Haniye er ellefu ára gömul og kom hingað til lands ásamt föður sínum, Abrahim. Abrahim er upprunalega frá Afganistan en þaðan flúði hann til Íran fyrir tuttugu árum.

Mary er átta ára og er einnig fædd á flótta. Hún er dóttir hinna nígerísku Sunday og Joy, sem bæði flúðu heimaland sitt.
Vísa á fjölskyldum beggja stúlknana úr landi. Tæplega fimmtán þúsund manns skrifuðu undir áskorun til stjórnvalda um að endurskoða ákvarðanir sínar um að vísa fjölskyldunum úr landi og voru undirskriftarlistarnir afhentir Útlendingastofnun í síðasta mánuði.