Framlengt hjá Ísrael og Georgíu | Ítalir tapa aftur Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 5. september 2017 21:00 Vísir/getty Ítalir töpuðu öðrum leiknum í röð þegar þeir mættu Þjóðverjum á Evrópumótinu í körfubolta í dag. Þjóðverjar halda í við Litháa á toppi B-riðils fyrir loka umferðina. Johannes Voigtmann var bestur Þjóðverja í dag með 12 stig, 7 fráköst og 5 stoðsendingar. Stigahæstur var hins vegar Dennis Schroder með 17 stig. Hjá Ítölum var Ariel Filloy bestur með 15 stig, 1 frákast og eina stoðsendingu. Framlengja þurfti síðasta leik riðilsins þegar heimamenn í Ísrael mættu Georgíu. Leikurinn var í járnum allan tímann, en voru heimamenn þó með forystu bróðurpart leiksins, þó hún væri aldrei mikil. Staðan í hálfleik var 49-47 fyrir Ísrael. Síðasti fjórðungurinn var í járnum allan tímann, en Georgíumenn voru þó aðeins sterkari og leit út fyrir að þeir myndu stela sigrinum en Omri Casspi jafnaði leikinn fyrir Ísrael þegar 6 sekúndur voru eftir. Geogíumenn náðu ekki að svara og þurfti því að grípa til framlengingar. Georgíumenn gengu svo frá leiknum í framlengingunni, spurning hvort heimamenn hafi einfaldlega verið sprungnir. Lokatölur urðu 91-104. Tornike Shengelia var allt í öllu í leik Georgíu, með 25 stig, 19 fráköst og 4 stoðsendingar. Gal Mekel var bestur í liði Ísrael með 23 stig, 1 frákast og 5 stoðsendingar. Ungverjar unnu lokaleik dagsins í C-riðli með 80-71 sigri á Rúmeníu. David Vojvoda var besti maður vallarins með 26 stig, 4 fráköst, 4 stoðsendingar og 1 stolinn bolta. Hjá Rúmenum var Andrei Mandache bestur með 24 stig, 2 fráköst, 1 stoðsendingu og 2 stolna bolta. Rúmenar eru án sigurs í mótinu, en Ungverjar hafa unnið tvo af fjórum leikjum. Tyrkir svo gott sem tryggðu sér sæti í 16 liða úrslit mótsins með sigri á Belgum 78-65. Tyrkir eru nú komnir með 6 stig í fjórða sætinu en Belgar eru í fimmta sætinu með stigi færra. Þó þeir tapi í loka umferðinni og Belgar vinni þá er markatala Tyrkja mun betri og þeir því nokkuð öruggir áfram. Furkan Korkmaz var atkvæðamestur Tyrkja með 14 stig, 1 frákast og eina stoðsendingu. Hjá Belgum var Sam Van Rossom bestur með 13 stig, 5 fráköst og 3 stoðsendingar. EM 2017 í Finnlandi Tengdar fréttir Spánverjar unnu Króata | Pustovyi með stórleik gegn Litháen Spánverjar unnu Króata í uppgjöri efstu liða C-riðils á Evrópumótinu í körfubolta í dag. Leiknum lauk 73-79 fyrir Spánverja. 5. september 2017 16:54 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Körfubolti Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Körfubolti „Auðvitað er ég svekktur“ Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Sjá meira
Ítalir töpuðu öðrum leiknum í röð þegar þeir mættu Þjóðverjum á Evrópumótinu í körfubolta í dag. Þjóðverjar halda í við Litháa á toppi B-riðils fyrir loka umferðina. Johannes Voigtmann var bestur Þjóðverja í dag með 12 stig, 7 fráköst og 5 stoðsendingar. Stigahæstur var hins vegar Dennis Schroder með 17 stig. Hjá Ítölum var Ariel Filloy bestur með 15 stig, 1 frákast og eina stoðsendingu. Framlengja þurfti síðasta leik riðilsins þegar heimamenn í Ísrael mættu Georgíu. Leikurinn var í járnum allan tímann, en voru heimamenn þó með forystu bróðurpart leiksins, þó hún væri aldrei mikil. Staðan í hálfleik var 49-47 fyrir Ísrael. Síðasti fjórðungurinn var í járnum allan tímann, en Georgíumenn voru þó aðeins sterkari og leit út fyrir að þeir myndu stela sigrinum en Omri Casspi jafnaði leikinn fyrir Ísrael þegar 6 sekúndur voru eftir. Geogíumenn náðu ekki að svara og þurfti því að grípa til framlengingar. Georgíumenn gengu svo frá leiknum í framlengingunni, spurning hvort heimamenn hafi einfaldlega verið sprungnir. Lokatölur urðu 91-104. Tornike Shengelia var allt í öllu í leik Georgíu, með 25 stig, 19 fráköst og 4 stoðsendingar. Gal Mekel var bestur í liði Ísrael með 23 stig, 1 frákast og 5 stoðsendingar. Ungverjar unnu lokaleik dagsins í C-riðli með 80-71 sigri á Rúmeníu. David Vojvoda var besti maður vallarins með 26 stig, 4 fráköst, 4 stoðsendingar og 1 stolinn bolta. Hjá Rúmenum var Andrei Mandache bestur með 24 stig, 2 fráköst, 1 stoðsendingu og 2 stolna bolta. Rúmenar eru án sigurs í mótinu, en Ungverjar hafa unnið tvo af fjórum leikjum. Tyrkir svo gott sem tryggðu sér sæti í 16 liða úrslit mótsins með sigri á Belgum 78-65. Tyrkir eru nú komnir með 6 stig í fjórða sætinu en Belgar eru í fimmta sætinu með stigi færra. Þó þeir tapi í loka umferðinni og Belgar vinni þá er markatala Tyrkja mun betri og þeir því nokkuð öruggir áfram. Furkan Korkmaz var atkvæðamestur Tyrkja með 14 stig, 1 frákast og eina stoðsendingu. Hjá Belgum var Sam Van Rossom bestur með 13 stig, 5 fráköst og 3 stoðsendingar.
EM 2017 í Finnlandi Tengdar fréttir Spánverjar unnu Króata | Pustovyi með stórleik gegn Litháen Spánverjar unnu Króata í uppgjöri efstu liða C-riðils á Evrópumótinu í körfubolta í dag. Leiknum lauk 73-79 fyrir Spánverja. 5. september 2017 16:54 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Körfubolti Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Körfubolti „Auðvitað er ég svekktur“ Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Sjá meira
Spánverjar unnu Króata | Pustovyi með stórleik gegn Litháen Spánverjar unnu Króata í uppgjöri efstu liða C-riðils á Evrópumótinu í körfubolta í dag. Leiknum lauk 73-79 fyrir Spánverja. 5. september 2017 16:54