Afsakið, Eyþór Benedikt Bóas skrifar 31. ágúst 2017 07:00 Eftir að hafa fylgt stelpunum mínum í skólann ákvað ég að nýta að Norðlingaholt væri hrikalega hátt uppi en Skaftahlíð langt niðri þannig það væri ekkert mál að hjóla í vinunna. Mögulega væri þetta nefnilega fallegasta hjólaleið landsins. Við Árbæjarlaug stoppaði ég smá. Í sama mund kom gamli nágranni minn, hann Addi, á fullu fram hjá mér. Addi er mikill hjólagarpur og á flott hjól og spandexið hans er ekki keypt á Ali Express. Ég vissi að hann þekkti leiðina og ákvað því að kalla á eftir honum. „Addi. Hinkraðu í eina.“ Addi var ekkert á því að hægja á sér heldur gaf bara í. Áfram kallaði ég á hann og hann sneri oft hausnum við til að kíkja á mig en hjólaði samt áfram. Það er nánast vonlaust að elta fólk á alvöru hjóli. Ég er á alveg fínasta fák en það er ekkert ofurhjól. Þannig að ég setti hausinn undir mig og gaf líka í. Þegar við nálguðumst stífluna við enda Elliðaárdalsins beygði Addi svo upp en ekki niður. Það fannst mér skrýtin ákvörðun en þarna fór vanur maður. Þá hægði hann á sér og ég sá mér leik á borði og gaf í. „ARNGRÍMUR, HVAÐA LEIÐ ERT ÞÚ EIGINLEGA AÐ FARA?“ öskraði ég alveg gjörsamlega búinn á því. Addi virti mig varla viðlits og sagðist vera að fara í vinnuna. „Nú?“ segi ég undrandi. „Ha!“ svarar Addi og hljómaði ævintýralega hissa. Ég saup á vatninu, náði að átta mig á aðstæðum og leit upp. Sá þá að þetta var alls ekkert Addi. Þetta var einhver maður sem heitir Eyþór og var, að mér sýndist, skíthræddur við mig enda hafði ég elt hann uppi og öskrað: „Addi, ADDI, HÆGÐU Á ÞÉR MAÐUR,“ á eftir honum. Elsku Eyþór minn sem ég þekki ekki. Ég biðst afsökunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Benedikt Bóas Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór
Eftir að hafa fylgt stelpunum mínum í skólann ákvað ég að nýta að Norðlingaholt væri hrikalega hátt uppi en Skaftahlíð langt niðri þannig það væri ekkert mál að hjóla í vinunna. Mögulega væri þetta nefnilega fallegasta hjólaleið landsins. Við Árbæjarlaug stoppaði ég smá. Í sama mund kom gamli nágranni minn, hann Addi, á fullu fram hjá mér. Addi er mikill hjólagarpur og á flott hjól og spandexið hans er ekki keypt á Ali Express. Ég vissi að hann þekkti leiðina og ákvað því að kalla á eftir honum. „Addi. Hinkraðu í eina.“ Addi var ekkert á því að hægja á sér heldur gaf bara í. Áfram kallaði ég á hann og hann sneri oft hausnum við til að kíkja á mig en hjólaði samt áfram. Það er nánast vonlaust að elta fólk á alvöru hjóli. Ég er á alveg fínasta fák en það er ekkert ofurhjól. Þannig að ég setti hausinn undir mig og gaf líka í. Þegar við nálguðumst stífluna við enda Elliðaárdalsins beygði Addi svo upp en ekki niður. Það fannst mér skrýtin ákvörðun en þarna fór vanur maður. Þá hægði hann á sér og ég sá mér leik á borði og gaf í. „ARNGRÍMUR, HVAÐA LEIÐ ERT ÞÚ EIGINLEGA AÐ FARA?“ öskraði ég alveg gjörsamlega búinn á því. Addi virti mig varla viðlits og sagðist vera að fara í vinnuna. „Nú?“ segi ég undrandi. „Ha!“ svarar Addi og hljómaði ævintýralega hissa. Ég saup á vatninu, náði að átta mig á aðstæðum og leit upp. Sá þá að þetta var alls ekkert Addi. Þetta var einhver maður sem heitir Eyþór og var, að mér sýndist, skíthræddur við mig enda hafði ég elt hann uppi og öskrað: „Addi, ADDI, HÆGÐU Á ÞÉR MAÐUR,“ á eftir honum. Elsku Eyþór minn sem ég þekki ekki. Ég biðst afsökunar.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun