Körfubolti

Grikkir fara áfram í 16-liða úrslit

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Vísir/getty
Grikkir tryggðu sér fjórða sæti A-riðils á Evrópumótinu í körfubolta í dag með sigri á Pólverjum 95-77. Pólverjar þurfa því að fara heim með súrt ennið.

Leikurinn var æsispennandi og hnífjafn. Pólverjar voru með forystu eftir fyrsta leikhluta, 29-23. Grikkir komu hins vegar sterkir í öðrum leikhluta og var staðan 49-43 fyrir Grikki í hálfleik.

Pólverjar jöfnuðu leikinn snemma í þriðja leikhluta og var jafnt með liðunum út leikhlutan, staðan fyrir síðasta fjórðunginn var 70-67 fyrir Grikki. Þá hins vegar settu Grikkir í næsta gír og rúlluðu yfir Pólverja á lokamínútunum, lokastaðan 95-77.

Kostas Sloukas og Nick Calathes voru í sérflokki hjá Grikkjum í dag. Sloukas skoraði 26 stig, setti 4 fráköst og gaf 3 stoðsendingar. Calathers var með 24 stig, 3 fráköst og heilar 10 stoðsendingar.

Hjá Pólverjum var það Damian Kulig sem dróg vagninn, með 26 stig og 7 fráköst.

Fyrr í dag tryggðu Slóvenar sér toppsæti riðilsins með sigur á Frökkum. Lokaleikur riðilsins er svo viðureign Finnlands og Íslands, en sá leikur hefst klukkan 17:45 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×