Harvey gæti hafa eyðilagt hálfa milljón bíla Finnur Thorlacius skrifar 31. ágúst 2017 10:32 Meira en hálf milljón bíla gætu verið ónýtir í Texas. Afleiðingar fellibylsins Harvey sem fór yfir Texas er geigvænlegar og allt eins má búast við að rigningar af völdum hans hafi eyðilagt meira en hálfa milljón bíla. Á fimm dögum rigndi 127 cm og eru fá dæmi um annað eins. Samsvara það ársrigningu í Reykjavík. Til samanburðar eyðilögðust 250.000 bílar þegar fellibylurinn Sandy fór um New York og New Jersey svæðið árið 2012. Á síðasta ári seldust ríflega 17 milljón bílar í Bandaríkjunum og því mundu hálf milljón bíla nema um 3% af árssölunni þar í landi. Í fyrra seldust um 18.500 nýir bílar hér á landi og því eru ónýtu bílarnir í Texas 27 sinnum fleiri en árssalan hér í fyrra. Fiat Chrysler og Genaral Motors hafa boðið þeim sem hafa orðið fyrir bílatjóni af völdum Harvey 500 dollara afslátt af nýjum bílum fyrirtækjanna af árgerð 2017 og 2018. Hyundai hefur hinsvegar boðið betur, eða 750 dollara afslátt. Ford og Nissan hafa gefið nú þegar 100.000 dollara hvort til hjálparstarfs auk 50.000 dollara til Rauða krossins. Nissan ætlar að auki að gefa 1 milljón dollara til hjálparstofnunarinnar Habitat for Humanity. Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent
Afleiðingar fellibylsins Harvey sem fór yfir Texas er geigvænlegar og allt eins má búast við að rigningar af völdum hans hafi eyðilagt meira en hálfa milljón bíla. Á fimm dögum rigndi 127 cm og eru fá dæmi um annað eins. Samsvara það ársrigningu í Reykjavík. Til samanburðar eyðilögðust 250.000 bílar þegar fellibylurinn Sandy fór um New York og New Jersey svæðið árið 2012. Á síðasta ári seldust ríflega 17 milljón bílar í Bandaríkjunum og því mundu hálf milljón bíla nema um 3% af árssölunni þar í landi. Í fyrra seldust um 18.500 nýir bílar hér á landi og því eru ónýtu bílarnir í Texas 27 sinnum fleiri en árssalan hér í fyrra. Fiat Chrysler og Genaral Motors hafa boðið þeim sem hafa orðið fyrir bílatjóni af völdum Harvey 500 dollara afslátt af nýjum bílum fyrirtækjanna af árgerð 2017 og 2018. Hyundai hefur hinsvegar boðið betur, eða 750 dollara afslátt. Ford og Nissan hafa gefið nú þegar 100.000 dollara hvort til hjálparstarfs auk 50.000 dollara til Rauða krossins. Nissan ætlar að auki að gefa 1 milljón dollara til hjálparstofnunarinnar Habitat for Humanity.
Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent