Fótbolti og saga Rómaveldis Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 6. september 2017 10:15 Stella segir að eitt af því sem erlendu gestunum þykir skemmtilegt sé Bókaballið í Iðnó á laugardagskvöld. Mynd/Auðunn Nú er allt að gerast. Fyrsta viðburði hátíðarinnar var að ljúka á Akureyri,“ segir glaðleg rödd Stellu Jóhannesdóttur, framkvæmdastjóra bókmenntahátíðarinnar, í gegnum síma. „Hér er spennandi dagskrá sem Menningarfélag Akureyrar stendur fyrir. Það hefur stefnt saman langt að komnum höfundum og heimamönnum, bæði höfundum og lesendum. Svo er spjallað á sviðinu. Erlendu rithöfundarnir, þær Anne-Cathrine Riebnitzsky, höfundur bókarinnar Stormarnir og stillan sem er að koma út hjá Forlaginu, og Esmeralda Santiago sem gefur út hjá Sölku, eru heppnar að hafa komið hingað. Þetta er góð upplifun,“segir Stella sem hlakkaði til að hlusta á Stefán Pálsson tala við krikkethöfundana í gærkvöldi, eftir flug suður. „Það verður örugglega mjög áhugavert því yrkisefni höfundanna eru margvísleg; bæði fótbolti og saga Rómaveldis.“ Stella hefur starfað fyrir bókmenntahátíðina síðan 2009 og stjórnað henni síðustu árin. Tengsl bókmennta/skáldskapar og samfélags er þemað í ár, enda segir Stella kappkostað að hátíðin höfði til lesenda. „Við erum með höfunda á öllum aldri, skoðum hverjir hafa verið að gefa út spennandi bækur, eða eru með þær á prjónunum. Margir erlendu höfundanna eru að koma út í íslenskum þýðingum eða hafa komið nýlega út,“ segir hún og nefnir Han Kang, Eka Kurniawan og Christine De Luca. „Þeir íslensku eru líka að gefa út, Bubbi er til dæmis með ljóðabók og bæði Jón Kalman og Kristín Eiríksdóttir með skáldsögur. Kristín er þátttakandi í mjög spennandi dagskrá á föstudagskvöldið ásamt Han Kang og Aase Berg, um holdið og valdið.“ Viðburðir hátíðarinnar í borginni eru í Iðnó og Norræna húsinu. Þar segir Stella jafnan góða stemningu. „Svo er líka streymi, þannig að fólk getur fylgst með beint þó það eigi ekki heimangengt. Eitt af því sem erlendu gestunum þykir skemmtilegt er Bókaballið í Iðnó á laugardagskvöld. Við sendum alla þátttakendur á það og svo er það opið öllum eins og aðrir viðburðir hátíðarinnar. Hljómsveitin Royal er ekta ballhljómsveit þannig að það verður stuð.“ Hátíðinni lýkur á sunnudag með dagskrá í Veröld, húsi Vigdísar, sem er helguð þýðendum úr íslensku yfir á önnur mál. „Á föstudaginn afhendum við heiðursverðlaunin Orðstír sem voru fyrst veitt fyrir tveimur árum og verðlaunahafarnir taka þátt í dagskránni á sunnudag, ásamt fleiri þýðendum og rithöfundum. Góðir þýðendur eru eins og sendiherrar íslenskra bókmennta úti í heimi og það er gaman að geta klappað þeim á bakið,“ lýsir Stella. „Þessi stund virkar eins og brú milli bókmenntahátíðarinnar og þýðendaþingsins sem hefst á mánudaginn. Margir þýðendur mæta á hvort tveggja, þeir eru líka að hitta höfundinn sinn og njóta þessara daga.“ Spurð í lokin hvort hún sofi eitthvað þessa sólarhringana svarar Stella því að hún hafi vaknað klukkan fimm síðustu þrjár vikurnar en álagið sé þess virði því hátíðin sé svo skemmtileg. „Þetta er törn en henni lýkur og hún hefst svo aftur að ári liðnu þegar við byrjum að undirbúa næstu bókmenntahátíð, sem verður 2019.“ Bókmenntahátíð Menning Mest lesið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Staðfesta loks sambandið Lífið Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Lífið Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Menning Einar og Milla skírðu drenginn Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Lífið Fleiri fréttir Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Sjá meira
Nú er allt að gerast. Fyrsta viðburði hátíðarinnar var að ljúka á Akureyri,“ segir glaðleg rödd Stellu Jóhannesdóttur, framkvæmdastjóra bókmenntahátíðarinnar, í gegnum síma. „Hér er spennandi dagskrá sem Menningarfélag Akureyrar stendur fyrir. Það hefur stefnt saman langt að komnum höfundum og heimamönnum, bæði höfundum og lesendum. Svo er spjallað á sviðinu. Erlendu rithöfundarnir, þær Anne-Cathrine Riebnitzsky, höfundur bókarinnar Stormarnir og stillan sem er að koma út hjá Forlaginu, og Esmeralda Santiago sem gefur út hjá Sölku, eru heppnar að hafa komið hingað. Þetta er góð upplifun,“segir Stella sem hlakkaði til að hlusta á Stefán Pálsson tala við krikkethöfundana í gærkvöldi, eftir flug suður. „Það verður örugglega mjög áhugavert því yrkisefni höfundanna eru margvísleg; bæði fótbolti og saga Rómaveldis.“ Stella hefur starfað fyrir bókmenntahátíðina síðan 2009 og stjórnað henni síðustu árin. Tengsl bókmennta/skáldskapar og samfélags er þemað í ár, enda segir Stella kappkostað að hátíðin höfði til lesenda. „Við erum með höfunda á öllum aldri, skoðum hverjir hafa verið að gefa út spennandi bækur, eða eru með þær á prjónunum. Margir erlendu höfundanna eru að koma út í íslenskum þýðingum eða hafa komið nýlega út,“ segir hún og nefnir Han Kang, Eka Kurniawan og Christine De Luca. „Þeir íslensku eru líka að gefa út, Bubbi er til dæmis með ljóðabók og bæði Jón Kalman og Kristín Eiríksdóttir með skáldsögur. Kristín er þátttakandi í mjög spennandi dagskrá á föstudagskvöldið ásamt Han Kang og Aase Berg, um holdið og valdið.“ Viðburðir hátíðarinnar í borginni eru í Iðnó og Norræna húsinu. Þar segir Stella jafnan góða stemningu. „Svo er líka streymi, þannig að fólk getur fylgst með beint þó það eigi ekki heimangengt. Eitt af því sem erlendu gestunum þykir skemmtilegt er Bókaballið í Iðnó á laugardagskvöld. Við sendum alla þátttakendur á það og svo er það opið öllum eins og aðrir viðburðir hátíðarinnar. Hljómsveitin Royal er ekta ballhljómsveit þannig að það verður stuð.“ Hátíðinni lýkur á sunnudag með dagskrá í Veröld, húsi Vigdísar, sem er helguð þýðendum úr íslensku yfir á önnur mál. „Á föstudaginn afhendum við heiðursverðlaunin Orðstír sem voru fyrst veitt fyrir tveimur árum og verðlaunahafarnir taka þátt í dagskránni á sunnudag, ásamt fleiri þýðendum og rithöfundum. Góðir þýðendur eru eins og sendiherrar íslenskra bókmennta úti í heimi og það er gaman að geta klappað þeim á bakið,“ lýsir Stella. „Þessi stund virkar eins og brú milli bókmenntahátíðarinnar og þýðendaþingsins sem hefst á mánudaginn. Margir þýðendur mæta á hvort tveggja, þeir eru líka að hitta höfundinn sinn og njóta þessara daga.“ Spurð í lokin hvort hún sofi eitthvað þessa sólarhringana svarar Stella því að hún hafi vaknað klukkan fimm síðustu þrjár vikurnar en álagið sé þess virði því hátíðin sé svo skemmtileg. „Þetta er törn en henni lýkur og hún hefst svo aftur að ári liðnu þegar við byrjum að undirbúa næstu bókmenntahátíð, sem verður 2019.“
Bókmenntahátíð Menning Mest lesið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Staðfesta loks sambandið Lífið Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Lífið Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Menning Einar og Milla skírðu drenginn Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Lífið Fleiri fréttir Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Sjá meira