Fótbolti

Aguero og Messi gætu misst af stórleikjum vegna HM umspils

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Lionel Messi, stjarna Barcelona.
Lionel Messi, stjarna Barcelona. vísir/getty
Stórstjörnurnar Lionel Messi, Sergio Aguero og Alexis Sanchez gætu allir misst af leikjum með félagsliðum sínum vegna umspils um sæti á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi næsta sumar.

Argentína og Síle gætu endað í fimmta sæti í undankeppni Heimsmeistaramótsins í Suður Ameríku, sem þýðir sæti í umspili gegn Nýja Sjálandi. Vegna langs ferðalags á milli landanna hefur fyrri leikur umspilsins verið settur þann 6. nóvember næstkomandi, sem er fyrir utan landsleikjahlé Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA.

Barcelona á leik gegn Sevilla í spænsku deildinni 5. nóvember, leikur sem gæti orðið mjög mikilvægur í toppbaráttunni og erfitt fyrir liðið að vera án Messi í þeim leik.

Stórleikur í ensku úrvalsdeildinni, Manchester City gegn Arsenal, fer einnig fram 5. nóvember, og yrðu skörð fyrir skildi ef Aguero eða Sanchez yrðu í landsliðsverkefni.

Úrúgvæ, Perú, Kólumbía, Paragvæ og Ekvador geta öll einnig lent í þessu fimmta sæti undankeppninnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×