Elvar: Má ekkert klikka gegn svona liði 5. september 2017 13:08 Elvar Már í barátunni í dag. Vísir/Getty Elvar Már Friðriksson spilaði á köflum vel þegar Ísland tapaði fyrir Slóveníu, 102-75, á EM í körfubolta í dag. Elvar spilaði í sautján mínútur og skoraði sjö stig auk þess sem hann gaf þrjár stoðsendingar. „Við byrjuðum þennan leik hrikalega vel og við vorum yfir í góðan part fyrri hálfleiks,“ sagði Elvar við Óskar Ófeig Jónsson, blaðamann Vísis, en Ísland leiddi eftir fyrsta leikhluta. „En svo um leið og maður hættir að hitta og gerir mistök gegn svona liðum þá refsa þeir um leið.“ Hann segir að menn eins og Goran Dragic og Luka Doncic séu í heimsklassa og það megi ekkert klikka gegn þeim. „Þeir refsa manni þá um leið. En við viljum auðvitað allir leggja okkar af mörkum og berjast fyrir landið okkar. Við viljum gera vel og ná sigri en þessar þjóðir eru bara betri en við núna, það verður að viðurkennast.“ Elvar Már nýtti sínar mínútur vel í dag og spilaði meira en í fyrri leikjum Íslands á mótinu. „Ég nýt mínar mínútur eins vel og ég get og legg mig fram eins og aðrir,“ sagði hann hógvær. Tryggvi Snær Hlinason fær einnig sínar mínútur en stundum gengur illa að finna hann undir körfunni. Elvar sagði það stundum erfitt þegar hann er að berjast við stóra menn sjálfur undir körfunni. „Eftir nokkur ár þá förum við að leita meira að Tryggva. Það má ekki gleyma því að hann er nýbyrjaður í körfubolta og er að standa sig hrikalega vel. Framtíðin er björt hjá honum og íslenska liðinu.“ Lokaleikur Íslands á mótinu verður gegn heimamönnum á morgun. „Það verður barátta. Við ætlum að leggja allt í sölurnar og ná sigri fyrir framan fimmtán þúsund manns. Það væri tilvalið.“ Viðtal sem Arnar Björnsson tók við Elvar Má má sjá hér fyrir neðan. EM 2017 í Finnlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Slóvenía 75-102 | Við ofurefli að etja í Helsinki en bestu úrslitin til þessa Frábær fyrsti leikhluti íslenska liðsins var ekki nóg gegn öflugu liði Slóveníu í dag. 5. september 2017 12:15 Mest lesið Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Enski boltinn Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Enski boltinn „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Íslenski boltinn Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið Körfubolti Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Körfubolti Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Sjá meira
Elvar Már Friðriksson spilaði á köflum vel þegar Ísland tapaði fyrir Slóveníu, 102-75, á EM í körfubolta í dag. Elvar spilaði í sautján mínútur og skoraði sjö stig auk þess sem hann gaf þrjár stoðsendingar. „Við byrjuðum þennan leik hrikalega vel og við vorum yfir í góðan part fyrri hálfleiks,“ sagði Elvar við Óskar Ófeig Jónsson, blaðamann Vísis, en Ísland leiddi eftir fyrsta leikhluta. „En svo um leið og maður hættir að hitta og gerir mistök gegn svona liðum þá refsa þeir um leið.“ Hann segir að menn eins og Goran Dragic og Luka Doncic séu í heimsklassa og það megi ekkert klikka gegn þeim. „Þeir refsa manni þá um leið. En við viljum auðvitað allir leggja okkar af mörkum og berjast fyrir landið okkar. Við viljum gera vel og ná sigri en þessar þjóðir eru bara betri en við núna, það verður að viðurkennast.“ Elvar Már nýtti sínar mínútur vel í dag og spilaði meira en í fyrri leikjum Íslands á mótinu. „Ég nýt mínar mínútur eins vel og ég get og legg mig fram eins og aðrir,“ sagði hann hógvær. Tryggvi Snær Hlinason fær einnig sínar mínútur en stundum gengur illa að finna hann undir körfunni. Elvar sagði það stundum erfitt þegar hann er að berjast við stóra menn sjálfur undir körfunni. „Eftir nokkur ár þá förum við að leita meira að Tryggva. Það má ekki gleyma því að hann er nýbyrjaður í körfubolta og er að standa sig hrikalega vel. Framtíðin er björt hjá honum og íslenska liðinu.“ Lokaleikur Íslands á mótinu verður gegn heimamönnum á morgun. „Það verður barátta. Við ætlum að leggja allt í sölurnar og ná sigri fyrir framan fimmtán þúsund manns. Það væri tilvalið.“ Viðtal sem Arnar Björnsson tók við Elvar Má má sjá hér fyrir neðan.
EM 2017 í Finnlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Slóvenía 75-102 | Við ofurefli að etja í Helsinki en bestu úrslitin til þessa Frábær fyrsti leikhluti íslenska liðsins var ekki nóg gegn öflugu liði Slóveníu í dag. 5. september 2017 12:15 Mest lesið Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Enski boltinn Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Enski boltinn „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Íslenski boltinn Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið Körfubolti Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Körfubolti Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Slóvenía 75-102 | Við ofurefli að etja í Helsinki en bestu úrslitin til þessa Frábær fyrsti leikhluti íslenska liðsins var ekki nóg gegn öflugu liði Slóveníu í dag. 5. september 2017 12:15