Tryggvi með 19 stig í tapi á móti Litháen Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. ágúst 2017 18:25 Tryggvi Snær Hlinason í leik með íslenska landsliðinu. Vísir/Ernir Íslenska körfuboltalandsliðið átti frekar erfitt uppdráttar í kvöld á móti gríðarlega sterku liði Litháen í síðasta undirbúningsleik sínum fyrir Evrópumótið sem hefst í Helsinki í næstu viku. Litháen vann leikinn á endanum með 22 stigum, 84-62, eftir að hafa verið 25 stigum yfir í hálfleik. Þetta er þó mikil framför frá síðasta landsleik þjóðanna fyrir fimm ár en þá töpuðu íslensku strákarnir með 50 stiga mun. Tryggvi Snær Hlinason stóð sig mjög vel í kvöld og var stigahæstur í íslenska liðinu með 19 stig. Hann fékk líka dýrmæta reynslu í kvöld að glíma við NBA-stjörnuleikmanninn Jonas Valanciunas. Tryggvi var einnig með 7 fráköst og 2 varin skot á 28 mínútum en Toronto Raptors maðurinn endaði með 14 stig, 11 fráköst og 2 varin skot á 20 mínútum. Martin Hermannsson hélt uppi sóknarleik íslenska liðsins eins og í síðustu leikjum en hann var með 14 stig og 7 stoðsendingar í kvöld auk þess að stela 4 boltum. Mindaugas Kuzminskas, leikmaður New York Knicks, var stigahæstur hjá Litháen með 17 stig á 20 mínútum en hann hitti úr 4 af 5 skotum utan af velli og öllum sjö vítunum. Martynas Gecevicius, leikamaður CAI Zaragoza á Spáni var með 16 stig en hann hitti úr öllum fjórum þriggja stiga skotunum sínum. Jón Arnór Stefánsson og Haukur Helgi Pálsson voru á skýrslu samkvæmt tölfræði Litháanna en komu ekki inná í þessum leik. Það er gott að eiga þessa kappa inni í fyrsta leik á EM. Litháar komust í 9-2 og 21-9 í upphafi leiks, unnu fyrsta leikhlutann 27-15 og voru síðan 25 stigum yfir í hálfleik, 52-27. Litháarnir hittu úr 8 af 12 þriggja stiga skotum sínum í fyrri hálfleiknum á meðan íslenska liðið klikkaði á öllum tíu sínum. Þar munaði 24 stigum í hálfleiknum á stigum úr þriggja stiga skotum. Tryggvi Snær Hlinason var stigahæstur í hálfleiknum með 9 stig en Martin Hermannsson skoraði 7 stig. Íslenska liðið skoraði sjö fyrstu stig seinni hálfleiks og Litháar tóku leikhlé eftir aðeins rúmlega tveggja mínútna leik. Þá munaði 18 stigum á liðunum, 52-34. Litháar gáfu þá aftur en annar sprettur íslenska liðsins kom muninum niður í sextán stig, 66-50, fyrir lokaleikhlutann. Litháar kláruðu síðan leikinn með því að bæta aðeins í lokaleikhlutanum og munurinn endaði í 22 stigum.Stig íslenska liðsins í leiknum: Tryggvi Snær Hlinason 19 (7 fráköst, 2 varin skot) Martin Hermannsson 14 (7 stoðsendingar, 4 stolnir boltar) Kristófer Acox 8 (4 fráköst á 16 mínútum) Logi Gunnarsson 7 (6 fráköst, 3 stoðsendingar) Hlynur Bæringsson 7 Ægir Þór Steinarsson 4 Pavel Ermolinskij 3 EM 2017 í Finnlandi Körfubolti Mest lesið Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Enski boltinn „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Íslenski boltinn Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Enski boltinn Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið Körfubolti Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Körfubolti Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Sjá meira
Íslenska körfuboltalandsliðið átti frekar erfitt uppdráttar í kvöld á móti gríðarlega sterku liði Litháen í síðasta undirbúningsleik sínum fyrir Evrópumótið sem hefst í Helsinki í næstu viku. Litháen vann leikinn á endanum með 22 stigum, 84-62, eftir að hafa verið 25 stigum yfir í hálfleik. Þetta er þó mikil framför frá síðasta landsleik þjóðanna fyrir fimm ár en þá töpuðu íslensku strákarnir með 50 stiga mun. Tryggvi Snær Hlinason stóð sig mjög vel í kvöld og var stigahæstur í íslenska liðinu með 19 stig. Hann fékk líka dýrmæta reynslu í kvöld að glíma við NBA-stjörnuleikmanninn Jonas Valanciunas. Tryggvi var einnig með 7 fráköst og 2 varin skot á 28 mínútum en Toronto Raptors maðurinn endaði með 14 stig, 11 fráköst og 2 varin skot á 20 mínútum. Martin Hermannsson hélt uppi sóknarleik íslenska liðsins eins og í síðustu leikjum en hann var með 14 stig og 7 stoðsendingar í kvöld auk þess að stela 4 boltum. Mindaugas Kuzminskas, leikmaður New York Knicks, var stigahæstur hjá Litháen með 17 stig á 20 mínútum en hann hitti úr 4 af 5 skotum utan af velli og öllum sjö vítunum. Martynas Gecevicius, leikamaður CAI Zaragoza á Spáni var með 16 stig en hann hitti úr öllum fjórum þriggja stiga skotunum sínum. Jón Arnór Stefánsson og Haukur Helgi Pálsson voru á skýrslu samkvæmt tölfræði Litháanna en komu ekki inná í þessum leik. Það er gott að eiga þessa kappa inni í fyrsta leik á EM. Litháar komust í 9-2 og 21-9 í upphafi leiks, unnu fyrsta leikhlutann 27-15 og voru síðan 25 stigum yfir í hálfleik, 52-27. Litháarnir hittu úr 8 af 12 þriggja stiga skotum sínum í fyrri hálfleiknum á meðan íslenska liðið klikkaði á öllum tíu sínum. Þar munaði 24 stigum í hálfleiknum á stigum úr þriggja stiga skotum. Tryggvi Snær Hlinason var stigahæstur í hálfleiknum með 9 stig en Martin Hermannsson skoraði 7 stig. Íslenska liðið skoraði sjö fyrstu stig seinni hálfleiks og Litháar tóku leikhlé eftir aðeins rúmlega tveggja mínútna leik. Þá munaði 18 stigum á liðunum, 52-34. Litháar gáfu þá aftur en annar sprettur íslenska liðsins kom muninum niður í sextán stig, 66-50, fyrir lokaleikhlutann. Litháar kláruðu síðan leikinn með því að bæta aðeins í lokaleikhlutanum og munurinn endaði í 22 stigum.Stig íslenska liðsins í leiknum: Tryggvi Snær Hlinason 19 (7 fráköst, 2 varin skot) Martin Hermannsson 14 (7 stoðsendingar, 4 stolnir boltar) Kristófer Acox 8 (4 fráköst á 16 mínútum) Logi Gunnarsson 7 (6 fráköst, 3 stoðsendingar) Hlynur Bæringsson 7 Ægir Þór Steinarsson 4 Pavel Ermolinskij 3
EM 2017 í Finnlandi Körfubolti Mest lesið Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Enski boltinn „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Íslenski boltinn Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Enski boltinn Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið Körfubolti Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Körfubolti Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Sjá meira