um helming frá 1880 og spár gera ráð fyrir að aðeins 4-13% af núverandi stærð þeirra verði eftir við aldamótin. Vísindamenn gera ráð fyrir því að íslenskir jöklar verði nær algerlega hofnir innan tvö hundruð ára. Þannig gæti sama þróun átt sér stað í jöklaferðamennsku á Íslandi.Uppgangur en síðan niðursveifla í vatnsafliVarðandi áhrifin á raforkuframleiðslu segir í rannsókninni að tekjur vatnsaflsvirkjana geti aukist fyrst um sinn þegar bráðunin stuðlar að auknu flæði í jökulánum sem knýja þær. Nefnd eru dæmi frá svissnesku Ölpunum þar sem því er spáð að þegar streymið minnkar á næstu áratugum muni hægja á framleiðslunni og þar með tekjum af virkjunum. Í Ölpunum sé heldur ekki víst að aukið rennsli ánna skili sér í stóraukinni raforkuframleiðslu þar sem uppistöðulón geti ekki tekið við meira vatni á meðan sumarbráðnunin á sér stað. Þvert á móti geti hætta skapast þegar flæði úr lónunum. Á móti kemur að til skemmri tíma litið gæti hop jöklanna skapað aðstæður til að byggja nýjar stíflur og lón.
Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Vísindi Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Sjá meira