Jói Berg: Lið eru orðin hrædd við að mæta á Laugardalsvöll Henry Birgir Gunnarsson skrifar 5. september 2017 21:30 Jóhann Berg í leiknum í kvöld. Vísir/Anton „Það var ekkert planið að taka því rólega í fyrri og keyra svo á þá. Þannig spilaðist bara leikurinn,“ segir Jóhann Berg Guðmundsson yfirvegaður eftir leik. „Við töluðum saman í hálfleik um að við gætum spilað hraðar og pressað meira. Það gekk eftir. Þeir voru vissulega meira með boltann í fyrri hálfleik og sköpuðu sér smá en ekkert of mikið. Við vorum töluvert betri í síðari hálfleik. Skoruðum tvö mörk á meðan þeir sköpuðu nánast ekki neitt.“ Það var ekkert sérstakt sem var sagt í hálfleik sem gerði það að verkum að strákarnir komu í seinni hálfleikinn eins öflugir og raun bar vitni. „Það var bara að halda áfram og gera hlutina almennilega. Það er orðið helvíti erfitt fyrir lið að koma hingað á Laugardalsvöllinn og lið eru orðin hrædd að mæta hingað. Við vitum að við getum keyrt yfir hvaða lið sem er. Sama hvort það sé í fyrri eða seinni hálfleik,“ segir Jóhann Berg sem kom mikið við sögu í fyrra markinu er hann lenti í samstuði við markvörð Úkraínu áður en Gylfi skoraði. Átti að dæma brot á hann? „Ég veit það ekki því ég veit ekki alveg hvað gerðist. Ég veit ekki hvort ég náði boltanum eða sparkaði í markvörðinn. Svo lenti ég bara á andlitinu og var ringlaður,“ segir kantmaðurinn og hlær. Hann bætti við að liðið ætlaði að bæta upp fyrir tapið í Finnlandi. „Við ætluðum okkur stærri hluti þar og vissum að við þyrftum þrjú stig í dag. Við vorum kannski ekki komnir með bakið upp við vegg en tap í dag hefði þýtt að við værum í ansi slæmum málum.“ HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Ragnar: Mikill léttir eftir klúðrið síðast Ragnar Sigurðsson, miðvörður íslenska landsliðsins í knattspyrnu, segir að framundan séu tveir úrslitaleikir eftir 2-0 sigur á Úkraínu í undankeppni HM á Laugardalsvelli í kvöld. 5. september 2017 21:11 Einkunnir Íslands: Gylfi fremstur meðal jafningja Stórkostlegu kvöldi í Laugardalnum lauk með 2-0 sigri Íslands á Úkraínu í undankeppni HM 2018. 5. september 2017 20:38 Emil: Búinn á því svo ég hlýt að hafa gert eitthvað rétt Emil Hallfreðsson, miðjumaður íslenska landsliðsins í knattspyrnu, var himinlifandi með 2-0 sigur á Úkraínu í undankeppni HM, en leikið var á Laugardalsvelli. Emil átti glæsilegan leik. 5. september 2017 21:01 Umfjöllun: Ísland - Úkraína 2-0 | Stórkostlegur seinni hálfleikur og sigur á Úkraínumönnum Ísland kom sér í lykilstöðu í I-riðli undankeppni HM 2018 með 2-0 sigri á Úkraínu í kvöld. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörk Íslands í síðari hálfleik, sem var einn sá besti sem Ísland hefur sýnt síðustu árin og er af mörgu að taka. 5. september 2017 20:30 Twitter: VIP-liðið missti af markinu Ísland karlalandsliðið í knattspyrnu leiðir 1-0 gegn Úkraínu í undankeppni HM í knattspyrnu. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði markið eftir fyrirgjöf Emils Hallfreðssonar. 5. september 2017 19:59 Gylfi búinn að jafna við Ríkharð Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörk Íslands í 2-0 sigri á Úkraínu í undankeppni HM í kvöld. 5. september 2017 20:40 Aron Einar: Setjum okkur markmið og hættum ekki fyrr en við náum þeim Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, var stoltur af strákunum í leikslok. Ísland vann frábæran 2-0 sigur á Úkraínu í undankeppni HM. 5. september 2017 21:21 Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Sport Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Sjá meira
„Það var ekkert planið að taka því rólega í fyrri og keyra svo á þá. Þannig spilaðist bara leikurinn,“ segir Jóhann Berg Guðmundsson yfirvegaður eftir leik. „Við töluðum saman í hálfleik um að við gætum spilað hraðar og pressað meira. Það gekk eftir. Þeir voru vissulega meira með boltann í fyrri hálfleik og sköpuðu sér smá en ekkert of mikið. Við vorum töluvert betri í síðari hálfleik. Skoruðum tvö mörk á meðan þeir sköpuðu nánast ekki neitt.“ Það var ekkert sérstakt sem var sagt í hálfleik sem gerði það að verkum að strákarnir komu í seinni hálfleikinn eins öflugir og raun bar vitni. „Það var bara að halda áfram og gera hlutina almennilega. Það er orðið helvíti erfitt fyrir lið að koma hingað á Laugardalsvöllinn og lið eru orðin hrædd að mæta hingað. Við vitum að við getum keyrt yfir hvaða lið sem er. Sama hvort það sé í fyrri eða seinni hálfleik,“ segir Jóhann Berg sem kom mikið við sögu í fyrra markinu er hann lenti í samstuði við markvörð Úkraínu áður en Gylfi skoraði. Átti að dæma brot á hann? „Ég veit það ekki því ég veit ekki alveg hvað gerðist. Ég veit ekki hvort ég náði boltanum eða sparkaði í markvörðinn. Svo lenti ég bara á andlitinu og var ringlaður,“ segir kantmaðurinn og hlær. Hann bætti við að liðið ætlaði að bæta upp fyrir tapið í Finnlandi. „Við ætluðum okkur stærri hluti þar og vissum að við þyrftum þrjú stig í dag. Við vorum kannski ekki komnir með bakið upp við vegg en tap í dag hefði þýtt að við værum í ansi slæmum málum.“
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Ragnar: Mikill léttir eftir klúðrið síðast Ragnar Sigurðsson, miðvörður íslenska landsliðsins í knattspyrnu, segir að framundan séu tveir úrslitaleikir eftir 2-0 sigur á Úkraínu í undankeppni HM á Laugardalsvelli í kvöld. 5. september 2017 21:11 Einkunnir Íslands: Gylfi fremstur meðal jafningja Stórkostlegu kvöldi í Laugardalnum lauk með 2-0 sigri Íslands á Úkraínu í undankeppni HM 2018. 5. september 2017 20:38 Emil: Búinn á því svo ég hlýt að hafa gert eitthvað rétt Emil Hallfreðsson, miðjumaður íslenska landsliðsins í knattspyrnu, var himinlifandi með 2-0 sigur á Úkraínu í undankeppni HM, en leikið var á Laugardalsvelli. Emil átti glæsilegan leik. 5. september 2017 21:01 Umfjöllun: Ísland - Úkraína 2-0 | Stórkostlegur seinni hálfleikur og sigur á Úkraínumönnum Ísland kom sér í lykilstöðu í I-riðli undankeppni HM 2018 með 2-0 sigri á Úkraínu í kvöld. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörk Íslands í síðari hálfleik, sem var einn sá besti sem Ísland hefur sýnt síðustu árin og er af mörgu að taka. 5. september 2017 20:30 Twitter: VIP-liðið missti af markinu Ísland karlalandsliðið í knattspyrnu leiðir 1-0 gegn Úkraínu í undankeppni HM í knattspyrnu. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði markið eftir fyrirgjöf Emils Hallfreðssonar. 5. september 2017 19:59 Gylfi búinn að jafna við Ríkharð Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörk Íslands í 2-0 sigri á Úkraínu í undankeppni HM í kvöld. 5. september 2017 20:40 Aron Einar: Setjum okkur markmið og hættum ekki fyrr en við náum þeim Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, var stoltur af strákunum í leikslok. Ísland vann frábæran 2-0 sigur á Úkraínu í undankeppni HM. 5. september 2017 21:21 Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Sport Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Sjá meira
Ragnar: Mikill léttir eftir klúðrið síðast Ragnar Sigurðsson, miðvörður íslenska landsliðsins í knattspyrnu, segir að framundan séu tveir úrslitaleikir eftir 2-0 sigur á Úkraínu í undankeppni HM á Laugardalsvelli í kvöld. 5. september 2017 21:11
Einkunnir Íslands: Gylfi fremstur meðal jafningja Stórkostlegu kvöldi í Laugardalnum lauk með 2-0 sigri Íslands á Úkraínu í undankeppni HM 2018. 5. september 2017 20:38
Emil: Búinn á því svo ég hlýt að hafa gert eitthvað rétt Emil Hallfreðsson, miðjumaður íslenska landsliðsins í knattspyrnu, var himinlifandi með 2-0 sigur á Úkraínu í undankeppni HM, en leikið var á Laugardalsvelli. Emil átti glæsilegan leik. 5. september 2017 21:01
Umfjöllun: Ísland - Úkraína 2-0 | Stórkostlegur seinni hálfleikur og sigur á Úkraínumönnum Ísland kom sér í lykilstöðu í I-riðli undankeppni HM 2018 með 2-0 sigri á Úkraínu í kvöld. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörk Íslands í síðari hálfleik, sem var einn sá besti sem Ísland hefur sýnt síðustu árin og er af mörgu að taka. 5. september 2017 20:30
Twitter: VIP-liðið missti af markinu Ísland karlalandsliðið í knattspyrnu leiðir 1-0 gegn Úkraínu í undankeppni HM í knattspyrnu. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði markið eftir fyrirgjöf Emils Hallfreðssonar. 5. september 2017 19:59
Gylfi búinn að jafna við Ríkharð Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörk Íslands í 2-0 sigri á Úkraínu í undankeppni HM í kvöld. 5. september 2017 20:40
Aron Einar: Setjum okkur markmið og hættum ekki fyrr en við náum þeim Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, var stoltur af strákunum í leikslok. Ísland vann frábæran 2-0 sigur á Úkraínu í undankeppni HM. 5. september 2017 21:21