Kristófer: Eiginlega okkar heimavöllur líka Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 5. september 2017 13:22 Kristófer Acox í leiknum í dag. Vísir/getty „Við byrjuðum mjög vel fyrstu tíu mínúturnar, vorum yfir eftir fyrsta leikhluta. Síðan kemur einhver lægð í öðrum leikhluta og holan er orðin of djúp til þess að komast aftur upp úr henni,“ sagði Kristófer Acox í viðtali við Óskar Ófeig Jónsson eftir 75-102 tap Íslands gegn Slóveníu á Evrópumótinu í körfubolta í dag. Íslenska liðið mætti mjög grimmt til leiks og byrjuðu leikinn mjög vel, en svo sýndu Slóvenar styrk sinn og voru yfir 43-60 í hálfleik. „Við förum inn í leikhléið með það að koma í þriðja leikhluta og reyna aðeins að klóra í bakkann, en það bara gerðist alls ekki og við missum þá ennþá lengra fram úr okkur og þá er þetta orðið of erfitt á móti svona góðu liði,“ sagði Kristófer. „Þeir eru taplausir í okkar riðli, þannig að þeir eru á toppnum og við vissum það fyrir leikinn. En við vissum líka að þetta væri leikur sem við ættum að geta tekið ef við spilum vel.“Craig Pedersen, landsliðsþjálfari, gerði vel í að rúlla á leikmannahópnum í dag og stóðu varamennirnir sig vel í leiknum. „Mjög ánægður [með leikmenn sem komu inn af bekknum], sérstaklega með Elvar og Tryggva. Þeir voru að nýta sínar mínútur bara mjög vel og þeir komu með drifkraft, og Ægir líka, og náðu að rífa þetta aðeins upp.“ Þrátt fyrir stórt tap í dag, voru úrslitin samt þau bestu hjá íslenska liðinu til þessa og var Kristófer að vonum ánægður með það „Þetta eru alltaf 20-30 stig, en við náum aðeins að laga stöðuna [í dag] og það er jákvætt. Það er einn leikur eftir og ég trúi ekki öðru en að við gefum allt í þetta.“ Síðasti leikur Íslands á mótinu verður gegn Finnum annað kvöld, en hefst leikurinn klukkan 17:45 að íslenskum tíma. Kristófer vonar að fyrsti sigur Íslands á Eurobasket verði þá að veruleika. „Þetta eru bara körfuboltamenn eins og við. Við þurfum bara að koma brjálaðir inn og gefa allt. Það verður troðfullt hús held ég, Finnar á heimavelli en við eiginlega líka á heimavelli með allt þetta fólk í stúkunni Vonandi náum við að gefa þeim alvöru leik í 40 mínútur og taka allavega einn sigur á þessu móti,“ sagði Kristófer Acox. Kristófer skoraði 4 stig í leiknum í dag, tók 3 fráköst og átti einn stolinn bolta. EM 2017 í Finnlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Slóvenía 75-102 | Við ofurefli að etja í Helsinki en bestu úrslitin til þessa Frábær fyrsti leikhluti íslenska liðsins var ekki nóg gegn öflugu liði Slóveníu í dag. 5. september 2017 12:15 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Sjá meira
„Við byrjuðum mjög vel fyrstu tíu mínúturnar, vorum yfir eftir fyrsta leikhluta. Síðan kemur einhver lægð í öðrum leikhluta og holan er orðin of djúp til þess að komast aftur upp úr henni,“ sagði Kristófer Acox í viðtali við Óskar Ófeig Jónsson eftir 75-102 tap Íslands gegn Slóveníu á Evrópumótinu í körfubolta í dag. Íslenska liðið mætti mjög grimmt til leiks og byrjuðu leikinn mjög vel, en svo sýndu Slóvenar styrk sinn og voru yfir 43-60 í hálfleik. „Við förum inn í leikhléið með það að koma í þriðja leikhluta og reyna aðeins að klóra í bakkann, en það bara gerðist alls ekki og við missum þá ennþá lengra fram úr okkur og þá er þetta orðið of erfitt á móti svona góðu liði,“ sagði Kristófer. „Þeir eru taplausir í okkar riðli, þannig að þeir eru á toppnum og við vissum það fyrir leikinn. En við vissum líka að þetta væri leikur sem við ættum að geta tekið ef við spilum vel.“Craig Pedersen, landsliðsþjálfari, gerði vel í að rúlla á leikmannahópnum í dag og stóðu varamennirnir sig vel í leiknum. „Mjög ánægður [með leikmenn sem komu inn af bekknum], sérstaklega með Elvar og Tryggva. Þeir voru að nýta sínar mínútur bara mjög vel og þeir komu með drifkraft, og Ægir líka, og náðu að rífa þetta aðeins upp.“ Þrátt fyrir stórt tap í dag, voru úrslitin samt þau bestu hjá íslenska liðinu til þessa og var Kristófer að vonum ánægður með það „Þetta eru alltaf 20-30 stig, en við náum aðeins að laga stöðuna [í dag] og það er jákvætt. Það er einn leikur eftir og ég trúi ekki öðru en að við gefum allt í þetta.“ Síðasti leikur Íslands á mótinu verður gegn Finnum annað kvöld, en hefst leikurinn klukkan 17:45 að íslenskum tíma. Kristófer vonar að fyrsti sigur Íslands á Eurobasket verði þá að veruleika. „Þetta eru bara körfuboltamenn eins og við. Við þurfum bara að koma brjálaðir inn og gefa allt. Það verður troðfullt hús held ég, Finnar á heimavelli en við eiginlega líka á heimavelli með allt þetta fólk í stúkunni Vonandi náum við að gefa þeim alvöru leik í 40 mínútur og taka allavega einn sigur á þessu móti,“ sagði Kristófer Acox. Kristófer skoraði 4 stig í leiknum í dag, tók 3 fráköst og átti einn stolinn bolta.
EM 2017 í Finnlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Slóvenía 75-102 | Við ofurefli að etja í Helsinki en bestu úrslitin til þessa Frábær fyrsti leikhluti íslenska liðsins var ekki nóg gegn öflugu liði Slóveníu í dag. 5. september 2017 12:15 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Slóvenía 75-102 | Við ofurefli að etja í Helsinki en bestu úrslitin til þessa Frábær fyrsti leikhluti íslenska liðsins var ekki nóg gegn öflugu liði Slóveníu í dag. 5. september 2017 12:15