Körfubolti

Framlengt hjá Ísrael og Georgíu | Ítalir tapa aftur

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Vísir/getty
Ítalir töpuðu öðrum leiknum í röð þegar þeir mættu Þjóðverjum á Evrópumótinu í körfubolta í dag. Þjóðverjar halda í við Litháa á toppi B-riðils fyrir loka umferðina.

Johannes Voigtmann var bestur Þjóðverja í dag með 12 stig, 7 fráköst og 5 stoðsendingar. Stigahæstur var hins vegar Dennis Schroder með 17 stig.

Hjá Ítölum var Ariel Filloy bestur með 15 stig, 1 frákast og eina stoðsendingu.

Framlengja þurfti síðasta leik riðilsins þegar heimamenn í Ísrael mættu Georgíu. Leikurinn var í járnum allan tímann, en voru heimamenn þó með forystu bróðurpart leiksins, þó hún væri aldrei mikil. Staðan í hálfleik var 49-47 fyrir Ísrael.

Síðasti fjórðungurinn var í járnum allan tímann, en Georgíumenn voru þó aðeins sterkari og leit út fyrir að þeir myndu stela sigrinum en Omri Casspi jafnaði leikinn fyrir Ísrael þegar 6 sekúndur voru eftir. Geogíumenn náðu ekki að svara og þurfti því að grípa til framlengingar.

Georgíumenn gengu svo frá leiknum í framlengingunni, spurning hvort heimamenn hafi einfaldlega verið sprungnir. Lokatölur urðu 91-104.

Tornike Shengelia var allt í öllu í leik Georgíu, með 25 stig, 19 fráköst og 4 stoðsendingar. Gal Mekel var bestur í liði Ísrael með 23 stig, 1 frákast og 5 stoðsendingar.

Ungverjar unnu lokaleik dagsins í C-riðli með 80-71 sigri á Rúmeníu. David Vojvoda var besti maður vallarins með 26 stig, 4 fráköst, 4 stoðsendingar og 1 stolinn bolta.

Hjá Rúmenum var Andrei Mandache bestur með 24 stig, 2 fráköst, 1 stoðsendingu og 2 stolna bolta.

Rúmenar eru án sigurs í mótinu, en Ungverjar hafa unnið tvo af fjórum leikjum.

Tyrkir svo gott sem tryggðu sér sæti í 16 liða úrslit mótsins með sigri á Belgum 78-65. Tyrkir eru nú komnir með 6 stig í fjórða sætinu en Belgar eru í fimmta sætinu með stigi færra. Þó þeir tapi í loka umferðinni og Belgar vinni þá er markatala Tyrkja mun betri og þeir því nokkuð öruggir áfram.

Furkan Korkmaz var atkvæðamestur Tyrkja með 14 stig, 1 frákast og eina stoðsendingu. Hjá Belgum var Sam Van Rossom bestur með 13 stig, 5 fráköst og 3 stoðsendingar. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×