Körfubolti

Logi fékk afmælisköku eftir leikinn í gær

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Logi sker kökuna í gær.
Logi sker kökuna í gær. Mynd/KKÍ
Landsliðsmaðurinn Logi Gunnarsson hélt upp á 36 ára afmælið sitt í gær og náði því í annað skiptið á sínum ferli að spila Eurobasket leik á afmælisdaginn sinn.

Logi spilaði einnig á afmælisdaginn sinn þegar Ísland mætti Þýskalandi á EM í Berlín 2015.

Íslensku stuðningsmennirnir sungu afmælissöngurinn fyrir Loga í höllinni á milli fyrsta og annars leikhluta í leiknum á móti Slóveníu í gær og þá sungu liðsfélagar hans fyrir Logi í matnum eftir leikinn.

Logi fékk líka afmælisköku í eftirrétt eins og kom frá á fésbókarsíðu Körfuknattleikssamband Íslands.

Hér fyrir neðan má sjá Loga skera kökuna.





Logi er elsti og leikreyndasti leikmaður íslenska hópsins. Hann lék í gær 142. landsleikinn en 62 af þessum leikjum hafa komið eftir að hann hélt upp á þrítugsafmælið sitt 2011.

Lokaleikur Íslands á EM í Helsinki verður á móti Finnum í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×