Körfubolti

Haukur Helgi: Leist ekkert á blikuna í fyrstu

Arnar Björnsson skrifar
„Ég er frekar „banged up“ en það er allt í lagi með mig“, sagði Haukur Helgi Pálsson sem fékk væna byltu í leiknum gegn Slóveníu í dag og varð að fara útaf um stund. Ísland tapaði leiknum, 102-75, en Haukur Helgi átti stórleik í fyrri hálfleik og skoraði öll sín fjórtán stig þá.

„Ég missti aðeins jafnvægið og flaug með öxlina í fótinn á þessum rum. Mér leist fyrst ekkert á blikuna, fékk sting í öxlina en það er allt í góðu núna. Ég hefði frekar viljað lenda á leikstjórnandanum þá hefði þetta ekki verið jafnmikil velta“.

Fín byrjun á leiknum og þið voruð vel stemdir framan af leik.

„Já við byrjuðum mjög vel og vorum að skjóta okkar skotum, hitta vel og spila fantavörn.  Við byrjuðum þá að tapa boltanum í þriðja leikhluta. Aðeins of mikið og vorum fullákafir í öðrum leikhluta í vörninni. Við ætluðum okkur of mikið. Fórum oft tveir á einn og vorum að sækja ódýrar villur. Það megum við ekki gera og við lærum af því. Besta við það að við vorum of ákafir heldur en eitthvað annað“.

Þrátt fyrir tap þá skín leikgleðin af ykkur og þið fögnuðuð stuðningsmönnunum í lokin?

„Já það er ekki annað hægt. Maður er alltaf að segja sömu frasana með þessa áhorfendur. Þeir eru frábærir. Maður verður að sýna þakklæti sitt. Fólk er að eyða fríinu sínu í að koma og horfa á okkur og styðja við bakið á okkur. Við verðum að gefa smá til baka.

Viðtalið má sjá allt í spilaranum hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×