Pavel: Verður geggjað að labba inná völlinn og sjá allt fólkið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. ágúst 2017 09:30 Pavel Ermolinskij á æfingu íslenska liðsins út í Helsinki. Vísir/ÓskarÓ Pavel Ermolinskij og félagar hans í íslenska körfuboltalandsliðinu geta ekki beðið eftir því að byrja að spila fyrir framan „bláa hafið“ í höllinni í Helsinki. „Nú er loksins komið að þessu. Þetta er búið að vera langt sumar, margar æfingar og löng ferðalög. Núna er maður kominn í alvöruna og finnur fyrir spennunni sem maður fann fyrir síðast. Þetta er bara geggjað. Tilhlökkunin er mikil og maður bíður eftir fyrsta leiknum. Við tókum góða æfingu í dag og núna hefst niðurtalningin,“ sagði Pavel Ermolinskij í samtali við Arnar Björnsson eftir æfingu íslenska liðsins í gær. Pavel var með á Evrópumótinu fyrir tveimur árum. Arnar fékk hann til að rifja upp ævintýrið frá í Berlín fyrir tveimur árum og spurði hann hvort stemningin núna væri svipuð? „Jú vissulega en við erum komnir með meiri reynslu. Menn eru farnir að haga sér eins og þeir eigi heima í keppninni. Það er gott hugarfar sem vantaði kannski síðast. Þá vorum við kannski fullpeppaðir og adrenalínið full mikið. Núna erum við kannski rólegri því við vitum út í hvað við erum að fara. Á sama tíma erum við meðvitaðir um að þessi geðveiki þarf að vera til staðar. Ef við náum að samtvinna þessa hluti þá erum við til alls líklegir,“ sagði Pavel. Íslenskir stuðningsmenn fjölmenna nú til Helsinki til að styðja á bak við íslenska liðinu. Liðið fær því örugglega mikinn stuðning frá íslenskum áhorfendum og það hlýtur að gefa ykkur mikinn kraft? „Ég held að það verði geggjað að labba inná völlinn og sjá allt fólkið. Eins og þetta var síðast þá þekkti maður hvert andlit í stúkunni. Það var mjög heimilslegt. Hinar þjóðirnar hafa þetta ekki. Vinir, fjölskyldur og allir sem maður þekkir eru á staðnum. Þetta verða því mjög persónulegir leikir fyrir okkur. Það á eftir að drífa okkur áfram að gefast aldrei upp hvernig sem staðan er“, sagði Pavel Ermolinskij. Hann líkt og aðrir leikmenn liðsins bíða því spenntir eftir fyrsta leiknum gegn Grikkjum á morgun. EM 2017 í Finnlandi Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Sjá meira
Pavel Ermolinskij og félagar hans í íslenska körfuboltalandsliðinu geta ekki beðið eftir því að byrja að spila fyrir framan „bláa hafið“ í höllinni í Helsinki. „Nú er loksins komið að þessu. Þetta er búið að vera langt sumar, margar æfingar og löng ferðalög. Núna er maður kominn í alvöruna og finnur fyrir spennunni sem maður fann fyrir síðast. Þetta er bara geggjað. Tilhlökkunin er mikil og maður bíður eftir fyrsta leiknum. Við tókum góða æfingu í dag og núna hefst niðurtalningin,“ sagði Pavel Ermolinskij í samtali við Arnar Björnsson eftir æfingu íslenska liðsins í gær. Pavel var með á Evrópumótinu fyrir tveimur árum. Arnar fékk hann til að rifja upp ævintýrið frá í Berlín fyrir tveimur árum og spurði hann hvort stemningin núna væri svipuð? „Jú vissulega en við erum komnir með meiri reynslu. Menn eru farnir að haga sér eins og þeir eigi heima í keppninni. Það er gott hugarfar sem vantaði kannski síðast. Þá vorum við kannski fullpeppaðir og adrenalínið full mikið. Núna erum við kannski rólegri því við vitum út í hvað við erum að fara. Á sama tíma erum við meðvitaðir um að þessi geðveiki þarf að vera til staðar. Ef við náum að samtvinna þessa hluti þá erum við til alls líklegir,“ sagði Pavel. Íslenskir stuðningsmenn fjölmenna nú til Helsinki til að styðja á bak við íslenska liðinu. Liðið fær því örugglega mikinn stuðning frá íslenskum áhorfendum og það hlýtur að gefa ykkur mikinn kraft? „Ég held að það verði geggjað að labba inná völlinn og sjá allt fólkið. Eins og þetta var síðast þá þekkti maður hvert andlit í stúkunni. Það var mjög heimilslegt. Hinar þjóðirnar hafa þetta ekki. Vinir, fjölskyldur og allir sem maður þekkir eru á staðnum. Þetta verða því mjög persónulegir leikir fyrir okkur. Það á eftir að drífa okkur áfram að gefast aldrei upp hvernig sem staðan er“, sagði Pavel Ermolinskij. Hann líkt og aðrir leikmenn liðsins bíða því spenntir eftir fyrsta leiknum gegn Grikkjum á morgun.
EM 2017 í Finnlandi Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Sjá meira