Að efla lestur er allra mál – sjónarhorn bóksala Valdís Elísdóttir skrifar 7. september 2017 07:00 Fréttir segja að bókin sé í stórhættu. Við kaupum sífellt minna af bókum og lestur er í samkeppni við annars konar afþreyingu. Samkvæmt Félagi íslenskra bókaútgefenda hefur keyptum, prentuðum bókum fækkað um næstum helming síðan 2010. Þær eru komnar í samkeppni við sjálfar sig í rafrænu formi sem og aðra afþreyingu. Hækkun virðisaukaskatts á bækur hjálpaði bókunum síðan ekki. Að sama skapi hefur sala prentaðra bóka í t.d. Bretlandi og á Írlandi farið vaxandi. Nýjar fréttir af starfshópi menntamálaráðherra um bókaútgáfu og aðstæður hennar eru því fagnaðarerindi. Það er okkur öllum í hag að vinna saman að því að styrkja tilveru bókarinnar á allan hátt.Bóksalar ekki undanskildir Bókabúð skipar mikilvægt hlutverk í hverju samfélagi og kannski meira en við gerum okkur grein fyrir. Hún er staður visku og fróðleiks, full af notalegu andrúmslofti. Fátt er þægilegra en að setjast niður og lesa yfir góðum kaffibolla, gleyma stund og stað, fá nýjar hugmyndir og láta koma sér á óvart. Þá þarf einnig vart að fjölyrða um aðra kosti þess að lesa bækur. Að hvetja til lesturs er því sameiginlegt átak okkar allra, frá foreldrum til stjórnvalda. Bóksalar eru þarna ekki undanskildir, sem mikilvægur miðill bóka til almennings. Tæknin hefur breytt bókaumhverfinu gríðarlega og önnur afþreying en bókalestur er komin til að vera. Við erum aðdáendur allra bókaforma; prentaðra, rafrænna og sjaldgæfra bóka. Það er því meðal annars undir okkur sem rekum bókabúðir komið hvernig við þróumst í þessu breytta landslagi. Er bókin aðgengileg? Er hún á góðu verði? Það eru mýmörg tækifæri með tækninni; betri vefsíðum og vefverslun til að mynda. Við getum átt betri samskipti við núverandi og nýja viðskiptavini á þeim vettvangi sem þeir eru oftast – í snjalltækjunum – og veitt þeim innsýn í það sem gerist í bókabúðinni, alls konar viðburði og sögur sem þar eiga heima. Orðið þannig áhugaverðari staður til að heimsækja.Bókabúð er samfélag og upplifun Við erum ekki bara að selja bækur, heldur einnig upplifun og notalega stemningu. Þeir sem koma í bókabúð vilja annaðhvort geta gengið beint að því sem þeir eru að leita að eða eru að koma til að uppgötva eitthvað nýtt – en stundum bara til að komast í rólegt andrúmsloft. Þetta er táknmynd notalegu bókabúðarinnar sem við viljum halda á lofti, þó við getum líka veitt viðskiptavinum það sem þeir vilja í gegnum netið. Okkar markmið hlýtur því að vera að flétta saman það sem var og því sem verður í verslun bóka af ýmsum toga. Góð bók í notalegu umhverfi er þægilegur og ævintýralegur staður til að vera á í þeim hraða heimi sem við búum í. Við bóksalar eigum stórt hlutverk í að kynna þann heim. Við verðum að leggja okkur fram um að vernda bókina, með því að hlusta eftir breytingum og þróun, en ekki síst að búa til stað og umhverfi þar sem er notalegt að koma og kynnast bókinni. Bókabúð er nefnilega ekki bara bókabúð. Hún er upplifun, staður sem allir ættu að hafa gaman af að heimsækja. Greinarhöfundur er verslunarstjóri Bóksölu stúdenta á Háskólatorgi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Feilspor kjarasamninga og jákvæð styrking launaafsláttar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Sjá meira
Fréttir segja að bókin sé í stórhættu. Við kaupum sífellt minna af bókum og lestur er í samkeppni við annars konar afþreyingu. Samkvæmt Félagi íslenskra bókaútgefenda hefur keyptum, prentuðum bókum fækkað um næstum helming síðan 2010. Þær eru komnar í samkeppni við sjálfar sig í rafrænu formi sem og aðra afþreyingu. Hækkun virðisaukaskatts á bækur hjálpaði bókunum síðan ekki. Að sama skapi hefur sala prentaðra bóka í t.d. Bretlandi og á Írlandi farið vaxandi. Nýjar fréttir af starfshópi menntamálaráðherra um bókaútgáfu og aðstæður hennar eru því fagnaðarerindi. Það er okkur öllum í hag að vinna saman að því að styrkja tilveru bókarinnar á allan hátt.Bóksalar ekki undanskildir Bókabúð skipar mikilvægt hlutverk í hverju samfélagi og kannski meira en við gerum okkur grein fyrir. Hún er staður visku og fróðleiks, full af notalegu andrúmslofti. Fátt er þægilegra en að setjast niður og lesa yfir góðum kaffibolla, gleyma stund og stað, fá nýjar hugmyndir og láta koma sér á óvart. Þá þarf einnig vart að fjölyrða um aðra kosti þess að lesa bækur. Að hvetja til lesturs er því sameiginlegt átak okkar allra, frá foreldrum til stjórnvalda. Bóksalar eru þarna ekki undanskildir, sem mikilvægur miðill bóka til almennings. Tæknin hefur breytt bókaumhverfinu gríðarlega og önnur afþreying en bókalestur er komin til að vera. Við erum aðdáendur allra bókaforma; prentaðra, rafrænna og sjaldgæfra bóka. Það er því meðal annars undir okkur sem rekum bókabúðir komið hvernig við þróumst í þessu breytta landslagi. Er bókin aðgengileg? Er hún á góðu verði? Það eru mýmörg tækifæri með tækninni; betri vefsíðum og vefverslun til að mynda. Við getum átt betri samskipti við núverandi og nýja viðskiptavini á þeim vettvangi sem þeir eru oftast – í snjalltækjunum – og veitt þeim innsýn í það sem gerist í bókabúðinni, alls konar viðburði og sögur sem þar eiga heima. Orðið þannig áhugaverðari staður til að heimsækja.Bókabúð er samfélag og upplifun Við erum ekki bara að selja bækur, heldur einnig upplifun og notalega stemningu. Þeir sem koma í bókabúð vilja annaðhvort geta gengið beint að því sem þeir eru að leita að eða eru að koma til að uppgötva eitthvað nýtt – en stundum bara til að komast í rólegt andrúmsloft. Þetta er táknmynd notalegu bókabúðarinnar sem við viljum halda á lofti, þó við getum líka veitt viðskiptavinum það sem þeir vilja í gegnum netið. Okkar markmið hlýtur því að vera að flétta saman það sem var og því sem verður í verslun bóka af ýmsum toga. Góð bók í notalegu umhverfi er þægilegur og ævintýralegur staður til að vera á í þeim hraða heimi sem við búum í. Við bóksalar eigum stórt hlutverk í að kynna þann heim. Við verðum að leggja okkur fram um að vernda bókina, með því að hlusta eftir breytingum og þróun, en ekki síst að búa til stað og umhverfi þar sem er notalegt að koma og kynnast bókinni. Bókabúð er nefnilega ekki bara bókabúð. Hún er upplifun, staður sem allir ættu að hafa gaman af að heimsækja. Greinarhöfundur er verslunarstjóri Bóksölu stúdenta á Háskólatorgi.
Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir Skoðun