Erlent

Best að beita ekki hervaldi

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti því yfir í gær að ákjósanlegt væri að komast hjá því að beita hervaldi gegn Norður-Kóreu.
Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti því yfir í gær að ákjósanlegt væri að komast hjá því að beita hervaldi gegn Norður-Kóreu. Vísir/AFP
Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti því yfir í gær að ákjósanlegt væri að komast hjá því að beita hervaldi gegn Norður-Kóreu. Mikil spenna er nú á Kóreuskaga vegna nýafstaðinnar kjarnorkutil­raunar einræðisríkisins en Bandaríkjaforseti tjáði sig um deiluna á blaðamannafundi í gær.

„Beiting hervalds er auðvitað möguleiki. Það væri frábært ef það væri hægt að gera þetta á annan hátt,“ sagði forsetinn.

Trump sagði allar tilraunir til samræðna og málamiðlana við yfirvöld í Norður-Kóreu hafa mistekist undanfarna áratugi. Hann sagði þó að beiting hervalds yrði aldrei fyrsti valkostur. „Ég myndi kjósa að nota herinn ekki en það er auðvitað eitthvað sem gæti gerst.“

Trump ræddi við Xi Jinping, forseta Kína, í síma í gær. Sagði hann símtalið hafa leitt í ljós að þeir væru „á sömu blaðsíðu“.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×