Hjartveikur maður býr í tjaldi í Hafnarfirði Nadine Guðrún Yaghi skrifar 30. ágúst 2017 21:00 Íslenskur karlmaður sem hefur búið í tjaldi í tvo mánuði segir brýnt að stjórnvöld séu meðvituð um aðstæður húsnæðislausra Íslendinga. Þeir skipti hundruðum. Kjartan Theódórsson, hefur búið grænu tjaldi sem er staðsett á Víðistaðatúni ásamt unnustu sinni í tvo mánuði. Hann flutti í tjaldið eftir að hafa þurft að hætta að vinna eftir hjartaáfall. „Ég er bara tjaldbúi og bý í rauninni á götunni. Ég ákvað að fá mér tjald og búa í því í stað þess að vera undir runna,“ segir Kjartan. Hann segir að það hafi verið ógerlegt að finna leiguíbúð sem hann hafði efni á, hvað þá að geta greitt nokkurra mánaða tryggingu eins og flestir leigusalar krefjast í dag.Leigumarkaður í rugli „Leigumarkaðurinn er bara í einhverju rugli. Það er ekkert þak yfir honum og fólk sem er með rétt um 200 þúsund krónur á mánuði í tekjur, það getur ekkert farið að leigja tveggja herbergja íbúð á yfir 200 þúsund krónur.“ Kjartan hefur vakið nokkra athygli á samskiptamiðlinum Snapchat þar sem hann deilir því hvernig er að búa í tjaldi. Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa og eru fylgjendur hans nú orðnir mörg þúsund. Þá er Kjartan nokkuð vinsæll meðal krakka í hverfinu sem koma oft við og spjalla við hann um lífið og tilveruna. „Nú er ég að reyna að ná til allra stjórnmálaflokka og býð mig fram í að fá fund með þeim. Ég fékk fund með Pírötum í gær og þar var mér boðið í mat á Alþingi. Þar áttum við mjög stóran og sterkan fund.“Óvíst hvar Kjartan verður í vetur Kjartan segir mikilvægt að stjórnvöld séu meðvituð um aðstæður húsnæðislausra Íslendinga. Það séu fjölmargir í sömu sporum og hann. „Þetta skiptir tugum og jafnvel hundruðum sem ég veit að eru á götunum og eru að fara á götuna. Fjölskyldur og einstaklingar.“ Varðandi hvað Kjartan ætlar að gera í vetur segir hann að ef hann fái ekkert húsnæði verði hann á tjaldsvæðinu, sem verður þó einungis til 30. september. Eftir það verði hann að finna nýtt tjaldsvæði.Notendanafn Kjartans á Snapchat er iceman137413. Húsnæðismál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Fleiri fréttir Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Sjá meira
Íslenskur karlmaður sem hefur búið í tjaldi í tvo mánuði segir brýnt að stjórnvöld séu meðvituð um aðstæður húsnæðislausra Íslendinga. Þeir skipti hundruðum. Kjartan Theódórsson, hefur búið grænu tjaldi sem er staðsett á Víðistaðatúni ásamt unnustu sinni í tvo mánuði. Hann flutti í tjaldið eftir að hafa þurft að hætta að vinna eftir hjartaáfall. „Ég er bara tjaldbúi og bý í rauninni á götunni. Ég ákvað að fá mér tjald og búa í því í stað þess að vera undir runna,“ segir Kjartan. Hann segir að það hafi verið ógerlegt að finna leiguíbúð sem hann hafði efni á, hvað þá að geta greitt nokkurra mánaða tryggingu eins og flestir leigusalar krefjast í dag.Leigumarkaður í rugli „Leigumarkaðurinn er bara í einhverju rugli. Það er ekkert þak yfir honum og fólk sem er með rétt um 200 þúsund krónur á mánuði í tekjur, það getur ekkert farið að leigja tveggja herbergja íbúð á yfir 200 þúsund krónur.“ Kjartan hefur vakið nokkra athygli á samskiptamiðlinum Snapchat þar sem hann deilir því hvernig er að búa í tjaldi. Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa og eru fylgjendur hans nú orðnir mörg þúsund. Þá er Kjartan nokkuð vinsæll meðal krakka í hverfinu sem koma oft við og spjalla við hann um lífið og tilveruna. „Nú er ég að reyna að ná til allra stjórnmálaflokka og býð mig fram í að fá fund með þeim. Ég fékk fund með Pírötum í gær og þar var mér boðið í mat á Alþingi. Þar áttum við mjög stóran og sterkan fund.“Óvíst hvar Kjartan verður í vetur Kjartan segir mikilvægt að stjórnvöld séu meðvituð um aðstæður húsnæðislausra Íslendinga. Það séu fjölmargir í sömu sporum og hann. „Þetta skiptir tugum og jafnvel hundruðum sem ég veit að eru á götunum og eru að fara á götuna. Fjölskyldur og einstaklingar.“ Varðandi hvað Kjartan ætlar að gera í vetur segir hann að ef hann fái ekkert húsnæði verði hann á tjaldsvæðinu, sem verður þó einungis til 30. september. Eftir það verði hann að finna nýtt tjaldsvæði.Notendanafn Kjartans á Snapchat er iceman137413.
Húsnæðismál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Fleiri fréttir Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Sjá meira