Tískustraumar sem minna á árið 2000 Guðný Hrönn skrifar 6. september 2017 09:30 Stílistinn Stella Björt Bergmann fer yfir tískustrauma vetrarins. vísir/ernir Stílistinn Stella Björt Bergmann Gunnarsdóttir fer yfir hausttískuna. Hún segir jogginggalla og dragtir verða aðalmálið þennan veturinn. Sömuleiðis támjóa skó, köflóttar flíkur og góða dúnúlpu. Innvíðu buxurnar víkja þá fyrir víðari sniðum og rauður er litur vetrarins.Rauður er litur vetrarins. Af sýningu Jil Sander.NORDICPHOTOS/AFPAðspurð hvernig hún myndi lýsa tískunni sem mun ríkja í haust og vetur segir stílistinn Stella Björt: „Sport í bland við „business bitch“ væri góð leið til að lýsa tískunni í haust og vetur. Svokallaðir „track suits“ verða áberandi, stórar dúnúlpur í anda Vetements og Balenciaga og dragtir í öllum útgáfum verða vinsælar,“ segir Stella. Hún segir smart að vera ýmist í strigaskóm eða pinnahælum við dragt.„Strigaskór eru hvergi nærri dottnir úr tísku og verða sterkari sem aldrei fyrr í vetur.“ „Fyrir þá sem vilja vera ögn meira áberandi eru litaðir feldir, jakkar úr pvc-efni og glimmerskór að koma mjög sterkt inn. Í mynstrum eru köflótt, dökk blómamynstur og hlébarðamynstur þau mest áberandi,“ segir Stella.Fyrirsæta í “double denim” á sýningu Paul & Joe.„Þótt ótrúlegt megi virðast er 2000-tískan að ryðja sér til rúms. Það er eitthvað sem fáir sáu fyrir. Örsmá sólgleraugu í skærum litum, flauelsgallar, „denim on denim“ og támjóir skór með örlitlum hæl,“ tekur Stella sem dæmi.„Klassíska alpahúfan er einnig komin aftur eftir langa pásu.“ Spurð út í vinsæla liti segir Stella: „Rautt er klárlega allsráðandi þetta misseri. Aðrir áberandi litir eru appelsínugulur og kóngablár.“En hvað er að detta úr tísku? „Gallabuxnatískan er að breytast töluvert. Innvíðar gallabuxur eru hægt og rólega að detta út og víðar gallabuxur að taka við. Choker-hálsmen eru einnig farin að sjást mun minna og eru látlausar keðjur orðnar hið nýja „go to“-hálsmen.Alpahúfur úr leðri sáust á tískupallinum hjá Christian Dior.Hvað er svo nauðsynlegt að eiga í fataskápnum í vetur fyrir þá sem vilja tolla í tískunni? „Dragt sem hægt er að klæða upp og niður og góð dúnúlpu.“ Mest lesið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Tom Cruise og Ana de Armas sögð stinga saman nefjum Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Lífið Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið Fleiri fréttir Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
Stílistinn Stella Björt Bergmann Gunnarsdóttir fer yfir hausttískuna. Hún segir jogginggalla og dragtir verða aðalmálið þennan veturinn. Sömuleiðis támjóa skó, köflóttar flíkur og góða dúnúlpu. Innvíðu buxurnar víkja þá fyrir víðari sniðum og rauður er litur vetrarins.Rauður er litur vetrarins. Af sýningu Jil Sander.NORDICPHOTOS/AFPAðspurð hvernig hún myndi lýsa tískunni sem mun ríkja í haust og vetur segir stílistinn Stella Björt: „Sport í bland við „business bitch“ væri góð leið til að lýsa tískunni í haust og vetur. Svokallaðir „track suits“ verða áberandi, stórar dúnúlpur í anda Vetements og Balenciaga og dragtir í öllum útgáfum verða vinsælar,“ segir Stella. Hún segir smart að vera ýmist í strigaskóm eða pinnahælum við dragt.„Strigaskór eru hvergi nærri dottnir úr tísku og verða sterkari sem aldrei fyrr í vetur.“ „Fyrir þá sem vilja vera ögn meira áberandi eru litaðir feldir, jakkar úr pvc-efni og glimmerskór að koma mjög sterkt inn. Í mynstrum eru köflótt, dökk blómamynstur og hlébarðamynstur þau mest áberandi,“ segir Stella.Fyrirsæta í “double denim” á sýningu Paul & Joe.„Þótt ótrúlegt megi virðast er 2000-tískan að ryðja sér til rúms. Það er eitthvað sem fáir sáu fyrir. Örsmá sólgleraugu í skærum litum, flauelsgallar, „denim on denim“ og támjóir skór með örlitlum hæl,“ tekur Stella sem dæmi.„Klassíska alpahúfan er einnig komin aftur eftir langa pásu.“ Spurð út í vinsæla liti segir Stella: „Rautt er klárlega allsráðandi þetta misseri. Aðrir áberandi litir eru appelsínugulur og kóngablár.“En hvað er að detta úr tísku? „Gallabuxnatískan er að breytast töluvert. Innvíðar gallabuxur eru hægt og rólega að detta út og víðar gallabuxur að taka við. Choker-hálsmen eru einnig farin að sjást mun minna og eru látlausar keðjur orðnar hið nýja „go to“-hálsmen.Alpahúfur úr leðri sáust á tískupallinum hjá Christian Dior.Hvað er svo nauðsynlegt að eiga í fataskápnum í vetur fyrir þá sem vilja tolla í tískunni? „Dragt sem hægt er að klæða upp og niður og góð dúnúlpu.“
Mest lesið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Tom Cruise og Ana de Armas sögð stinga saman nefjum Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Lífið Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið Fleiri fréttir Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira